Markmiðsskýring Flashcards

1
Q

Markmiðsskýring

A

Með markmiðsskýringu er átt við þá lögskýringaraðferð að túlka lagaákvæði með vísan til markmiða þess. Markmið lagaákvæðis er það lögskýringarsjónarmið sem ljáð er vægi við túlkun ákvæðisins. Öll lagaákvæði stenfa að tilteknu markmiði einu eða fleiri. Því hefur verið haldið framað markmið lagaákvæðis hafi mest vægi við túlkun þess. Ármann Snævarr tók fram að ratio juris væri „front lögskýringarsjónarmið og ogt nefnt aðal (the golden rule) allra lögskýringar. Sumir fræðimenn hafa raunar lagt til grundvallar að markmiðsskýring þess sé eina lögskýringaraðferðin sem rétt sé að nota. Með markmiðsskýringu er leitast við að túlka lagaákvæði þannig að það nái því markmiði sem það stefnir að, sbr hrd. Forkaupsréttur sveitarfélaga þar sem niðurstaða dómsins var að túlka orðið „barn“ á þann hátt að barnabarn félli einnig þar undir með vísan til þess að markmið ákvæðisins væri að forkaupsréttur nyndi ekki virkjast ef að eigandi seldi jörðina til afkomenda sinna.

Almennt ber að afmarka markmið ekki víðtækara en efni standa til, túlkum markmiðið fremur þrengra en viðtækara. Ef um undantekningarreglu er að ræða þá ber að túlka það þröngt þar sem að meginreglur stefna að markmiðinu en undantekningarreglur stefna almennt í aðra átt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Tvíþætt mat

A

Þegar markmið ákvæðis er metið, þá er það mat tvíþætt. Í fyrsta lagi þarf að finna markmið lagaákvæði, og skal þá líta til þeirra heimilda sem viðurkennt er að geti gefið upplýsingar um það. Í öðru lagi þarf, eftir afmörkun á markmiði, að taka afstöðu til þess hvaða vægi skal ljá því, með tilliti til annarra lögskýringarsjónarmiða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Vægi markmiðsskýringar

A

Því almennra og matskenndra sem lagaákvæði er því meiri líkur er á því að markmiðsskýring þess geti haft þýðingu við túlkun þess.
Markmiðsskýring hefur lítið eða ekkert vægi þegar ógerningur er að ráða af fyrirliggjandi heimildum hvert markmiðið sé, sbr hrd. Hafnarstjórn Reyðarfjarðarhrepps þar engar vísbendingar um markmið voru.
Markmiðsskýring kann að hafa lítið vægi á þeim sviðum réttarins þar sem gerðar eru miklar kröfur til skýrleika lagaákvæðs, s.s. á sviði refsiréttar og á öðrum sviðum opinbers réttar. Þetta á fyrst og fremst þegar markmiðsskýring kann að leiða til niðurstöðu sem er einstaklingi eða lögaðila í óhag, sbr hrd. Baugur I.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Heimildir um markmið lagaákvæðis-

A

texti
lögfest markmiðsákvæði
önnur ákvæði í samalagabálki
lögskýringargögn
þjóðaréttarsamningar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Heimildir um markmið lagaákvæðis- Texti

A

Mikilvægasta heimildin um markmið lagaákvæðis er texti þess. sbr. Hrd. varanlegt fóstur þar sem HR vísaði einungis í texta lagaákvæðisins þegar deilt var um hvert markmið þess væri. Ef það er talið ljóst af textaskýringu að lagaákvæði ætlar að ná tilteknu markmið má almennt segja að vægi annarra heimilda minnka að sama skapi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Heimildir um markmið lagaákvæðis- lögfest markmiðsákvæði

A

Markmið getur einnig komið skýrt fram með lögfestu markmiðsákvæðum en í upphafi laga er stundum fjallað um hvert markmiðið með löggjöfinni sé, sbr hrd. Kirkjugarðar Reykjavíkur þar sem HR vísaði til markmiðsákvæða samkeppnislaga og taldi að samkeppnisyfirvöld höfðu víðtækar heimildir til þess að fylgja þessu markmiði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Heimildir um markmið lagaákvæðis- önnur ákvæði

A

Markmið getur einnig komið fram í öðrum ákvæðum í sama lagabálki, sbr hrd. Hávöxtunarfélagið hf

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Heimildir um markmið lagaákvæðis- lögskýringargögn

A

Markmiði getur einnig komið fram í lögksýringargögnum en hafa ber í huga að ályktun um markmið lagaákvæðis sem dregin er af lögskýringargögnum getur ekki réttlætt að ákvæði sé gefin merking sem lagatextinn ber ekki

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Heimildir um markmið lagaákvæðis- þjóðaréttarsamningar

A

Þjóðarréttarsamningar geta einnig gefið vísbendingar um markmið ákvæðisins, sbr hrd. Blindur nemandi við Hí þar sem MSE var talinn hafa verulega þýðingu við túlkun lagaákvæðisins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly