Lögjöfnun Flashcards

1
Q

skilgreining

A

Í íslenskum og norrænum rétti hefur lengi verið viðurkennt að dómstólar hafi eftir atvikum heimild til að beita þeirri efnisreglu, sem leidd verður af lagaákvæði með túlkun, um 1) eðlislík eða samkynja tilvik sem ekki falla undir ákvæðið, enda verði talið að 2) aðrar réttarheimildir geti ekki átt við um tilvikið og 3) ljóst þyki að ekki standi mikilvæg lagarök eða meginreglur til þess að um tilvikið sé fjallað í öðrum réttarheimildum og þá einkum í settum lögum. Lögjöfnun er þá að taka lagareglu sem á ekki við um tilvikið en beita henni samt á tilvikið af því þau eru sambærileg en aðeins ef þessi þrjú skilyrði eru til staðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Tilvik verður að vera ólögmæt í rúmri merkingu

A

Tilvik verður að vera ólögmæt í rúmri merkingu, sbr hrd. Skagstrendingur var álitaefnið hvort skilyrði væru til að lögjafna frá ákvæðum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins um ákvörðun útgerðarfélags um að segja starfsmanni upp. Sjómaðurinn A hélt því fram að beita ætti ákvæðum laga um réttindi og skyldur sjómanna ríkisins með lögjöfnun í máli hans. Því var hafnað. Ekki var fullnægt grundvallarskilyrðum lögjöfnunar og því ekki heimild til að beita annarri réttarheimild en þessi lagaákvæði sem til greina kemur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Tilvik verður að vera eðlislíkt eða samkynja

A

Ef lög eru tæmandi um eitthvað tilvik, er ekki ástæða til að beita lögjöfnun. Tilvikið verður að vera eðlislíkt eða samkynja. Meta verður hvort fullnægt sé þessum skilyrðum með því að leggja heildarmat á samhengi lagaákvæðis og þá einkum þau löggjafarsjónarmið sem búa að baki ákvæðinu.

  • hrd. skagastrenduringu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Í hrd. Faðernismál

A

höfðaði X máli á hendur M, búsettum í Póllandi, og krafðist þess að viðurkennt yrði að M væri ekki faðirbarnsins. Málið var rekið samkvæmt ákvæðum barnalaga. Þessum reglum verður ekki beitt með lögjöfnun, enda hafa ákvæðin að geyma undantekningarreglur frá almennum reglum réttarfars um lögsögu dómstóla og varnarþing. Skorti þar af leiðandi heimild til að reka málið hér á landi og því vísað frá dómi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Undantekningarreglur, sérreglur eða reglur um tæmandi talningu

A

Almennt eru ekki forsendur til að beita lögjöfnun frá undantekningarreglum, sérreglum eða reglum um tæmandi talningu. Það eru ákveðin fylgiviðmið sem mæla gegn því, t.d. þegar um er að ræða undantekingarákvæði þá eru þau ekki túlkuð rýmkandi, hvað þá lögjöfnun.
Þó var í hrd. Forkaupsréttur sveitarfélaga hugtakið barn túlkað rúmt, þannig að það ætti einnig við barnabörn, þar sem markmið ákvæðisins var að halda húsum innan fjölskyldna, en var samt um að ræða undantekningarreglu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

ekki mega standa mikilvæg lagarök eða meginreglur í vegi fyrir lögjöfnun

A

Í hrd. Islandia – internet ehf krafðist ríkislögreglustjóri þess að fyrirsvarsmönnum I ehf yrði með úrskurði lýst rétt og skylt á grundvelli laga um meðferð opinberra mála að láta embættinu í té allar þær upplýsingar um hvaða skráður notandi eða notendur höfðu unnið skemmdir á vefsíðu Garðaskóla og Garðalundar. Unnt var að beita lögjöfnun, þannig að til álita geti komið að leggja á varnaraðila skyldu til að veita upplýsingarnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

almennt

A

Stundum er talað um lögjöfnun sem sérstaka aðferð við beitingu settra lagareglu. Lögjöfnun telst ekki beint til lögskýringaraðferða, enda hefur lögskýringarferlið verið leitt til lykta þegar til greina kemur að beita lögjöfnun. Það liggur með öðrum orðum fyrir að tilvik getur ekki fallið undir lagaákvæðið, hvorki skv. Almennri eða rýmkandi lögskýringu. Þegar lögjöfnun er beitt er því ekki lengur verið að túlka textann í lagaákvæðinu. Með lögjöfnun er í raun lagt mat á hvort rök standi til þess að beita þeirri efnisreglu, sem leidd hefur verið af ákvæðinu með lögskýringu, um það tilvik sem til úrlaunsar er. Ekki er hægt að skýra lagaákvæðið rúmt þegar lögjöfnun er beitt, og ef það er engin traust lagaheimild, þá kemur hún til greina. Hún fyllir upp í lagalegt tómarúm. Tilvikin veða að vera eðlislík eða samkynja ef beita á sömu lagareglunni, jafnvel þótt annað þeirra falli ekki innan merkingarfræðilegs ramma og ef það eru ekki mikilvæg lagarök eða meginreglur sem mæla gegn því að lögjafna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Ármann Snævarr

A

Ármann Snævarr lýsir því að með lögjöfnun er fundin ný regla. Hér hefur verið staðreynt, að efni lagaákvæðis samkvæmt viðurkenndum lögskýringaraðferðum nær ekki til þess tilviks sem til álita er, jafnvel þótt það sæti rýmkandi lögskýringu. Lögjöfnun er beiting settrar réttarreglu með tilteknum hætti. Forsenda hennar er skýring á lagaákvæðinu, sem nota á sem grundvöll að þeirri ályktun sem nefnd er lögjöfnun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Munurinn á lögjöfnun og rýmkandi lögskýringu

A

Nauðsynlegt er að gera grein fyrir muninum á rýmkandi lögskýringu og lögjöfnun. Lögjöfnun er tilvik sem fellur ekki undir lagareglur, samt sem áður er lagareglunni beitt um tilvikið sem hún nær ekki til, þar sem tilvikið er samkynja eða eðlislíkt því sem fellur innan ákvæðisins. Þegar lögjöfnun er beitt, er búið að túlka lagaákvæðið, þannig það getur eiginlega ekki verið um að ræða lögskýringaraðferð, heldur er þetta frekar sérstök aðferð til að beita lagaákvæði. Er mikil íhaldssemi þegar lögjöfnun er beitt, þurfa að vera knýjandi rök fyrir því.
Rýmkandi lögskýring hins vegar, er lögskýringaraðferð sem er þáttu í lögskýringu lagaákvæði, þ.e. túlkun þess. Henni er beitt til þess að komast að lokaniðurstöðu um það hvaða efnisregla felst í lagaákvæðinu og hvaða tilvik falla innan ákvæðisins. Ólíkt lögjöfnun þar sem tilvikið fellur í raun ekki innan gildissviðs ákvæðisins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly