Mat á fordæmum - SL Flashcards

1
Q

Vægi fordæmis

A

Því er ekki á einn veg farið hversu þungt fordæmi vega þegar meta skal hvert svigrúm er til að víkja frá því. Ýmislegt kemur til skoðunar er vega á og meta hvort halda beri fast í fordæmi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvaðan stafar fordæmið?

A

Um það er ekki deilt að dómar Hæstaréttar vega þyngst sem fordæmi. Þetta á einnig við Félagsdóm á því sviði þar sem hann hefur lögsögu, enda ekki öðrum dómstólum til að dreifa.. Dómar hérasðdómstóla geta einnig skipt máli og verið mikilvæg fordæmi í málum sem hefur ekki verið áfrýjað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Aldur fordæmis

A

Eftir því sem fordæmi verður eldra því meira dregur úr gildi þess. .Varanlegt gildi fordæmis ræðst mjög af því á hvaða sviði það er. Fordæmi sem felur í sér staðfestingu á grundvallarreglu á sviði stjórnskipunarréttar eða fjármunaréttar getur haft gildi lengi ef löggjöf helst stöðug. Á sviðum þar sem tæknibreytingar eru örar eða afstaða manna breytileg kunna fordæmi að gefa takmarkað eða jafnvel ekkert gildi. Ekki ber oft við að vísað sé til gamalla fordæma til stuðnings niðurstöðu en þó hefur það gerst sbr, Hrd. ökuleyfissvipting

Ökuleyfissvipting – S ók undir áhrifum og án ökuréttinda. HR vísaði til 55 ára gamals dóms og síðari dómaframkvæmdar. Ekki var hægt að svipta S ökuréttindum og ekki taldist vera fullnægjandi heimild fyrir hendi til að svipta hann heimild til að fá það í framtíðinni.

Einnig eru til dæmi þar sem vísað sé í ný fordæmi, sbr hrd. Slys við bygginarvinnu
Slys við byggingarvinnu – E slasaðist við byggingarvinnu og var D dæmdur til að greiða honum skaðabætur, sem krafði Ö um endurgreiðslu þeirra. Í sératkvæði var vísað til dóms sem kveðinn var upp fyrr sama dag.

Niðurstaðan verður þá sú að tiltölulega ný fordæmi hafa mest gildi og líklegt að dómstólar forðist hvað mest að víkja frá þeim, en ætla má að hvorki löggjöfin né almenn viðhorf hafi breyst frá því að fordæmið féll.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hversu mörg fordæmi eru

A

Gamall dómur getur hafa orðið upphaf fastrar dómvenju og undirstaða mikilvægrar reglu, þannig að ekki er lengur vísað í fordæmið heldur regluna, t.d. reglan um atvinnuveytendaábyrgð. Því fleiri sem dómar eru því víðtækari áhrif hafa þeir og mun líklegra er að þeir séu á gildum rökum reistir. Það veitir vísbendingu um að þorri dómara fallist á þær röksemdir sem þeir eru reistir á og það gefur þeim aukið vægi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Orðalag í dómi

A

Ef almenn regla er orðuð í dómi án beinnar skírskotunar til þess máls sem verið er að dæma vegur hann þyngra sem fordæmi en ella. Orðalag Hrd. Frami þar sem leigubílstjóri var skyldaður til að vera í Frama. Dómurinn fól í sér hvernig túlka ætti 73. gr. stjskr. og hefur almennt fordæmisgildi óháð málinu sem dæmt var í, sem og almenna yfirlýsingu um það hvernig beri að túlka lagaákvæði sem takmarka mannréttindi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Fjöldi dómara í máli

A

Fyrsti HR.dómur sem skipaður var 7 dómurum var vaxtafótur I. Ekki leikur vafi á því að Hrd. sem skipaður er 7 dómurum vegur þyngra en héraðsdómur skipaður 3. Í flestum tilfellum hefur málefni verið á sviði stjórnskipunarréttar þegar heimildinni um fjölskipaðan HR hefur verið beitt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Sératkvæði

A

Sératkvæði draga úr vægi dóma sem fordæmi. Fjöldi sératkvæða skiptir ekki öllu máli heldur hvers eðlis ágreiningurinn er, ef hann lýtur að sjálfri niðurstöðunni og grundvallarafstöðu veikir það dóminn en ef hann lýtur að rökstuðningnum sjálfum þá skiptir það minna máli. Loks ber að líta á það hvernig dómurinn skiptist.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Á hvað sviði er fordæmi

A

Ef fordæmi snertir marga þjóðfélagsþegna eru meiri vandkvæði að víkja frá því; svigrúm til að víkja frá fordæmum ræðst því mjög af því á hvaða sviði fordæmið er. Á sviði skattheimtu, sem snertir langflesta og lagabreytingar eru tíðar, úreldast fordæmi tiltölulega fljótt þannig að dómstólar hafa lítið svigrúm til að hverfa frá fyrri ákvörðunum. Ef fordæmi lýtur að grundvallarreglum skattamálefna halda þau oftast gildi sínu þó löggjöf breytist. Svipað er með málefni á sviði stjórnsýslu en þar breytist löggjöf auk þess sem síbreytilegar reglugerðir eru fyrirferðarmiklar réttarheimildir. Því er hætta á að fordæmi úreldist fljótt. Frávik á grundvallarreglum um stjórnsýsluhætti eru óheppileg enda raska þau nauðsynlega festu í stjórnsýslu. Á sviði vinnumarkaðar mótast samskipti aðila mjög af fordæmum Félagsdóms. Félagsdómur dæmir í málum sem rísa út af kærum á brotum á vinnumarkaði. Reikul dómaframkvæmd væri vís vegur til að valda ólgu á vinnumarkaði. Fordæmi sem fela í sér ívilnun til þjóðfélagsþegna er erfitt að víkja frá, þar sem létt er á skyldum og þegnkvöðum svo sem skattskyldu o.fl. Sérstaklega er það erfitt er refsiákvæði hafa verið túlkuð sakborningi í hag. Sé dómur á sérhæfðu sviði og snertir einungis málsaðila er mun meira svigrúm til frávika.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly