Réttarríkið Raz Flashcards

1
Q

Joseph Raz

A

Joseph Rax er einn þeirra sem glímt hafa við nánara inntak réttarríkishugtaksins. Hann telur að margir fræðimenn hafi gefið réttarríkishugtakinu alltof víðtæk og gildishlaðna merkingu. Samkvæmt Raz er réttarríkið reist á tveimur hugmyndum: 1) Að þjóðfélög skuli vera lögbundin og að borgarnir, þar með talið þeir sem hafa með höndum opinbert vald, skuli fylgja lögum. 2) Réttarríkið sé reist á þeirri hugmynd að lög samfélagsins séu þannig úr garði gerð að þau geri gert það sem þeim er æltað, þ.e. að hafa áhrif á athafnir fólks. Raz einbeittir sér að seinni grundvallarhugmyndinni, en út frá henni má svo leiða nokkrar meginreglur sem sérhvert ríki verður að halda í heiðri til þess að unnt sé að ræða um það sem réttarríki. Raz útlistar átta slíkar meginreglur en tekur fram að listinn sé ekki tæmandi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Til þess að geta sinnt þessu hlutverki sínu (að hafa skilvirk áhrif á hegðun fólks þurfa lögin að vera: 8

A
  1. Lögin þurfa að vera framvirk, aðgengileg og skýr : Borgararnir geta ekki fylgt lögum sem segja þeim að gera eitthvað í gær. Borgararnir verða að geta kynnt sér efni laganna til þess að geta fylgt þeim og óskýr lagaákvæði eru augljóslega til þess fallin að valda erfiðleikum í þessu sambandi.
  2. Lögin þurfa að vera tiltölulega stöðug: Það er illmögulegt að átta sig á gildandi rétti og skipuleggja athafnir sínar með réttarstöðu sína í huga ef lögunum er breytt í sífellu. Það eru ekki aðeins athafnir okkar og áætlanir til skamms tíma sem gera ráð fyrir stöðugleika í þessu sambandi. Meira að segja langtímaáætlanir okkar, s.s. í viðskiptum, gera gjarnan ráð fyrir því að ýmsar grundvallarreglur réttarkerfisins haldist óbreyttar, jafnvel áratugum saman.
  3. Setning nákvæmra og sértækra lagafyrirmæla verður að vera byggð á aðgengilegum stöðugum, skýrum og almennum reglum: Hér má taka dæmi um reglugerðir sem eiga sér ekki lagastoð. Í flestum réttarkerfum hafa ýmsar aðrar stofnanir en löggjafinn vald til þess að gefa lagaleg fyrirmæli, t.d. handhafar stjórnsýsluvalds og dómsvalds. Beinast þessi lagalegu fyrirmæli gjarnan að tilteknum aðstæðum og jafnvel nafngreindum aðilum. Við fyrstu sýn virðast slík lagafyrirmæli í beinni andstöðu við hugmyndir okkar um réttarríkið en séu slík fyrirmæli gefin á grundvelli aðgengilegra, stöðugra, skýrra og almennra reglna, og ef þau rúmast innan þess ramma sem almennu reglurnar mæla fyrir um, er óþarfi að hafa áhyggjur af þessum nauðsynlega þætti í hverju réttarkerfi.
  4. Sjálstæði dómstóla verður að vera tryggt: Það er lítil hjálp í aðgengulegum, framvirkum og skýrum lögum ef ekki er svo hægt að treysta því að þeim sé framfylgt þegar látið er reyna á þau. Þar sem dómstólarnir eiga lokaorðin um það hver sé hinn gildandi réttur og hvernig leysa skuli úr lagaþrætum sem rísa í samfélagi er nauðsynlegt að hægt sé að treysta því að dómstólar láti stjórnast af efni laganna en ekki persónulegum skoðunum sínum eða annarra sem áhrif geta haft á þá. Reglur sem tryggja sjálfstæði dómstólanna auka líkurnar á því að dómarar muni standa undir því trausti. (hægt að vísa í aðskilnaðardóm þar sem ekki er greint á milli framkv.valds og dómsvalds)
  5. Grunnreglur réttlátrar málsmeðferðar verður að virða: Opin réttarhöld, hlutlægni, o.s.frv. eru mikilvægar forsendur þess að lögum sé réttilega framfylgt.
  6. Dómstólar þurfa að gæta þess að aðrar meginreglur séu virtar: Raz er hér ekki að halda því fram að réttarríkið krefjist þess að dómstólar fari t.d. með endurskoðunarvald með stjórnskipulegu gildi almennra laga. Hann á einungis við að það komi í hlut dómstóla að tryggja að lög og stjórnvaldsathafnir samræmist meginreglum réttarríkisins.
  7. Dómstólarnir verða að vera aðgengilegir borgurunum: tafir, kostnaður o.s.frv. getur leitt til þess að stór hluti þjóðfélagsins hefur engan raunverulegan kost á að nýta sér dómskerfið.
  8. Mat saksóknara og lögreglu má ekki spilla lögum: Saksóknarar verða oft að taka erfiðar og matskenndar ákvarðanir um hvert forsendur séu til að hefja saksókn eða ekki. Með sama hætti þarf lögregla að skipuleggja starfsemi sína og forgangsraða takmörkuðu fjármagni og starfskröftum. Slíkar stofnanir mega hins vegar ekki eftir geðþótta ákveða að saksækja ekki fyrir ákveðna gæpi eða sleppa ávallt vissum glæpamönnum og misbeita þannig lögunum.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

meginreglurnar

A

Þessar meginreglur er hægt að uppfylla misvel, lög eru t.d. misaðgengileg og misstöðug. Meginreglan um stöðugleika t.d. er einmitt meginregla (e. principle) sem túlka þarf og meta hverju sinni. Stundum skapast þær aðstæður að eðlilegt sé og rétt að gera breytingar á tiltölulega nýjum lögum. Markmiðum réttarríkisins verður ekki best náð með því eindaldlega að hámarka fylgispekt við hverja og eina meginreglu. Finna þarf jafnvægi sem þjónar þeirri grundvallarhugmynd réttarríkisins að lögin séu fær um að hafa skilvirk áhrif á hegðun borgaranna. Hámarks fylgispekt við kröfuna um stöðugleika myndi leiða til þess að að lögum, sem hafa verið sett, yrði aldrei breytt. Gott dæmi eru umferðarlögin og hvernig ástandið væri ef þeim hefði ekki verið breytt síðan fyrstu lög um umferð hestvagna voru sett.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

2 einkenni réttarríkisins

A

Raz nefnir 2 einkenni réttarríkisins, annars vegar að meginreglur eru ekki svart/hvítar. Það gæti verið að ríki A og B fullnægi skilyrðunum að mismiklu marki en samt talist réttarríki. Sumar meginreglur afdráttarlausar t.d. eru reglur ekki annað hvort afturvirk eða ekki. En þau geta verið misaðgengileg, misskýr osfrv. Hins vegar nefnir hann að markmiðið er ekki að hámarka fylgispekt við hverja og eina meginreglu heldur að finna ákveðið jafnvægi til þess að í heildina uppfylla grunnskilyrði réttarríkis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

ályktun Raz um mikilvægi réttarríkisins

A

Þótt kröfur réttarríkisins komi ekki í veg fyrir að löggjafinn setji lög sem reist eru á annarlegum sjónarmiðum, jafnvel geðþótta valdhafanna, koma þær í veg fyrir að slíkar geðþóttaákvaðarnir birtist með ákveðnum og sérstaklega skaðlegum hætti. Þannig er valdhöfunum í réttarríki ómögulegt að breyta lögnunum afturvirkt og að sama skapi er borgurunum veitt vörn gegn geðþótta ákvörðunum dómara. Í öðru lagi verndar Réttarríkið frelsi fólks í þeim skilningi að það eykur möguleika þess til að velja á milli mismundani kosta og skipuleggja líf sitt eftir eigin höfði, með þeim takmörkunum sem lögin gera. Í þriðja lagi er fylgispekt við réttarríkið er svo nauðsynleg forsenda þess að stjórnvöld komi fram við borgarna sem sjálfstæða og sjálfráða einstaklinga. Samkvæmt réttarríkishugmynd raz er ekkert því til fyrirstöðu að ömurlegustu alræðisríki uppfylli framangreindar kröfu réttarríkisins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Neikvætt gildi réttarríkis / beitti hnífurinn

A

Í fyrsta lagi leiði fylgispekt við kröfur réttararíkisins aðeins til góðs að komist er hjá ákveðnum ókostum eða göllum sem stafa af lögunum þannig ef við værum ekki með nein lög þá þyrftum við ekki þessar kröfur réttarins.
Raz lýsir takmörkuðu gildi réttarríkisins við beittan hníf. Samkvæmt kenningu hans er virðing við kröfur réttarríkis nauðsynleg til þess að lög eigi að ná tilgangi sínum, hvort sem þau eru efnislega góð eða slæm. Ná semsagt þeim tilgangi að hafa áhrif á háttsemi borgaranna. Réttarríkið er aðeins tæki, beittur hnífur, til þjónustu reiðubúið fyrir þá sem þurfa á lögunum að halda.

Raz líkti réttarríkinu við beittan hníf, virðing fyrir kröfu réttarríkisins væri nauðsynleg ef lögin eiga að ná tilgangi sínum hvort sem þau eru efnislega góð eða slæm. Rétt eins og allir sem þurfa á hníf að halda vilja að hnífurinn sé beittur vilja allir þeir sem hyggjast hafa áhrif á hegðun annarra með lögum að lögin nái tilgangi sínum á skilvirkan hátt. Réttarríkið er aðeins tæki, beittur hnífur, til þjónustu reiðubúinn fyrir þá sem þurfa á lögunum að halda. Þessu er hafnað í bókinni því alræðisríki eru þá réttarríki. Likingin er villandi þar sem gildi réttarríkisins er neikvætt í þeim skilningi að það ver okkur aðins gegn ók

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

HRD - sem eiga við

A

Hrd. Fjárhagsráð
Menn ákærðir fyrir að hafa reist vegg, sem þeir máttu ekki reisa skv. óbirtri auglýsingu. Þar sem mennirnir vissu af auglýsingunni, sem þeir játuðu við rannsókn málsins, voru þeir dæmdir til greiðslu sektar. Dómurinn felur í sér ótvíræða undantekningu frá þeirri reglu að óbirtum lögum verði ekki beitt gegn borgurunum.

Hrd. mjólkursala
Kaupfélaginu á Ólafsfirði var veitt sérleifi fyrir sölu mjólkur á mjólkursvæðinu, skv. ákvörðun framleiðsluráðs sem var ekki birt, og var eigendum verslunar synjað um að kaupa mjólk af kaupf. til sölu og keyptu því mjólk frá Akureyri til sölu. Eigendur verslunarinnar voru sýknaðir þrátt fyrir að ljóst lægi fyrir að þeir vissu af ákvörðun framleiðsluráðs. Í sératkvæði eins dómara sagði að allir þeir sem vita þyrftu af ákvörðuninni vissu af henni og ætti því að sakfella eigendurna.

Hrd. skyldusparnaður
Afturvirk og íþyngjandi skattalög töldust standast, m.a. vegna þess að það lægi í „eðli laga að þau eru oft afturvirk”. Fordæmisgildi dómsins var þó afnumið með stjórnskipunarlögum ’95.

Hrd. Öryrkjadómur II
Löggjafinn setti hér lög með afturvirkum hætti, sem kvað á um greiðslu, sem nam hluta þeirrar kröfu sem Hæstiréttur dæmdi þeim í fyrri Öryrkjadómi. Lögin töldust afturvirk og íþyngjandi og stóðust því ekki stjórnarskrá.

Hrd. arnarvarp í Miðhúsaeyjum
Maður var ákærður fyrir að raska „lífsvæði” arna en refsiákvæði var ekki talið nægilega skýrt, m.a. þar sem hugtakið var ekki skilgreint nánar í lögunum. Maðurinn var því sýknaður á grundvelli meginreglunnar um skýrleika

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly