lagaskil og afturvirkni laga Flashcards

1
Q

Hvað eru lagaskil?

A

Þegar lögum er breytt getur orðið ósamræmi milli nýju og eldri laganna, sem kalla má lagaskil. Stundum ber svo við að í lögum séu nýmæli, þannig að í þeim séu reglur þar sem engar voru fyrir. Hitt er þó algengara að ný lög leysi eldri lög eða einstök lagaákvæði af hólmi og er þá álitaefni hvernig marka eigi skil milli laganna. Einnig kann það að gerast að lög séu felld úr gildi án þess að nýjar reglur séu settar og þá verður einnig að skera úr því hvenær svo er komið að eldri reglum verður ekki framar beitt. Í báðum tilfellum reynir á lagaskil.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Yngri lög ganga framar eldri lögum

A

Meginregla er að yngri lög gangi framar eldri lögum, hin nýju standa hinum eldri framar, lex posterior. Rökin fyrir þessu eru að yngri lögin eru í nánari tengslum við tíðaranda, siðferðileg viðhorf og hagmsuni nýrrar kynslóðar. Mörg álitaefni rísa um tengsl eldri laga og yngri en til að leysa úr álitaefnum er með því að í nýju lögunum sé mælt fyrir um það hvaða lög falli úr gildi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvernig á að marka tímaskil milli laga samkvæmt Sigurði Líndal?

A

Meginregla Sigurðar Líndal: „við mat á því hvernig marka skuli tímaskil milli laga má hafa það að leiðarljósi að nýjum lögum skuli eftir gildistöku beitt um öll lögskipti sem undir ákvæði þeirra falla þótt til stofnast áður en lögin gengu í gildi. Sama á við um réttarstöðu manna að öðru leyti – meginreglan er sú, að hún ákvarðast af lögum eins og þau eru hverju sinni, þótt upphaf megi rekja til eldri laga. En hér verður að hafa í huga að lög mega í ýmsum tilfellum alls ekki virka aftur fyrir sig, eða afturvirkni er að minnsta kosti veruleg takmörk sett“.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Lögskiptum lokið eða atvik sem hafa réttarverkan gerast fyrir gildistöku yngri laga

A

Hinum nýju eða yngri lögum verður ekki beitt um lögskipti sem lokið er eða atvik sem gerast hafa áður en þau gengu í gildi. Viðskipti sem lokið er á fullu í tíð eldri laga fara að öllu leyti eftir þeim og sama er að segja um einstök atvik sem gerast í tíð eldri laga. Ef reglum er breytt með nýjum lögum snerta þau engan vegin þau lögskipti eða önnur atvik sem gerst hafa fyrir breytingar. Í Hæstaréttar dómi Djúpiklettur var eldri lögunum beitt þar sem slysið átti sér stað í tíð eldri laganna. Einnig HRD bátaárekstur þar sem lögskiptum var lokið áður en lög gengu í gildi, dæmt því eftir eldri lögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Til lögskipta er stofnað eða atvik gerast eftir gildistöku yngri laga

A

Þegar ný lög leysa hin eldri af hólmi skal beita þeim um öll atvik sem gerast og öll lögskipti sem til er stofnað eftir gildistöku þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Til lögskipta er stofnað í tíð eldri laga en er ekki lokið þegar ný yngri lög öðlast gildi – viðvarandi ástand

A

Álitaefnið er þá hvernig skuli fara við lagaskil, þegar ný lög breyta þeim sem fyrr voru. Nýju lögin gilda þá um ástandið til framtíðar en raska ekki því sem liðið er. Menn verða samkvæmt þessu að sætta sig við að ný lög raski að einhverju leyti réttarstöðu sem menn nutu samkvæmt eldri lögum. Þessi meginregla sætir þó þeirri takmörkun að lög sem íþyngja þegnum þjóðfélagsins skuli skýra þannig að þeim verði ekki beitt afturvirkt, nema svo sé mælt berum orðum.
HRD erfðafjárskattur?
Algengt er í lögum að sett séu fyrirmæli um lagaskil. Dæmi um það er t.d. Gildi kaupmála sem gerðir eru fyrir gildistöku laganna, skal meta samkvæmt lögum sem giltu þegar hann var gerður, en hins vegar skuli réttaráhrif hans metin samkvæmt yngri lögunum.

Séu engin ákvæði í lögunum er reglan sú að því sem þegar hefur verið stofnað til helst óraskað en fólk þarf að sætta sig við breytingar að öðru leyti. Í Hrd. Fyrning kynferðisbort var lögum um fyrningarfrest kynferðis brota breytt en ekki var hægt að láta þetta taka til atviks þar sem fyrningarfrestur var hafinn fyrir gildistöku laganna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Afturvirkni

A

Skilgreining SL: í víðtækasta skilningi telst regla afturvirk þegar hún með nýjum fyrirmælum raskar beinum eða óbeinum hætti lögbundnu ferli eða ástandi sem til hefur stofnast í gildistíð eldri laga. Hér verður að greina á milli tveggja þátta:
a) Hið virka ferli: Ferli felur í sér stofnun (eða lok) réttarsambands, réttinda, skyldna o.s.frv. t.d. samningur. (þegar stofnað er til lögskipta)
b) Varanlegt ástand: endurspeglar þær aðstæður eða þau réttaráhrif sem ferli leiðir af sér, t.d. það sem samningur leiðir af sér. (þegar búið er að stofna til lögskipta)
Almennt verður ekki hróflað við virka ferlinu ef það var á sínum tíma í samræmi við lög. Á hinn bóginn kemur að hinu varanlega ástandi hefur löggjafinn tiltölulega rýmri heimildir til að setja ný lög sem breyta hinu varanlega ástandi. „Virkni verst nýmælum, varnaleiki lýtur þeim“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Ívilnandi lög – íþyngjandi lög

A

Rétt er að gera greinarmun á því hvort regla sé ívilandi eða íþyngjandi. Löggjafinn hefur rúmar heimildir til að setja afurvirkar ívilandi reglur, enda sé gætt jafnræðis og annarra málefnalegra sjónarmiða, sbr Hrd Sólheimar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Bein afturvirkni vs óbein afturvirkni

A

Munurinn á beinni og óbeinni afturvirkni. Með beinni afturvirkni er átt við nýtt ákvæði lagareglu taki berum orðum til þess sem gerst hefur og lokið áður en hún gekk í gildi (lagaákvæði mælir berum orðum fyrir um afturvirk áhrif). Óbein afturvirkni felur í sér að lög eru á formi til framvirk en ná einnig til þess sem stofnað var til í tíð eldri laga og varir enn þegar nýju lögin taka gildi (lagaákvæði kveður ekki berum orðum á um afturvirkni). óbein afturvirkni felur í sér vægari áhrif.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Rök gegn afturvirkni

A

Helstu röksemdir gegn afturvirkni eru þau að fólk getur ekki fylgt afturvirkum lögum – hagkvæmis/skilvirknisjónarmið. Fólk verður að geta treyst því að ef það gerir eitthvað löglegt verði því ekki refsað fyrir það seinna – sanngrinis og réttlætissjónarmið. Framvirkni laga er einnig ein af kröfum réttarríkisins. Bann við afturvirkni laga verndar þegnanna gegn ofríki valdhafanna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Rök með afturvirkni

A

Stundum getur verið gott fyrir borgaranna ef lögin eru þeim í hag. Almennt er viðurkennt að löggjafinn hafi meira svigrúm til afturvirkar lagasetningar þegar um ívilnandi löggjöf er að ræða, sbr. Hrd. Sólheimar. Þar varð starfsmaður sambýlis fyrir áras í gildistíð eldri laga sem kváðu um á tiltekin skilyrði fyrir bótagreiðslu, sem starfsmaðurinn uppfyllti ekki. Í nýju lögunum mælti fyrir um undanþágu og féllst HR á að beita þessu ívilnandi, þ.e. að láta lögin gilda afturvirkt yfir tilvik starfsmannsins. Sjónarmið gegn afturvirkum lögum takmarkast almennt við íþyngjandi afturvirkni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Um afturvirkni á tilteknum sviðum réttarins

A

Það fer mjög eftir því á hvaða réttarsviði lög eru hver áhersla er lögð á settar lagaskilreglur, þannig ljóst sé hvernig ákvæði þeirra horfi við atvikum sem gerst hafa fyrir gildistöku þeirra – eða með öðrum orðum hvernig háttað sé tengslum eldri laga og yngri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Refsiréttur

A

Í stjórnarskrá, MSE og almennum hegningarlögum er kveðið á um afturvirkni á sviði refsiréttar.
í 69.gr. stjórnskrárinnar – reglan um lögbundnar og skýrar refsiheimildir – bann við íþyngjandi afturvirkni refsilaga.
Ekki verður refsað fyrir verknað sem var ekki refsiverður samkvæmt lögum þegar hann var framinn. Þá verður ekki beitt öðrum tengdunum refsiviðurlaga en þeim sem heimil voru samkvæmt lögum þegar verkanður var framinn.

69 gr. Stjskr er í samræmi við 1.gr. almennra hegningarlaga og 1.mgr 7.gr MSE.

  1. gr. almennra hegningarlaga segir :
    Eigi skal refsa manni, nema hann hafi gerst sekur um háttsemi, sem refsing er lögð við í lögum.

1.mgr. 7.gr. mannréttindasáttmála Evrópu segir:
Engan skal telja sekan um afbrot hafi verknaður sá eða aðgerðarleysi, sem hann er borinn, eigi varðar refsingu að landslögum eða þjóðarétti þá framin voru. Eigi má heldur dæma mann til þyngri refsingar en lög leyfðu þegar afbrotið var framið

Ekki verður refsað fyrir verknað sem var ekki refsiverður samkvæmt lögum þegar hann var framinn. Þá verður ekki beitt öðrum tegundum refsiviðurlaga en þeim sem heimil voru samkvæmt lögum þegar verknaður var framinn.

Þetta eru meginreglur sem lúta að afturvirkni refsilöggjafar og þeim til fyllingar koma síðan ítarleg ákvæði í hegningarlögum um lagaskil.

1.mgr. 2.gr. alm. Hgl – nýjum og mildari refsiákvæðum verður þó beitt afturvirkt ákærða til hagsbóta (meginregla)
Þannig að nýjum lagaákvæðum með vægari viðurlögum verður beitt um verknað sem farinn var þegar eldri lög og strangri lög giltu. Sá fyrirvari er þó í lok 1.mgr. 2.gr. að dæma skuli eftir þeim lögum sem í gildi voru þegar brot var framið ef refsiákvæði hafa fallið úr gildi af ástæðum sem bera ekki vitnu um breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar.
Þó er ekkert því til fyrirstöðu að í refsilöggjöf sé það nýmælo að fyrri bort manna skuli hafa ítrekunaráhrif þótt engin slík ákvæði hafi verið í eldri lögum. Lögin taka til verknaðar sem framinn hefur verið í tíð yngri laga, en mæla svo fyrir að ákvörðun refsingar skuli tekið tillit til athafna sem áður voru framdar. Hér verður að hafa í huga að verknaður er framinn í tíð yngri laga og ítrekunaráhrif eldri brota styðst við þau. Lagastoðin er því í yngri lögum sem birt hafa verið og ítrekunaráhrifin eru þáttur í viðurlagaákvæðum sem horfa fram á við.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Refsiréttur hrd.

A

Í Hrd. Fyrning kynferðisbrots reyndi á hvort ný lög um fyringarfrest kynferðisbrot gætu tekið til þeirra brota þar fyrningarfrestur var hafinn. HR taldi ekki hægt að beita nýja ákvæðinu í tilvikum þar sem fresturinn var byrjaður að líða fyrir gildistöku þeirra laga, sbr. meginreglu 2. gr. og 2. gr. a. almennra hegningarlaga.

Í Hrd. Punktar í ökuferilsskrá var löggjöf þannig að ökumaður með bráðabirgðaökuskírteini missir ökuréttindin eftir 7 punkta. Því var svo breytt úr 7 í 4 punkta. Ökumaðurinn var kominn með 3 punkta þegar löggjöfinni var breytt og var sviptur ökuréttindum þegar hann fékk 4 punktinn. Hann taldi þarna væru lögunum beitt afturvirkt og það væri óheimilt. Meirihluti HR sagði að svo væri ekki því að ekki væru settar skorður við því í stjórnarskrá að löggjafinn þyngdi refsikennd viðurlög þar sem ítrekun er ljáð auka vægi. Meirihluti sagði að A hafa átt að gera sér grein fyrir áhrifum eftir gildistökuna og var því ekki talið að um afturvirkni væri að ræða. Í sérákvæði eins dómara sagði að um afturvirkni væri að ræða sem ekki gæti staðist.

2.mgr. 2.gr almennra hegningarlaga
Í Hrd. Ærumeiðingar í DV þar sem að afturvirknin var íþyngjandi fyrir tjónþola

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

skattaréttur

A

Afturvirk skattalög talin standast fram til 1995, þar til lögmætisreglan var fest í stjskr. En þá hafði löggjafinn viðtæka heimild til þess að setja afturvirk skattalög, sbr. Hrd Skyldusparnaður þar sem maður var ósáttur við að þurfa greiða skatt löngu eftir öflun tekna. Hæstiréttur sagði í dóminum að það væri ekkert ákvæði í stjórnskipunarlögum sem beint banni afturvirkni laga og það leið af eðli máls að lög hljóti oft að vera afturvirk. Tveir dómarar voru ósammála og skiluðu sératkvæði þar sem sagði að þetta stofnaði réttaröryggi manna í hættu og að einhver takmörk þyrftu að vera á afturvirkni skattalaga.

Árið 1995 var lögmætisreglan fest í stjórnarskránna og verður ákvörðun um skatt því að eiga sér stoð í lögum, sbr 77.gr. stjskr. Sem kveður á um að skattamálum skuli skipað með lögum. Ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Einnig er með henni komið í veg fyrir afturvirkni skatta þar sem segir að enginn skattur verði lagðir á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar atvik urðu sem ráða skattskyldu. Með þessu er leitast við að tryggja réttaröryggi bæði formlegt – skattþegn getur leitað til dóms ef hann telur á sig hallað – og efnisleg þar sem skattaálögur verða að eiga sér stoð í lögum. Því er ekki hægt að leggja nýjan skatt eða breyta sköttum á tímavil sem er liðið. Þær reglur gilda er giltu er þú vannst þér inn tekjurnar. Löggjöf um skatta telst afturvirk ef hún er sett eftir það tímamark sem miða ber skattskyldu við.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

skattar hrd.

A

Í Hrd. Hlutabréfakaup reyndi á hvort J hafi verið heimilt að nýta sér skattafrádrátt frá tekjum um hlutabréfakaupa og færa á milli ára næstu fimm árin, sem heimilað hafði verið með lögum þegar hann keypti bréfin. Skattafrádrátturinn hafði hins vegar verið lækkaður með lögum og féllst skattstjóri ekki á þetta sem yfirskattanefnd staðfesti. J höfðaði mál þessu til ógildingar og taldi lögin vera íþynjandi og afturvirk. Meirihluti HR féllst á þetta og taldi lögin ekki falla utan við 77. gr. stjskr. og sagði mikilvægt að fólk gæti treyst því að álagning tekjuskatts sé í samræmi við þær reglur er giltu er tekjanna var aflað. Í sératkvæðum tveggja dómara sagði hins vegar að J hefði ekki getað vænst þess að þetta skattahagræði, sem lögin kváðu á um, héldist um ókomna tíð. Varlega yrði að fara í að binda hendur löggjafans. Töldu þeir því ekki að um afturvirk skattalög væri að ræða.

Í Hrd. erfðafjárskattur I reyndi á hvort erfingjar þyrftu að greiða erfðaskatt en ný lög höfðu verið sett eftir andlát arfleiðanda og var í þeim ákvæði sem felldi eldri lögin úr gildi. Leyfi til einkaskipta á búinu var hins vegar veitt af sýslumanni áður en nýju lögin tóku gildi og fór því eftir þeim. Nýju lögin tóku aðeins til dánarbúa þeirra, er arfleiðandi hafði hafði látist eftir gildistöku þeirra. Því giltu engin lög sem tóku til þessa dánarbús. Meirihluti HR sagði að skv. beinum orðum ákvæðis í nýju lögunum hefðu ekki gilt nein lög um erfðaskatt á ákveðnu tímabili, en á því tímabili var erfðafjárskýrslu skilað og er miðað við þá dagsetningu. Í stjskr. væri skýrt kveðið á um að ekki mætti leggja neinn skatt á með lögum og því þurfti ekki að greiða neinn erfðafjárskatt í þessu tilviki. Í sératkvæði eins dómara sagði hins vegar að skýra bæri lögin þannig að nýju lögin tækju til þeirra tilvika er arfleiðandi lést eftir gildistöku þeirra, en gömlu lögin giltu um þau atvik þar sem arfleiðandi lést fyrir gildistöku nýju laganna.

Í Hrd. erfðafjárskattur II voru aðstæður svipaðar, en arfleiðandi hafði látist rétt fyrir gildistöku nýju laganna sem tóku einungis til þeirra atvika er arfleiðandi hafði látist eftir gildistöku þeirra. Bráðabirgðarákvæði var hins vegar sett í lögin sem kvað á um að fyrri lög skyldu gilda um +kslaust og ótvírætt og í samræmi við hefðbundnar lagaskilareglur og veitti fullnægjandi lagastoð. Vísað var til fyrri dómsins en þar sem erfðafjárskýrslu var skilað inn eftir að bráðabirgðarákvæði var sett á þurfti að greiða erfðafjárskatt.

17
Q

samantekt

A
  • Marklínan milli heimilar og óheimilar afturvirkni er oft óljós og háð atviksbundnu mati
  • Meira svigrúm ef afturvirkni er ívilandi eða lýtur að viðvarandi ástandi sem hófst í tíð eldri laga
  • Minna svigrúm ef afturvirkni er íþyngjandi eða lýtur að því sem lokið er í tíð eldri laga, eða lýtur að SS réttindum
  • Sérstaklega miklar hömlur á íþyngjandi afturvirkni ef um er að ræða refsinu eða skattlagningu.
18
Q
A