Mat á því hvort fylgja beri fordæmum – Skúli Magg Flashcards

1
Q

inngangur

A

Fordæmi er að vissu leyti talið bindandi í íslenskri réttarframkvæmd. Ekki er þó alltaf hægt að horfa til þeirra vegna misvíðtækrar túlkunar þeirra, þröng túlkun fordæmis getur haft sömu afleiðingar og höfnun þess, þ.e. fordæmisgildi ræðst af því hver „rúmt” fordæmi er. Stundum er fordæmi beinlínis hafnað, ekki talið tækt að leggja það til grundvallar eða önnur atriði vega þyngra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Fordæmi reist á vanþekkingu á lögum

A

Ef fordæmi er reist á vanþekkingu á lögum eða mistökum getur því verið hafnað sem fordæmi í síðara máli – per incuriam, vegna vanrækslu. Hér er um að ræða úrlausnir þar sem dómurum hefur yfirsést lagaákvæði eða önnur almennt viðurkennd réttarregla, þ.e. dómur er bersýnilega rangur út frá lagalegu sjónarmiði. Þetta á ekki við ef dómari hefur tekið afstöðu til ákveðinna álitaefna með umdeilanlegum hætti. Þetta er sjaldgæft í íslenskum rétti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Fordæmi er gamalt og aðstæður hafa breyst

A

Því eldri sem fordæmi eru því frekar geta þau talist úreld v. breyttra aðstæðna, sbr. þegar lög falla niður fyrir fyrningu, samræmast ekki ríkjandi réttarhugmyndum. Aðstæður sem fordæmisregla var miðuð við geta breyst, dómar HR eru þó ekki ýkja gamlir og því ólíklegt að þessari reglu sé beitt, sbr. þó Hrd. aðskilnaðardómur III þar sem vikið var frá fordæmum um aðskilnað umboðs- og dómsvalds í héraði vegna „breyttra aðstæðna”, m.a. í samgögnum. Þetta má gagnrýna, aðstæður höfðu varla breyst mikið árið 1990 frá því 1985 og 87. Dómstólar þurfa að sýna varkárni við að hnekkja fordæmum með vísan til breyttra ástæðna. Það er í höndum löggjafans að breyta lögum í samræmi við breyttar aðstæður, það getur verið eðlilegt tilefni til lagabreytingar án þess að það heimili dómstólum að víkja frá fordæmum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Fordæmi hefur ekki verið ítrekað

A

Sé fordæmi ítrekað oft myndast dómvenja, þ.e. regla á niðurstöðu dómara um tiltekið réttaratriði sem þeim ber að haga niðurstöðum sínum eftir. Dómvenja er venja um hvernig beita á réttarheimildum og leysa úr dómsmálum. Erfiðara er að víkja frá dómvenju en einstöku fordæmi en af dómaframkvæmd má þó ráða að dómvenjur geta orðið fyrir breytingum á dómaframkvæmd. Skv. hinni lagalegu aðferð er fordæmi áreiðanlegra eftir því sem það er ítrekað oftar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Fordæmi reist á niðurstöðu klofins dóms

A

Ef dómar HR hafa fordæmisgildi ættu dómarar, sem skiluðu sérátliti í dómsmáli sem verður að fordæmi, að fara eftir því í seinna máli, s.s. gegn eigin dómi í því máli. Séu dómarar hins vegar óbundnir af fordæmum, þar sem þeir hafa lent í minnihluta, er heldur engin ástæða fyrir aðra að fara að því fordæmi. Fordæmi felur því ekki í sér bindandi lagareglu, hvorki fyrir hæstaréttardómara né aðra. Þar sem 7 dómarar sitja í Hæstarétti er líka ólíklegt að sama niðurstaða fáist, t.d. þegar dómur er byggður á atkvæðum þriggja dómara gegn sératkvæði tveggja. Af dómaframkvæmd má ráða að rétturinn heldur ekki endalaust fast við þær skoðanir sem hafa orðið undir í úrlausnum réttarins. Hrd. lyfjaverslun ríkisins þar sem deilt var um hvort starfsmanni hefði verið boðin sambærilegt starf LÍ hf. þegar LR var lögð niður og stofnast hefði til biðlaunaréttar. Í fyrri dómum, Hrd. Fiskfélag Íslands og Síldarverksmiðjur ríkisins, hafði reynt á sambærilegt álitaefni og hafði þá verið talið að staða yrði ekki talin sambærileg þeirri fyrri, ef henni fylgdu ekki hin sérstöku réttindi sem starfsmaður naut áður. Í því máli skilaði einn dómari séráliti og vildi takmarka biðlaunin en HR fylgdi þessu fordæmi og taldi stöðuna ekki vera sambærilega. Sá sem skilaði áður sératkvæði fylgdi nú meirihluta á grundvelli þess að meirihluti hefði ekki fallist á sératkvæði hans áður, hann lagði því fordæmi til grundvallar sem hann var ósammála er dómur féll.
Ljóst er að dómarar hafa misjafnar skoðanir um bindandi gildi fordæma, sbr. dómi að ofan. Fordæmisgildi dóms, þar sem dómur klofnaði, er augljóslega minna en ella en hefur þó, skv. hinni lagalegu aðferð, eitthvert gildi. Fylgisemi við fordæmi er því til þess fallin að skýra réttinn og auka á réttaröryggið. Sé ekki fallist á réttarheimildalegt gildi fordæma verður óljóst hvaða reglur gilda um tilvik, sér í lagi ef HR fer eftir fordæmum en aðrir ekki, og grefur það undan réttaröryggi og gildi laga í samfélaginu.
Í Hrd. Vatneyrarmál var niðurstaða reist á meirihluta fjögurra dómara sem og sératkvæði eins sem vildi staðfesta niðurstöðuna með öðrum rökstuðningi. Því er viss óvissa til staðar um stöðu þessara mála. Dómur sem þrír dómarar standa að og skila allir sératkvæði með mismunandi röksemdum fyrir sömu niðurstöðu getur ekki verið fordæmi þar sem engar ákvörðunarástæður eru til staðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Misvísandi fordæmi

A

Ef tvö fordæmi gefa misvísandi niðurstöðu er annað yfirleitt yngra og gengur þá framar hinu eldra skv. almennum túlkunarreglum. Þetta á við þegar eldra fordæmi hefur verið hafnað berum orðum í yngri dómsúrlausn af einhverjum ástæðum. Fordæmi geta þó verið ósamræmanleg án þess að unnt sé að líta svo á að í síðara máli hafi fordæmisgildi eldri dóms verið hafnað. Þá þarf að túlka fordæmi nánar til að komast að niðurstöðu, mögulega var horft til atriða í öðrum dóminum sem ekki var horft til í hinum o.s.frv. Ef tvö jafngild fordæmi gefa hins vegar sömu niðurstöðuna hafa þau ekkert fordæmisgilri, og er þá farið með mál líkt og ekkert fordæmi væri til staðar.

Hæstiréttur Íslands skiptist í A- og B-deild. Forseti réttarins skiptir málum þannig milli deildanna að ólíklegt sé að þær fáist við samskonar mál svo minni líkur séu á misvísandi fordæmum. Ekki er að finna neitt um þessa úthlutun mála í settum lögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Fordæmi er lagalega rangt eða óeðlilegt

A

Ekki á að hafa áhrif á fordæmi hvort dómari, sem dæmir í nýju máli, hefði dæmt á annan veg ef hann hefði dæmt í hinu fordæmisgefandi máli. Séu fordæmi réttarheimildir á mat dómara á því hvort niðurstaða þess sé æskileg ekki að hafa þýðingu. Ef fordæmi væri ávallt metið út frá því sem er „eðlilegt” eða „lagalega rétt” væri gildi fordæma ekkert.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Dómaframkvæmd um „lagalega röng” eða „óeðlileg” fordæmi

A

Dómar þar sem fordæmi, talin „röng” eða „óeðlileg”, er ekki fylgt, heyra til undantekninga. Einnig er oft hlaðið upp rökum gegn fordæmum ef ekki á að fylgja þeim. Ljóst er því að mikið þarf að koma til svo vikið sé frá fordæmi. Dómaframkvæmd gefur takmarkaðar leiðbeiningar um þetta og fyrst og fremst verður því að styðjast við almenn rök laganna og hinnar lagalegu aðferðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

„Lagalega röng” eða „óeðlileg” fordæmi og rök réttarins

A

Almenn rök réttarins standa til þess að dómstólar, HR þ.á.m., fari að fordæmum HR. Er þetta til þess fallið að styrkja gildi laganna gagnvart samfélaginu. Þar sem fordæmum er fylgt eru lög og réttarkerfi betra en þar sem það er ekki gert. Dómar þar sem vikið er frá fordæmum, með vísan til þess að þau séu röng eða óeðlileg, verða því að teljast lagalega rangir, þrátt fyrir að þeir feli í sér bindandi réttarreglu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Misalvarleg frávik frá fordæmum

A

Stundum víkur HR frá fordæmum án þess að næg efni séu til þess. Þegar brot varðar refsingu eða annað íþyngjandi hníga rök í þá átt að lögin séu eins skýr og lagaleg niðurstaða eins fyrirsjáanleg og kostur er. Almenn leiðbeiningarregla: frávik frá fordæmum eigi aldrei að hafa í för með sér að manni sé refsað sem ella hefði ekki verið refsað, eða að annars konar viðurlög vegna brots á reglu séu þyngd. Sést í dómaframkvæmd að þessu er fylgt. Oft er talað um að málum fækki ef fordæmum er fylgt. Þetta er þó eitthvað sem á að vera aukaatriði, dómarar eiga að fara að lögum en ekki eftir því sem fækkar dómsmálum. Þetta má því kalla „aukaafurð” fordæmisréttarins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvernig á að standa að fráviki frá fordæmi

A

Frávik frá fordæmum valda vandkvæðum frá réttarfarslegu sjónarmiði. Ef fordæmi eru lögð til grundvallar lagalegri niðurstöðu má gera ráð fyrir því að til þeirra sé vísað fyrir dómstólum og málflutningur á þeim byggður. Almennt er því gert ráð fyrir að HR fylgi fordæmum og ef dómstóll, einkum HR, telur hugsanlega rétt að víkja frá fordæmu sem er mikilv. þáttur í málatilbúnaði aðila, er eðlilegt að aðili geti fært rök sín fyrir því að fylgja beri fordæminu. Er dómur er skipaður sjö dómurum er hugsanlegt að HR ætli að endurskoða dómaframkvæmd sína

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly