Meginreglur laga sem löskýringarsjónarmið Flashcards

1
Q

Meginreglur laga sem lögskýringarsjónarmið

A

Vægi meginreglna er jafnan mikið í lögskýringu. Líkur eru á því að lagaákvæði samrýmist þeim sjónarmiðum sem leidd verða af meginreglu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hugtakið meginregla – þrjártegundir

A

Samkvæmt RRS hefur hugtakið meginreglna þríþætta merkingu. Í fyrsta lagi feli það í sér þá hefðbundnu merkingu að um sé að ræða reglu, jafnan óskráða, sem hefur sjálfstætt réttarheimildalegt gildi. Í öðru lagi taki það til meginreglu sem hefur ekki sjálfstætt réttarheimildalegt gildi. Þá er það fyrst og fremst almennar viðmiðanir eða stefnumið sem endurspeglast í þeim grundvallarsjónarmiðum er búa að baki tilteknu löggjafarsviði eða jafnvel í réttarkerfinu í heild sinni. Í þriðja lagi falli undir hugtakið meginreglu á sviði lögskýringarfræði tilteknar líkindareglur sem ganga út frá því að túlka verði lagaákvæði til samræmis við ákveðin grunnsjónarmið í réttarkerfinu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Óskráðar meginreglur sem hafa sjálfstætt réttarheimildalegt gildi

A

Í íslenskri réttarheimildarfræði er lagt til grundvallar að meginreglur séu ein tegund réttarheimilda, þ.e. sjálfstæð heimild um efnisreglur sem hefur binandi gildi
Þær eru gjarnan nefndar meginreglur laga en orðin grundvallarregla eða almenn regla eru stundum einnig notuð um reglur af þessu tagi. Sem dæmi má nefna óskráðar meginreglur á sviði ríkisréttar, t.d. jafnræðisregluna, meðalhófsreglan og réttmætisreglan. Meginreglur í skaðabótarétti og réttarfari má nefna almennu skaðabótaregluna, regluna um húsbóndaábyrgð og meginregluna um uppgjör skaðabóta, osfrv. Meginreglur laga eru einkum mótaðar í störfum dómstóla, úrlausnum annarra úrskurðaraðila um lögfræðileg ágreiningsmál, s.s. í stjórnsýsluframkvæmd. Þessar meginreglur eru sjálfstæðar réttarheimildir í merkingu réttarheimildafræðinnar. Þær hafa einnig talsverða þýðingu sem lögskýringarsjónarmið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Óskráðar meginreglur sem ekki hafa sjálfstætt réttarheimildarlegt gildi

A

RRS skiptir þessum reglum í 2 þætti. Annars vegar almennar viðmiðanir, um þá stefnumörkun, þau markmið eða grundvallarsjónarmið, sem ríkjandi eru á tilteknu sviði innan lögfræðinar eða jafnvel í réttarkerfinu í heild sinni. Hins vegar í almenn lagasjónarmið, dæmi um það er t.d meginreglan að ávallt skuli hafa hag barns í fyrirrúmi, skýra lagaheimild þarf til að íþyngjandi ákvarðana stjórnvalda og refsingar skuli hafa almenn og sérstök varnaðaráhrif.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Skráðar og óskráðar meginreglur – meginreglur sem sjálfstæðar réttarheimildir

A

Þegar horft er til réttarframkvæmdar verður ekki séð að gerður sé greinarmunur á gildi og vægi meginreglna sem lögskýringarsjónarmið eftir því hvort þær séu skráðar í settum lögum eða óskráðar
o Óskráðar hafa einar sjálfstætt réttarheimildalegt gildi
o Skráðar (lögfestar) meginreglur koma fram í settum lögum (eða eru leiddar af ákvæðum settra laga) og sækja því réttarheimildalegt gildi sitt til þeirrar réttarheimildar

Sumar meginreglur geta fallið í báðaflokka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Þýðing meginreglna laga

A

Meginreglur laga koma til skoðunar við ytra samhengi lagaákvæðisins. Við mat á MRL getum við dregið ályktanir sem hafa þýðingu fyrir afmörkun á merkingu lagaákvæðis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Breytilegt vægi meginreglna

A

Vægi meginreglna í löskýringu kann að vera breytilegt. Stundum erfitt að greina hvort vísað er til skráða eða óskráðra meginreglna sem hafa sjálfstætt réttarheimildalegt gildi. Lagaákvæði er túlkað þröngt þar sem annar túlkunarkostur fæli í sér frávik frá meginreglu, sbr hrd. Hekla hf. Þar sem reyndi á hvort lagaákvæði um tekjuskatt og eignaskatt yrði túlkað þannig að það fæli í sér frávik frá meginreglu kröfuréttar um að heimilt sé að krefjast dráttarvaxta við endurheimtu ofgreidds fjár frá þeim tímasem mánuður er liðinn eftir að krafa hefur sannanlega verið gerð um endurgreiðslu. Hér var lagaákvæðið túlkað þröngt þar sem það víkur frá MRL.

Ef meginregla er talin búa að baki lagaákvæði þá leiðir það almennt til þess að túlkað sé á grundvelli almennrar eða rýmkandi lögskýringar, sbr. Hrd. Uppgjör skaðabóta þar sem reyndi á túlkun þágildandi skaðabótalaga. Samkvæmt ákvæðinu skyldi draga frá skaðabótum vegna tímabundins atvinnutjóns dagpeninga og aðrar bætur frá opinberum trygginum fyrir slík tjón, svo og sambærilegar greiðslur, sem tjónþoli hafði fengið vegna þess að hann væri ekki fullvinnufær. HR felldi tilvik tjónþola undir lagaákvæði því það var reist á þeirri óskráðu meginreglu að tjónþoli ætti ekki rétt á hærri bótum en svöruðu raunverulegu fjártjóni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly