Réttarsaga Flashcards

1
Q

Megineinkenni stjórnskipunar germanskra þjóða

A

Víkingaöld er viðburðaríkt tímabil í sögu Norðurlandaþjóða
- Hún er talin hefjast um 800 og henni lýkur um 1050

Byggðir norræna manna á eylöndum Norður – Atlantshafsins – Færeyjum, Íslandi og Grænlandi – höfðu nokkra sérstöðu
- Þar var efnt til þinghalds fljótlega eftir að landnám hófst, en þjóðhöfðingjavaldi hins vegar hafnað
- Löndin voru að mestu óhult fyrir meiri háttar árásum, og því ekki þörf á því miðstjórnarcaldi sem nauðsynlegt var í ófriði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Landnám Íslands

A

Landnám íslands er einn þáttur í hinum miklum þjóðflutningum víkingaaldar

Íslenskar heimildir nefna raunar ofríki Haralds konungs hárfagra sem aðalástæðu landnámsins
1. Hann setti sér það mark að leggja undir sig allan Noreg og hrukku margir andstæðingar hans úr landi vestur um haf og til Íslands. En þessi skýring er ekki einhlít

Ætla má að Landnámsmenn Íslands hafi flestir verið friðsamir menn í leit að betri lífskjörum
1. Landnámið er talið hefjast um 870 og því lýkur um 930 með stofnun allsherjarríkis

Landnám Íslands og annarra eylanda í útnorðri, Grænlands og Færeyja, marka að sjálfu sér engin þáttaskil í veraldarsögunni, en er þó athyglisvert í þrenns skonar skilningi
1. Sigldu sæfara svo að vitað sé með öruggri vissu um Norður – Atlantshafið, þannig að stefnt skyldi að ákveðnu marki. Þetta hafði ekki verið gert fyrr svo öruggt verði talið og ekki er betur vitað en að þetta séu fyrstu skipulegar úthafssiglingar sem traustar heimildir eru um
2. Þá stefndu þessir þjóðflutningar í norður átt sem telst fremur óvenjulegt, enda langtíðast að þjóðir á norðurslóðum af sama kynstofni og Íslendingar leiti suður á bóginn úr hrjóstugri löndum og harðbýlli til gróðursælli, en hafa verður í huga að á landnámsöld var loftslag mildara en síðar varð
3. Má líta á landnám Íslands og annarra útnorður eyja sem fyrst skref Evrópumanna til hins nýja heims. Ísland hefur þá sérstöðu að hér skildi víkingaöld eftir einn varanlegasta menningarminnisvarða sinn, meðal annars í þjóðfélagsskipan, stjórnarháttum og stjórnspeki íslenska þjóðveldisins

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Flestir landnámsmenn Íslands komu? og fluttu með sér?

A

Flestir landnámsmenn Íslands komu úr Noregi, en nokkur hluti frá Írlandi og eyjunum norður af Skotlandi; fáeinir komu lengar að

Landnámsmenn fluttu með sér réttarvenjur og réttarhugmyndir

Líklegt má telja að margt í stjórnskipan þjóðveldisins varpi nokkru ljósi á stjórnskipunarhugmyndir germanskra þjóða í lok ármiðalda og á hámiðöldum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Elsta sagnrit Íslendinga?

A

Elsta sagnrit Íslendinga, Íslendingabók eftir Ara fróða, sem skráð var á árunum 1120 – 1130, er mikilvægasta heimildin um landnám og upphaf allsherjarríkis á Íslandi
o Bókin er einungis stutt ágrip
o Af henni má ráða að Ísland hafi byggst á árunum 870 – 930, þetta tímabil er kallað landnámsöld

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Í Íslendingabók:

A

Alþingi var sett að ráði Úlfljóts og allra landsmanna þar er nú er, en áður var þing á Kjalarnesi, það er Þorsetinn Ingólfssonur landnámsmanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar og höfðingjar þeir er að því hurfu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

-

A

Í heimildum er getið um Þórsnesþing sem stofnað hafi verið á undan Alþingi, en heimildir eru ótraustar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Landnámið

A

Landnámið var hið víðáttumesta í landinu og Kjalarnesþing var stofnað með þáttöku ættstóra þjóðhöfðingja sem land höfðu þegið af Ingólfi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Þórðarbók

A

Þórðarbók: er grein sem kann að vera úr frumgerð landnámabókar
o Þar eru nefndir tveir höfðingjar sem stóðu að stofnun Kjalarnesþings
o Þeir voru sonarsynir Bjarnar bunu Grímssonar hersis úr Sogni í Noregi og var Ingólfur nátengdur þeim ættbálki

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Birnir Buna

A

Heimildir segja að frá Birni bunu sé nær allt stórmenni komið á Íslandi – margt bendir því til að þessi ættbálkur hafi staðið að stofnun Alþingis og valdamiðstöðin hafi verið í kringum Kjalarnesþing

Það sýnir stórhug að stofnað var eitt allsherjarþing á Íslandi þar sem ef til vill hefði legið beinast við að landið skiptist í minni þing

Sú staðreynd að hér hafði sest að fólk úr ýmsum byggðarlöndum, með ólíkan bakhjarl og ekki að öllu leyti með sömu réttarvenjur og réttarhugmyndir, ýtti einnig undir að settar yrðu á fót stofnanir til að takast á við þann vanda að koma á einum lögum fyrir sundurleitan hóp; allsherjarþing var þá eina viðhlítandi úrræðið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Sendiför Úlfljóts

A

Um upphaf hinna fyrstu laga segir Ari fróði þetta:
- En þá er Ísland var víða byggt orðið, þá hafði maður austrænn fyrst lög út hingað úr Noregi, sá er Úlfljótur hét (..) en þau voru flest sett að því sem þá voru Gulaþingslög eða ráð Þorleifs hins spaka Hörða – Kárasonar voru til, hvar skyldi auka eða af nema eða annan veg setja

Þessi frásögn er stutt og margt ósagt
- Fyrst vekur athygli hversu lítið er sagt frá Úlfljóti
- Í öðru lagi er ljóst að á þessum tíma voru engin skráð lög, heldur einungis venjuréttur í munnlegri geymd. Því er ljóst að frásögnin getur ekki staðist eftir orðanna hljóðan
- Útlokað er því að úlfljótur hafi numið heilan lagabálk auk þess sem venjuréttur er þess eðlis að hann verður ekki fluttur milli landa; hann er bundinn háttsemi manna og iðkun. En með þessu er ekki vefengt að sendiförin hafi verið farin

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Þingstaður valinn

A

Um val á þingstað segir Ari fróði þetta:
- En svo er sagt, að Grímur geitskör væri fóstbróðir hans (Úlfljóts), sá er kannaði Ísland allt að ráði hans, áður Alþingi væri átt. En honum fekk hver maður pening til á landi hér, en hann gaf fé það síðan til hofa

Síðan bætir hann við:
- Bls 87

Fyrri frásögnina
- hafa menn skilið svo að könnunarferð Gríms hafi verið farin í því skyni að leita að hentugum þingstað. Einnig hefur hún verið túlkuð á þann veg að Grímur hafi verið að kanna undirtektir manna við stofnun Alþingis og vinna hugmyndinni fylgi, en nauðsynlegt hefur verið að ná sem víðtækastri samstöðu um hvorttveggja, að efna til þinghaldsins og ákveða þingstaðinnn

Samkvæmt seinni frásögninni
- var landið gert upptækt í refsingarskyni og varð þá allsherjarfé. Landið hafi síðan orðið almenningur handa þeim sem þingið sóttu til töku viðar – eldiviðar – og hagagöngu hrossa

Víst er að þingstaðurinn var heppilega valinn. Hann var í grennd við fjölbyggðustu sveitirnar. Hann lá vel við samgöngum þeirra tíma, ekki síst helstu fjallvegum Vestur og Norðurlandsm, en Austfirðingar áttu um langan veg að sækja
- Einnig má hafa í huga að þingstaðurinn var í útjaðri landsáms Ingólfs eða nærri valdamiðstöð þeirra sem virðat hafa átt mestan þátt í að koma Alþingi á fót

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Goðar

A

Goðar nefndust valdamestu höfðingjar landsins

Þeir fóru með lagasetningarvald og óbeint dómsvald með því að nefna menn í dóma bæði á vorþingum og Alþingi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Upphaf goðvalds

A

Um upphaf goðavalds eru engan öruggar heimildir og skoðanir fræðimanna skiptar

Beinast liggur við að líta svo á að goðar hafi staðið fyrir blótum og það tengst veraldlegu valdi. Engar heimildir eru þó til um trúarlegt starf goða
- Þótt engar öruggar heimildir séu til um trúarlegt starf goða má vel vera að þeir hafi gengt slíku hlutverki í heiðni eða frumkristni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

goðorð

A

Goðorðin – eða veldi goðanna – var ekki landfræðilega afmarkað, heldur var þetta nánast fylgdarmannasveit
- Hverjum bónda og landeiganda, þótt búlaus væri, var skylt að segja sig í þing með einhverjum goða og nefndust þeir þingmenn hans

Goðorðið var eign goða, en þó ekki metið til fjár, enda ekki tíundarskylt. „veldi er það, en eigi fé segir í tíundarlögum.“ Þar með er ekki sagt það hafi ekki verið einhvers viðri, enda ýmis dæmi um að verðmæti væru undan þegin tíundagreiðslum
o Goðorð gátu sakvæmt þessu gengið kaupum og sölum, þau mátti láta af hendi sem gjöf og menn tóku þau að erfðum
o Ekki þurfti að leita samþykkis þingmanna við eigendaskiptum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Tengsl goða og þingmanna voru reist á gagnkvæmum trúnaði

A

Goði skyldi vera í fyrirsvari fyrir þingmenn sína og veita þeim lið gegn þingmönnum til fulltingis á þingum, bæði vorþingum og á Alþingi, styðja hann í deilumálum, jafnvel fylgja honum til vígaferla

Samband goða og þingmanns var frjálst samningssaband gat þingmaður sagt sig úr þingi goða og í þing með öðrum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Allir þingmenn goða

A

Allir þingmenn goða voru skyldugir að koma til vorþings og gegna þar lögskilum eða senda þangað fulltrúa sína

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Var heimilt að svipta manni goðorði?

A

Heimilt var að svipta mann goðorði vegna tiltekinna yfirsjóna og þá í refsiskyni
- Ef goði varð sekur skógarmaður eða fjörbaugsmaður, ef hann vanrækti skyldur sínar eða framdi embættisafglöp, varðaði það goðorðsmissi
- Engar heimildir um að goði hafi verið sviptur embætti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Embættisskyldur og starfskyldur goða

A

Goði hafði margvíslegar embættisskyldur eða starsskyldur og má greina þæri í tvennt

  1. Á Alþingi sem voru að sitja á miðpalli lögréttu, að nefna menn í dóma, að nefna tylftarkvið og halda leiðarþing
  2. Í héraði þar sem sú skylda hvíldi á goða að halda upp lögum og reglum, t.d. gera þjófaleit, og stilla til friðar með þingmönnum sínum. Annars fór héraðsstjórn mjög eftir atfylgi og skapferli goða
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Vorþing

A

Vorþing voru sameiginleg þing þriggja goða, en endanleg skipan virðist ekki hafa komist á þau fyrr en eftir að landinu var skipt í fjórðunga

Þá er sv0 að sjá sem vorþingsstaðir hafi verið ákveðnir, en þing mátti flytja ef menn urðu ásáttir og lögrétta leyfði

Venjulega voru vorþingum gefin nöfn eftir vorþingsstöðum

Hverjum þingfararkaupsbónda var skylt að sækja vorþing eða senda þangað mann í sinn stað, en einn hinn þriggja samþingsgoða helgaði þingið

Það var háð í máímánuðu ár hvert

Vorþing skipist í sóknarþing og skuldaþing

Á vorþingum voru gerðar samþykktir sem giltu fyrir þingsóknina, á skuldaþingi munu meðal annars hafa verið settar verðlagsskrár

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Sóknarþing

A

á sóknarþingi voru mál dæmd og nefndu goðarnir þrír 12 menn hver í 36 manna dóm. Dómendur urðu að vera sammála til að niðurstaða fengist, ella varð málið vefangsmál og því skotið til fjórðungsdóms á Alþingi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Skuldaþing

A

Var háð að loknu sóknarþingi. Þar inntu menn af hendi greiðslur og svo virðist sem þar hafi einnig verið eins konar kaupstefna eins og eðlilegt má telja þar sem gjaldmiðill var að mestu bundin við vörur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Alþingi

A

Íslendingar völdu þingi sínu heitið Alþingi þótt það væri ekki allsherjarþing í þeirri fornu merkingu að allir frjálsir menn tækju þátt í þingstörfum, enda varð því ekki komið við vegna vegalengda

Alþingi var í raun og veru samheiti lögréttu, fjórðungsdóma og fimmtardóms

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Alþingistími – þinghelgun

A

Til alþingis skyldu menn koma fimmtudaginn þá er níu vikur voru af sumri
- Árið 999 var samkomutími þingsins færður aftur um viku, þannig nú skyldu menn vera komnir fimmtudaginn er 10 vikur voru af sumri

Samkomutíminn verið á bilinu 28.júní til 4.júlí

Alþingi hófst með þinghelgun fimmtudagskvöldið og annaðist hana goði sá er fór með goðorð Þorsteins Ingólfssonar. Var hann kallaður allsherjargoði
- Með þinghelgun var þingmörkum lýst og grið sett innan þeirra. Réttur mann til bóta fyrir persónulegar meingerðir jókst um helming á helguðu þingi

Alþingi stóð í um það bil tvær vikur og kölluðust þingslit þinglausnir eða vopnatak sem geymir menjar um það er þingheimur sló vopnum á skjöldu til samþykkis. Ekki er vitað hver stjórnaði þinglausnum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Alþingisstaðurinn

A

Þingvellir urðu fyrir valinu sem þingstaður og þar kom Alþingi saman til ársins 1789

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Alþingisstaðurinn

A

Þingið stóð einungis í tvær vikur var ekki þörf á að efna til mikillar mannvirkjagerðir. Mesta framkvæmdin var sú er Öxará var veitt um þingstaðinn.

Haukdæla þáttur:
- En er þeir voru þaðan skammt farnir, þá komu þeir á árís og hjuggu á vök og felldu í öxi sína og kölluðu hana afþví Öxará. Sú á var síðan veitt í Almannagjá og fellur nú eftir þingvelli

Tilgangur með þessu var að afla þingheimi vatns, þannig að hér var fyrsta meiri háttar vatnsveituframkvæmd á Íslandi svo að vitað sé

Þeir sem þingið sóttu dvöldust í búðum þar sem veggir voru hlaðnir af torfi og grjót, en yfir trégrind og á hana tjaldað vaðmálum. Auk þess voru búðir þar sem ýmis þjónusta var veitt, búðir svarðskriða, sútara, ölbruggara og veitingamanna.

Með lögfestingu Járnsíðu 1271-73 var þingtími styttur og lagðist þá af búðagerð, enda þótti ekki taka því; í þess stað bjuggu menn í tjöldum

Árið 1594 var þingtími lengdur og hófst þá búðagerð að nýju

Störf þingsins voru aðalega bundin við tvo staði, Lögberg og Lögréttu
- Lögberg var ásamt lögréttu miðstöð alþingishaldsins
- Þar voru lög sögð upp eða í lögréttu, ellegar í kirkju ef veður var vont – ósvást – eins og það er orðið í Grágás
-Frá lögbergi fóru lögrétta og dómar út til starfa, þar var þing helgað og því slitið
- Hvers konar lýsingar fóru fram að Lögbergi, þar voru stefnur birta og hvaðeina annað sem skyldi vera á almannavitorði, þar héldu menn ræður, hreyfðu hugmyndum sínum og báru fram tillögur. Á lögbergi var lögsögumannsrúm og þar hafi lögsögumaður bækistöð sína
-Um lögréttu segir í Grágás að hún skuli stitja á þeim stað ávallt sem lengi hafi verið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Lögsögumaður

A

Lögrétta kaus lögsögumann til þriggja ára; mátti endurkjósa hann, enda var það oft gert

Hann var oddviti þingsins og stjórnaði störfum þess

Aðalstarfsskylda hans var eins og sjá má af tilvitnuðum ákvæðum að geyma lögin í minni sér og segja þau upp á Alþingi, alla lögþætti á þremur sumrum, en þingsköp hvert sumar

Lögrétta hafði það hlutverk að fylgjast með uppsögu laga

Lögsögumaður var forseti þingsins, hann stjórnaði öllum þingstörfum og var fundastjóri lögréttu, átti sérstakt sæti á Lögbergi, lögsögumannsrúm, og hann réð því hvar dómar skyldu sitja

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Lögrétta

A

Lögrétta var mikilvægasta stofnun Alþingis og lögréttuþáttur Grágásar hefst á þessum orðum
- Bls 94

Engar áreiðanlegar heimildir eru til um upphaflega skipan lögréttu, en líklegt er að við stofnun Alþingis hafi setið þar 36 goðar og hver þeirra haft með sér tvo umráðamenn

bls 94-95 breytingar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Hlutverk lögréttu var þríþætt:

A

að rétta lög

að gera nýmæli

að veita leyfi og undanþágur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Lögin voru í upphafi óskráð

A

Lögin voru í upphafi óskráð, en blunduðu í réttarvitund manna og birtust í venjubundinni háttsemi. Þau voru ekki verk neins einstaklings heldur sameign manna, lifenda og látinna, arfleið kynslóðanna sem mönnum bar að virða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

að rétta lög

A

Þegar menn deildu um lög – þrættu um lögmál – eins og það er orðað í Grágás bar goðum sem á miðpalli sátu að skera úr. Það fól í sér að þeir báru vætti um það hvaða lög teldust gildandi. Þetta kallaðist að rétta lög og það fól í sér að hin gömlu góðu lög voru leidd í ljós. Eldir lög gengu samkvæmt því framar yngri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

um gerð nýmæla

A
  • Þeir voru bundnir við hefðbundinn hugsunarhátt manna, viðurkennda hagsmuni og ríkjandi réttarvitund – í stuttu máli lagahefð kynslóðanna – með áþekkum hætti og dómari er bundinn af viðurkenndum réttarheimildum þegar hann setur nýja reglu. Meiri hluti goða réð niðurstöðu, en minni hlutinn var skyldur að fylgja honum svo sem eðilegt mátti telja þegar haft er í huga að hér var í reynd verið að bera vitni um staðreyndir. Þetta fól í sér að þjóðfélaginu varð ekki sýrt með lögum sem voru mótuð að vilja og geðþótta valdhafa – lögin voru þess eðlis að vald var takmarkað. Þótt þessi aðferð leysti margan vandann varð ekki hjá nýskipan komist í þjóðfélagi sem verið var að leggja grundvöll að og móta og þetta gerðu menn sér ljóst með því að sérstaklega var mælt fyrir um gerð nýmæla.

ekki segir í Grágás hvernig skuli samþykkja einróma

Nýmæli voru þannig í huga manna ígildi sáttmála frjálsra einstaklinga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

að veita leyfi eða undanþágu

A

Loks hafði lögrétta það hlutverk að veita leyfi eða undanþágu frá lögunum. Til þess að slíkar samþykktir væru gildar urðu allir að samþykkja og hver maður utan lögréttu gat varið slíka samþykkti lýrritti, eða lagt eins konar lögbann við því að samþykktin næði fram að ganga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

skárning laga

A

Munnleg geymd olli því að lög voru sveigjanleg og þau mátti laga að aðstæðum, en jafnframt fylgdi réttaróvissa sem var verulegt vandamál á miðöldum

Íslendingar skráð settu lög sín veturinn 1117-18

Ari fróði bls 98

Elsta örugga heimild um lagaritun á Íslandi, en þó er mjög sennilegt að lög hafi verið skráð fyrr og hafa tíundarlögin frá 1096 verið nefnd, jafnvel samningur Íslendinga við Ólaf konung helga um rétt Íslendinga í Noregi og rétt konungs á Íslandi í þeirri gerð sem hann var staðfestur árið 1082

Tilgangur lagaritunar var að tryggja varðveislu laganna og eyða óvissu. Ekki voru öll lög skráð þannig að margt gleymdist áfram í minni manna

Tvær lagaskrár hafa varðveist og fáein brot úr öðrum
- Konungsbók, rituð 1250 og Staðarhólsbók, rituð um 1270

Lagasöfn þjóðveldisins bera heitið Grágas, það kemur fyrst fyrir árið 1548, en enginn kann skýringu á því
- Grágas er fyrirferðamesta lagasafn allra germanskra þjóða á miðöldum og er ástæða sú að í hinu nýja ríki fór saman líflegt löggjafarstarf og ritmenning
- Grágas hefur einnig þá sérstöðu meðal fornlaga Norðurlanda að bera miklu bóklegri og lærðari svip
- Hún er ekki eins alþýðleg og frumstæð og þau, stuðlasetningar gætir minna, en stíllinn er einfaldur, rökfastur og blátt áfram þótt torskilinn sé á nokkrum stöðum
- Grágás er eitt af stórvirkjum þjóðveldisaldar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
34
Q

hlutverk dómstóla

A

Ef menn greindi einungis á um hvað væru lög var það ekki lagt fyrir dómstóla, heldur lögréttu og hún skar úr

Ekki var skilyrði að sakir væru milli manna, heldur einungis ágreiningur um lagareglu. Sennilegt má því telja að dómstólar hafi ekk dæmt um annað en sönnun og ekki fjallað um réttarárgeining nema að því leyti sem hann snerti sönnunarreglur

Liggja varð fyrir réttarbrot eða réttarneitun af einhverju tagi svo að mál yrðu borin undir dómstóla

Ekki var greint á milli einkamála og opinberra mála, einstaklingar voru aðilar máls en ekki almannavald

Aðalreglan var sú að mál mann skyldu fara fyrir dómstóla, sérstaka dómstóla á vorþingum, fjórðungsþingum eða á Alþingi
- Fjórðungsþing virðist fljótlega hafa lagst af, en alþingisdómar voru hins vegar fjórðungsdómar og fimmtardómur. Þessi dómar voru nefndir þingadómar. Enn fremur er gert ráð fyrir ýmsum sérdómstólum sem haldnir voru utan þinga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
35
Q

Dómaraskilyrði

A

Til þess að vera nefndur dómari varð maður að fullnægja eftirtöldum almennum skilyrðum
- Að vera karlmaður
- Tólf vetra gamall eða eldir og svo þroksaður að kunn að ráða fyrir orði og eiði
- Þá varð dómari að vera frjáls maður og heimilsfastur og hafa numið barnæsku mál á danska tungu, en þar er átt við sameiginlega tungu Norðurlandabúa, eða dvalist á Íslandi þrjá vetur eða lengur
- Loks að vera ekki aðili máls né hafa sök handselda áður en þing kæmi saman

Ítarleg ákvæði eru um sérstakt vanhæfi dómara til að dæma í einstöku máli sakir tengsla við aðila og voru þau þessi:

  • Þremenningsfrændsemi dómara eða nánari við aðila. Námágsemd, þannig að dómari væri tengdasonur, systurmaður eða stjúpfaðir aðila og öfugt. Ef aðili var í guðsifjum við dómara eða öfugt og óútkljáðar vígsakir voru milli dómara og aðila

-Á hinn bóginn ollu fjárhagsleg tengls milli manna ekki vanhæfi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
36
Q

Fjórðungdómar

A

Óljóst er hvernig dómstólaskipan var áður en landinu var skipt í fjórðunga, en talið hefur verið að fyrir 960 hafi verið dómstóll á Alþingi, skipaður 36 dómendum, þannig að hver goði hafi nefnt einn mann í dóm

Í Grágás segir þetta um fjórðungsdóma:
- það er mælt í lögum vorum að vér skulum fjóra eiga fjórðungsdóma. Skal goði hver nefna mann í dóm er fornt goðorð hefir og fullt, en þau eru full goðorð og forn þing voru þrjú í fjórðungi hverjum en goðar þrír í þingi hverju

Samkvæmt þessu skyldu goðar nefna fjóra fjórðungsdóma á Alþingi, einn fyrir hvern fjórðung, og er líklegast að þessi skipan sé frá þeim tíma sem landinu var skipt í fjórðunga, eða um 960.

Álitamál er hvort nefndir hafa verið 36 menn samtals og níu setið í hverjum dómi eða 36 menn nefndir í hvern dóm. Líklegra er að 36 hafi setið í hverjum dómi

Fjórðungsdómarar áttu ekki ákveðinn stað á þingvöllum, heldur réð lögsögumaður hvar þeir skyldu sitja

Fjórðungsdómar dæmdu í málum sem ekki tókst að útkljá á vorþingum, eða vefengd voru eins og komist er að orði. Auk þess dæmdu þeir öll mál sem fyrsti dómstóll nema þau er einungis vörðuð þriggja marka útlegð (fésekt). Þeim skyldi jafnan stefnt til vorþings ef aðilar áttu þing saman

Til þess að niðurstaða í fjórungsdómi urðu allir dómendur að vera sammála
- Þetta má þó ekki skilja alveg bókstaflega
- Ef dómendur voru ekki á eitt sáttir skyldu þeir vefengja sem kallað var, en áskilið var að í minni hlutanum væru sex hið fæsta; ella taldist niðurstaða einróma. Annar hluti dómsins dæmdi áfall en hinn sýknu og enginn úrslit fengust. Þessi mál voru köllið vefangsmál. Aðilar máls lýstu dómnum þá til rofs til fimmtardóms

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
37
Q

Fimmtardómur

A

Ari fróði segir í Íslendingabók að fimmtardómur hafi verið stofnaður á lögsögumannsárum Skafta Þóroddssonar (1004 – 1030) og verður sá atburður ekki ársettur nánar

Í fimmtardómi sátu samkvæmt þessu 48 menn, en sóknar- og varnaraðili, hvor um sig, skyldu ryðja sex mönnum úr dómi, þannig að einungis 36 menn dæmdu

Hlutverk fimmtardóms var tvíþætt
- Annars vegar gegndi hann áþekku hlutverki og áfrýjunardómstóll með því að leggja úrslitadóm á Vefangsmál sem til hans var skotið úr fjórðungsdómum
 Ekki númtímaskilingi afrýjun
 Fimmtardómur endurskoðaði ekki gerðir fjórðungsdóma; klofinn fjórðungsdómur kvað í reynd upp tvo dóma, þannig að úrslit fengust ekki; fimmtardómur felldi síðan algerlega sjálfstæðan dóm sem fól í sér ákvörðun um hvor dómur fjórðungsdóms ætti að standa

  • Hins vegar dæmdi hann sem fyrsti dómstóll og þá um leið úrslitadómstóll í tilteknum málum, svo sem málum út af ljúgvætti og mútum, björgun skógarmanna og björgum við tiltekna menn sem óheimilt var að veita fulltingi

Ruðningur vegna vanhæfis og fækkunar tylftar, hálf af hvors hálfu

Vefangsmá. Ekki eiginleg áfrýjun

Sérstök mál

Meirihlut/afl. Jöfn atkvæði sekja vefangsmáli, annars varpað hlutkesti
-Í fimmtardómi réði afl atkvæða
- Ef atkvæði voru jöfn var dæmt áfall sakar í öðrum málum en vefangsmálum; um þau gilti sú meginregla að varpa skyldi hlutkesti; ef dómendur sem höfðu vefengt í fjórðungsdómi skiptust í tvo jafna flokka giltu flóknar reglur um málsmeðferð í fimmtardómi sem ekki er ástæða til að rekja hér.

Fimmtardómur sat í lögréttu

38
Q

Almennt varðandi þessa dóma:

A

vettvangur dómstóla var vettvangur til að véla um sönnun í ágreiningsefnum. Ekki að skera úr um réttarágreining þar að segja hver gildandi lög væru í landinu, það var hlutverk lögréttu.

39
Q

B. Dómþing alþingis: fjórðungsdómur og fimmtardómur.- GLÆRA

A
  1. Sönnun, ekki réttarágreiningur.
  2. Saksókn án almannavalds, ekki greint í opinber mál og einkamál.
  3. Goðar fullra og fornra goðorða eiga dómnefnu fjórðungsdóms, allir goðavaldhafar lögréttu í fimmtardóm.
  4. Vanhæfisreglur dómara (aldur, tungumál, búseta, mágsemdir eða frændsemi, málsaðild, handseld sök, o.fl.).
40
Q

Fjórðungsdómur:GLÆRA

A

a) 9 eða (líklegra) 36 dómendur í hverjum fjórðungsdómi, úr hópi þingmanna hvers goða.
b) Ruðningar vegna vanhæfis. = málsaðilar hafa tækifæri til þess að plokka út einstaklinga sem hafa verið í dóminn, ryðja dóminn. Einhver vanhæfur eða þeir vilja ekki einhver sitji í dómnum. Þegar dómurinn er fullskipaður tekur hann til starfa.
c) Fyrsti dómstóll nema vefangsmála vorþinga.
d) Einróma (>30) eða vefang. = einróma niðurstaða, fleiri en 30 af 36 þurfa að vera sammála, annars er það vefangsmál ( það fæst ekki niðurstaða í málið)

41
Q

Fimmtardómur (1004-1030 og síðar):

A

e) Ruðningar vegna vanhæfis og fækkunar tylftar, hálf af hvors hálfu.
f) Vefangsmál. Ekki eiginleg áfrýjun.
g) Sérstök mál.
h) Meirihluti/afl. Jöfn atkvæði sekja í vefangsmáli, annars varpað hlutkesti.

Annar dómstóll þar sem hægt að flytja málið að grunni að nýju
Allir 48 að
Þegar dómurinn er ruddur þá fækkar í dómnum við það, eftir situr þá kjarnin sem mun dæma málið. Meiri hlutinn ræður

42
Q

Almenn einkenni á réttarfarinu

A

Málsmeðferð fyrir dómstólum var mjög flókin og í Grágás er henni nákvæmlega lýst eins og hún var fyrir fjórðungsdómum

Allur málarekstur var munnlegur og fór fram í heyrandi hljóði

Sakarforræðisreglan gilti óskoruð, þannig að aðilar höfðu fullt forræði á málinu án allrar íhlutunar dómenda

Málsmeðferðin var bundin ströngu formi sem gæta varð til hins ýtrasta

Meginreglan var sú að ekki var greint á milli einkamála og opinberra mála

Vísi almannavalds má þó meðal annars sjá í því að goði var stundum aðili máls og oft var hverjum sem vildi heimilað að sækja sök

43
Q

Málsaðilar og forræði sakar

A

Sá sem bera mátti fram kröfu eða halda fram rétti fyrir dómi nefndist aðili, sá sem sótti mál nefndist sóknar- eða sakaraðili, sakarsækjandi, en sá sem sóttu var varnaraðili eða sakarverjandi

Allir frjálsir menn gátu verið aðilar og gilti þá einu hver staða þeirra var, einnig erlendir menn, sérstökum dómstólum var ætlað að dæma í málum þeirra
- Nokkrum tilfellum mátti höfða mál gegn látnum manni

16 vetra aldri
- En væri maður yngri féll aðild til nánasta ættingja
- Heimila mátti þó 12 til 16 vetra mönnum aðild að vígsmálum ef þeir töldust skynsemd til

Ógift kona, tvítug eða eldir, gat verið aðili máls svo og ekkja án tillits til aldurs
- Undantekning um vígsmál og legorðsmál
- Gift kona gat einnig verið aðili í vissum tilfellum, en annars var maðurinn hennar aðili
- ávallt varð þó kona að selja karlmanni sök í hönd sem merkti að karlmaður skyldi fara með mál hennar fyrir dómi

Þeir sem áttu ekki þingreitt sakir þess m.a. að sárum eða benjum hafði verið lýst þeim á hönd gátu ekki notið aðildar
- Sama hefur átt við um fjörbaugsmenn og skóggangsmenn, sbr. Orðinn „ósæll til dómd“ sem áttu við um slíka árásir – og ofbeldismenn
- Í hreppum voru og kjörnir sérstakir menn, hreppsóknarmenn, til að sækja sakir vegna afbrigða í hreppsmálum

Um varnarþing – þá dómþinghá þar sem sækja mátti manni til sakar og til að þola dóm – voru þær reglur að vorþingið var þinghá vorþingsdómstólanna, en fjórðungarnir þinghá fjórðungsdómanna

Aðalreglan var sú að varnaraðila skyldi stefnt að heiman í þeirri þinghá þar sem heimili hans var, en einnig voru ýmis sérákvæði um varnarþing, svo sem að þeim semkom til landsins úr utanferð mátti stefna í þeirri þinghá þar sem búð hans var við skip og þeim sem reri til fiskjar í þinghá þar sem verbúð hans var. Sóknaraðili gat valið hvort hann stefndi manni til vorþings – ef hann átti þangað þingsókn – eða til fjórðungsdóms ef hann bjó innan fjórðungs

Aðalreglan var sú að aðili fór sjálfur með mál hvort heldur var til sóknar eða varnar, en hann gat falið málið öðrum og nefndist það að selja sök að í hönd manni. Fékk sá sem tók við sökinni þá fullt forræði hennar, m.a. til að sætta hana, höfða aðrar sakir ef tilefni var o.s.frv. í lögum er ekki rétt um þóknun til þess sem tók við sök

44
Q

Sakarefni

A

Um sakarefni gilti sú meginregla að höfða mátti sérstaka sök um hvern þátt máls, þannig að margar sakir gátu risið út ag sömu viðskiptum eða réttarbroti

Aðgreining saka af sama verknaði: ýmsir geta sótt viðkomandi til sakar

45
Q

Sönnunaraðferðir og sönnunargögn

A

Samkvæmt Grágás var sönnun formlegs eðlis

Dómarar skyldu dæma eftir þeim sönnungargögnum sem fyrir þá voru lögð án sjálfstæðs mats og andvitni mátti ekki bera. Almennt var því ljóst fyrirfram hvaða sönnungargögn yrðu notuð, enda lögákveðið hvernig hvaðeina skyli sannað

Aðalsönnunargangið var búkviður
- Kvaddi sækjandi þingfararkaupsbændur er bjuggu næstir vettfangi
- Níu búar voru kvaddir í stærri málum en fimm í hinum smærri
- Verjandi gat kvatt sér bjarkviðar, fimm menn úr búakviðnum og í nokkrum stórmálum gat goði varnaraðila kvatt tólf manna kvið, goðakvið eða tylftarkvið, og var goðinn sjálfur þá einn kviðmanna

Athygli vekur að kviður bar ekki um staðreyndir sem kviðmenn höfðu skynjað að eigin raun, heldur lýstu þeir því hvort þeir hygðu sakborning saman að sök eða ekki, hvort atvik hefði gerst eða ekki og réð það úrslitum meirihluta atkvæða

Í goðakvið réð atkvæði goða þó úrslitum ef atkvæði voru jöfn

Annað helsta sönnunargagnið var vætti (festuvottar, kaupsvottar, dómsuppsöguvottar, ofl)
- Þeir eru bera vitni séð eða heyrt einhvern löggerning fara fram
- Frábrugðið kvið að því leyti að vottar báru um staðreyndir sem þeir höfðu sjálfir skynjað „of heyrn eða sýn“ eins og það er orðað í Grágás
- Heyrnar og/eða sjónarvottar
- Það sem nú eru kölluð vitni nefndust í Grágás vottar

Annarra sönnunaraðferða gætir lítið
- Ekkert er gert ráð fyrir því í Grágás að úrslit máls velti á eiði
- Skjöl voru ekki heldur formleg sönnunargögn
- Játning aðilia eða sökunauts skipti engu máli; stefnandi varð eigi að síður að sanna mál sitt
- Í Grágás eru ákvæði um guðsdóma, skírslu, járnburð og ketiltak, sem sönnunaraðferðir, einkum barnsfaðernismálum og legorðssökum

46
Q

málsmeðferð fyrir dómstólum

A

Mál hófst með stefnu þar sem stefnandi kvaddi gagnaðila til þing í votta viðurvist og til þess að þola þar dóm. Nefndi hann nafn stefnda, greindi sakarefni og lýsti kröfum

Sjá bók – hann fjallar ekki um?

47
Q

Reifing máls

A

Þegar sókn og vörn var lokið og sannanir bornar fram var komið að reifingu

Úr hópi dómenda var valinn reifandi hvors aðila

Áttu þeir að telja fyrir dómendum kröfur, málflutningsyfirlýsingar og gögn hvors aðila um sig

Reifandi sóknaraðila reifaði fyrst sókn, en síðan reifaði reifandi varnaraðila vörn

Reifing hefur farið fram í heyrandi hljóði, þannig að aðili hefur átt kost á að leiðrétta ef rangt var hermt

Hefur dómur fallið þegar reifingu lokinni

48
Q

útivist aðila

A

Sækjendur og verjendur sakar skyldu koma til þings drottinsdag – sunnudag – hinn fyrra í þingi, ella væru ónýtar sóknir þeirra og varnir
- Undantekning var einungis gerð ef óviðráðanlegar ástæður ollu töf

Ef stefnandi kom ekki til hlutfalla þegar hlutað var um röð málanna skyldi hann gjalda fésekt og síðastur segja fram sök

Ef varnaraðili sótti ekki þing var sóknaraðili eigi síður skylt að segja fram sök sína og sanna mál sitt, enda skyldi hann ávallt gera það áður en stefndi tæki til varna

49
Q

Frestun mála

A

Fá ákvæði í Grágás um frestun mála

Ef kveðið var á gögn skyldi þó dómsuppkvaðningu frestað og dómur í þeim málum kveðinn upp síðast

50
Q

Dómsuppkvaðning

A

Áður en til dóms var gengið voru dómendur taldir til að kanna hvort dómur væri fullskipaður

Mál fyrst reifað en síðan dæmt

Engar reglur voru um það hvernig atkvæði skyldu greidd , en einróma samþykkis var krafist í öllum dómstólum svo að dómur yrði réttilega upp kveðinn nema í fimmtardómi

Þegar dómur hafði verið löglega samþykktur skyldi reifandi sóknaraðila kveða upp dóminn ef hann vann málið, ella reifandi varnaraðila, en aðrir dómendur endur gjalda samkvæði sitt

51
Q

Málskot

A

Eiginleg áfrýjun var óþekkt og dómstólum ekki þannig skipað að einn væri yfir annan settur

Ef ekki náðist einróma samþykki í vorþingsdómi gekk mál til fjórðungsdóms og síðan til fimmtardóms ef dómendur urðu ekki sammála þar. Ekki fól þetta í sér að gerðir hinna fyrri dómstóla væru endurskoðaðar eins og nú er gert, heldur var fjallað um málið frá rótum óháð því sem áður hafði verið gert

Dómi var stefnt til rofs

Aðili varð sjálfur að sjá um að dómi væri fullnægt, en þingmaður gat að sjálfsögðu leitað til goða síns, en annars nutu menn einskis stuðnings almannavalds

52
Q

Helstu þjóðfélagshugmyndir sem birtast í íslenska þjóðveldinu

A
53
Q

Landnám Íslands

A

Ísland var numið á síðari hluta 9.aldar og var landnámið þáttur í hinum miklu norrænu þjóðflutningum víkingaaldar (c. 800-1050 e.Kr)

Landnámsmenn Íslands komu flestir úr Noregi, en nokkur hluti frá Írlandi og eyjunum norður af Skotlandi ; fáeinir komu lengra að

54
Q

Upphaf allsherjarríkis á Íslandi

A

Elzta sagnarit Íslendinga – Íslendingabók var skráð á árunum 1120 – 30
- Þar segir að Ísland hafi byggst á árunum 870 – 930 og er það tímabil kallað landnámsöld
- Af Íslendingabók og öðrum heimildum má ráða að efnt hafi verið til tveggja þinga um 900, en nálægt árinu 930 var stofnað þing fyrir allt landið – kallað Alþingi

55
Q

Voldugustu höfðingjar landins?

A

Goðar

Heitið bendir til einhvers konar trúarlegrar forystu á heiðni en í reynd er allt á huldu um slíkt hlutverk

56
Q

hversu margir goðar skyldu standa á hverju þingi?

A

Þrír goðar skyldu standa að hverju þingi; þau voru haldin á vorin og nefndust vorþing

57
Q

Um 960 var landinu skipt í ?

A

Um 960 var landinu skipt í fjórðunga og þá fyrst má fá nokkra hugmynd um skipulag þjóðfélagsins

58
Q

Goðar

A

Goðar voru 39, en vorþingin 13

Víst má telja að goðar hafi haft forystu um stofnun Alþingis, en annars er ekkert vitað með vissu um upphaflegt skipan þess
- Mótast alla 10öld, unz endanlega skipan er á komin skömmu eftir árið 1000

59
Q

Það sem kallað var Alþingi var í reynd samsteypa nokkurra stofnana

A

Mikilvægust var lögrétta sem eftir 960 var skipuð 39 goðum sem síðan fjölgaði unz þeir voru orðnir 48 skömmu eftir 1000

Hver goði hafði sér til fulltingis tvo ráðgjafa og eftir 1100 sátu biskaupar landsins, tveir talsins, í lögréttu, þannig að hún var skipuð 146 mönnum

Hlutverk lögréttu
 Að rétta lög
 Að gera nýmæli
 Að veita leyfi og undanþágur

60
Q

lögin voru í upphafi..

A

Lögin voru í upphafi óskráð, en blunduðu í réttarvitund manna og birtust í venjubundinni háttsemi þeirra

61
Q

Oddviti lögréttu nefndist lögsögumaður og gegndi hann þríþættu hlutverki

A

Hann bar höfuðábyrgð á varveizlu lögréttu á þremur sumrum, en þinsköp árlega

Bar honum að segja hverjum þeum sem til hans leitaði hvaða væru lög

Stjórnaði hann þingstörfum og öllum nauðsynlegum framkvæmdum þar að lútandi

62
Q

hversu margir dómstólar?

A

Auk lögréttu voru á Alþingi fimm dómstólar – einn dómur fyrir hvern landsfjórðung og nefndust þeir fjórðungsdómar – og hinn fimmti fyrir allt landið fimmtardómur

63
Q

Fjórðungsdómar og Fimmtardómur

A

Fjórðungsdómar voru skipaðir 36 dómendum. Þeir voru fyrsta dómstig auk þess sem til þeirra mátti skjóta dómum vorþingsdómstóla sem menn vildu ekki una
- Einróma samþykki dómenda var áskilið til þess að niðurstaða fengist
* Fimmtardómur var settur á laggirnar skömmu eftir árið 1000. Til hans mátti skjóta málum sem ekki lukust í fjórðungsdómi vegna áskilnaðar um einróma samþykki auk þess sem leggja mátti fyrir hann tiltekin mál sem fyrsta dómstól

Í Fimmtardómi réð meiri hluti dómenda úrslitum

Hvorki fjórðungsdómar né fimmtardómur endurskoðuðu gerðir dómstóla sem fyrr höfðu dæmt, heldur tóku þeir málið til meðferðar óháð því sem áður hafði verið gert

Hreppar voru staðbundnar stjórnsýslueiningar sem gegndu áþekku hlutverki og sveitarfélög í nútíma þjóðfélagi
- Þau önnuðust framfærslu ómaga og þurfamanna sem nutu ekki ættarinnar, inntu af hendi bætur til þeirra sem misstu búfé af völdum sóttar eða bæjarhús af völdum bruna

64
Q

Lögin skráð 1117 -18

A

Í Íslendingabók segir að veturinn 1117-18 hafi lögin verið skráð, en þó má telja líklegt að eitthvað hafi verið fært í letur fyrr

Smám saman urðu umfangsmiklar lagaskrár sem einstakir menn tóku saman og hafa tvær varðveist heilar
- Konungsbók og er talin rituð 1250
- Staðarhólsbók frá því um 1270

Lög þjóðveldisins kallast Grágás og eru umfangsmesta lagaverk sem til er á móðurmáli nokkurrar germanskrar þjóðar

65
Q

Kirkjan

A

Íslendingar tóku Kristni árið 1000, en kristinna áhrifa hafði þó gætt frá upphafi landnáms

Með tíundarlögum frá 1096 hafði kirkjan fengið fasta tekjustofna

Kirkjulögin voru skráð á árunum 1122-1133 pg síðan felld sem sérstakur kafli í lagaskrár þjóðveldisins

Um 1180 hófust deilur um réttarstöðu kirkjunnar í þjóðfélaginu
o Meðal annars um það hvert skyldi vera gildi hinna almennu kirkjulaga gagnvart landslögum, en tilgangurinn var aðallega sá að losa kirkjuna undan valdi leikmannahöfðingja
o Voru þær áþekkar deilum annars staðar í Evrópu þótt áherslur væru ólíkar eftir þjóðlendum
o Hér á landi stóðu átökin einkum um skipun embætta innan kirkjunnar, forræði á eignum sem kirkjan taldi sér bera og um dómsvald í málum sem kirkjulög tóku til eða klerkar voru aðilar að
o Þegar leið á 13 öld öx vald kirkjunnar jafnt og þétt og deilur hörðnuðu, unz sættir tókust undir lok aldarinnar

66
Q

Einstök svið réttarins

A

Stofnanir þjóðfélagsins – lögrétta og dómstólar – höfðu það hlutverk að skilgreina rétt manna og réttarstöðu – lengra náði ekki valdsvið þjóðfélagsins

Á hinn bóginn var ekki gert ráð fyrir miðstjórnarvaldi til að framfylgja lögunum, enda enginn þjóðhöfðingi. Aðilar þurftu sjálfir að fylgja eftir lagalegum rétti sínum, en hver þingmaður gat leitað fulltingis goða síns

Af hálfu þjóðfélagsins var brugðist við lögbrotum í samræmi við þetta

Að öðru leyti voru helstu viðbrögð við afbrotum, annars vegar að víkja brotamanni úr þjóðfélaginu með skóggangssekt og fjörbaugsgarði og hins vegar með því að beita fésektum
o Með skóggangssekt var brotamaður dæmdur til ævilangrar útlegðar og réttdæpur þar sem til hans náðist, en með fjörbaugsgarði var honum gert að yfirgefa landið í þrjú ár
o Í báðum tilfellum voru eignir hans gerðar upptækar
o Af fémunaviðurlögum voru niðgjöldog útlegðir mikilvægastar
 Niðgjöld skyldi vegandi manns greiða ættingjum hins vegna og fóru greiðslur eftir því hversu náinn skyldleikinn var
 Fyrir minni brot voru greiddar sektir sem kallaðar útlegðir

Aðili dómsmáls gat verið sérhver frjáls karlmaður – konur einungis í undantekingartilfellum – fyrirsvarsmaður aðilia skyldi þó ávallt vera karlmaður

Staðhæfingar skyldu allajafna sannaðar með vætti eða kviðburði
o Vottar skyldu bera um það sem þeir höfðu sjálfir skynjað og vera sérstaklega til kvaddir
o Kviður bar hins vegar ekki um slíkar staðreynfdir, heldur það sem talið var á almannavitorði og var því líkindasönnunargagn
 Hann var skipaður 5,7,9 eða 12 mönnum eftir mikilvægi mála, aðallega nárgrönnum

Sönnun var formbundinn, þannig að í lögum var tiltekið hvernig sanna skyldi hvert atvik. Líklegt er að dómstólar hafi einungis dæmt um staðreyndir, t.d. hvort lögmælt sönnun lægi fyrir
o Ágreining um lög mátti skjóta til lögréttu

Ættin skipti miklu máli og naut ríkulega verndar laganna þótt líklegt sé að losnað hafi um ættarbönd við landnámið

Áhrif kirkjunnar jukust þó smá saman

Erfðir voru budnar við ættmenni og ekki var gert ráð fyrir að menn ráðstöfuðu eign með erfðaskrá
o Þó var komið til móts við kröfur kirkjunnnar þannig að mönnum var heimilað að ráðstafa 1/10 hluta eigna sinna til guðsþakka einu sinni á ævinni

Gjafir var óheimilt að gefa nema goldin væri og réðst það af sæmd þiggjanda hvernig hann launaði gjöf

Eignarrétturinn
o Tryggilega verndaður, einkum fasteignir, og ýmsar skorður reistar við framsali jarða
o Hefð á jörð var ekki hægt að vinna, brigðaréttur var ótakmarkaður og traustfangsreglur óþekktar
o Kaup fóru fram munnlega og lutu ströngum formreglum
o Almennt má segja að löggjöfin var ekki miðuð við viðskipti væru mikil. Hún endurspeglast landbúnaðarþjóðfélag sem ber einkenni sjálfsþurftarbúskapar

67
Q

Íslendingar ganga Noregskonungi á hönd 1262 – 64

A

Á 13 öld raskaðist stjórnskipan landsins mjög og stórfelld innanlands átök lömuðu þjóðfélgaið unz Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með sérstökum sáttmála – Gamla sáttmála – sem gerður var á árunum 1262-64

Meginefni sáttmálans var það að Íslendingar viðurkenndu yfirráðs konungs og hétu honum greiðslu tiltekins skatts

Gegn þessu skyldi konungur tryggja frið í landinu og líklega viðurkenna löggjafarvald Alþingis

Í lok sáttmálans skírskotuðu Íslendingar til mótstöðuréttarins þannig að þeir teldu sig lausa ef sáttmálinn ryfist að bestu manna yfirsýn

68
Q

Ný löggjöf

A

Járnsíða 1271-73, sbr. Landslög Magnúsar lagabætis.
- Efni hennar var að langmestu leyti sótt í lög Magnúsar lagabætis og mæltist ekki vel fyrir, enda átti bókin ekki vel við aðstæður á Íslandi

69
Q

Jónsbók 1281

A

Í stað þess að endurskoða Járnsíðu var samin ný lögbók og send til Íslands haustið 1280

Jónsbók 1281, sbr. Grágás (105 kapítuli af 251) og Landslög.
- Andmæli lögstétta:
 Kirkja: Gengið á dómsvald og fjárhagsforræði.
 Bændur: Gengið á frelsi og eignir.

Réttarbætur 1294, 1305, 1314.

Jónsbók = endurbætt útgáfa af járnsíður
Jónsbók tekur miklu meira mið af Grágás

Miklar breytingar á réttarskipan landsins við lögfestingu Jónsbókar, en hún var meginundirstaða íslensk réttar næstu fjórar aldir – raunar allt fram á 17.öld

Þótt henni væri illa tekið í upphafi náði hún fljótlega miklum vinsældum

Engin bók hefur átti jafnríkan þátt í að móta réttarvitund þjóðarinnar og varðveita íslenska tungu og Jónsbók

Áhrifamesta bók réttar-og menningarsögu íslendinga

70
Q

átök um stjórnskipun 1280 - 1319

A

Eftir dauða Magnúsar lagabætis 1280 hófust mikil átök milli ríkis og kirkju og um valdsvið konungs

Eiríkur Magnússon r. 1280-1299:
- Ríkisráð þrengir að höfðingjum, norskir umboðsmenn. Konungur ekki hylltur.

Hákon háleggur r. 1299-1319:
- Konungur hylltur 1302, sáttmáli endurnýjaður.

71
Q

Konungsvald og þingstjórn 1319 – 1662

A
  1. Konungur og Alþingi fara saman með löggjafarvald.
    - Löggjafarvald var lítið á næstum öldum, jónsbók var nóg
  2. Framkvæmdavald í höndum konungs: sýslumenn og (frá 14. öld) hirðstjóri (höfuðsmaður).
  3. Sýslumenn eiga dómnefnu í héraði og innheimta konungstekjur.

Alþingi:
a. Sýslumenn kveða 84 bændur til þingreiðar, 36 af þeim skipaðir til lögréttusetu af lögmönnum ásamt hirðstjóra. Lögmenn tveir oddvitar.
b. Hirðstjóri og lögmenn nefna lögréttumenn í dóma: 6, 12,
24. Lögrétta öll gat dæmt í undantekningarmálum

Löggjöf:
1. Réttarbætur: konungur og þing.
a. Kongurinn á frumkvæði, þarf samþykkis lögréttu
2. Skipanir: konungur einn.
a. Ekki samþykki lögréttu
3. Alþingisdómar: þingið eitt (um gildandi lög).
a. Litlar breytingar. Þegar alþingi setur lög heitir það dómar
4. Alþingissamþykktir: nýmæli þar sem lög skortir
a.

72
Q

Kirkjan öðlast sjalfstæði

A

Íslenska kirkjan var í upphafi nátengd veralegu valdi

Biskaupar landsins sátu í lögréttu og áttu jafnvel goðorð og sama er að segja um klerka

Smá saman efldist kirkjann og í lok 13.aldar hafði hún að mestu náð því sjálfstæði sem stefnt hafði verið að frá því á 11.öld

Árið 1275 samþykkti Alþingi nýjan kristinrétt fyrir Skáholtsbiskupsdæmi
- Ákvæði hans fjölluðu nær eingöngu um samskipti kirkju og landslýðs, einkum skyldur fólks við kirkjuna, en ekkert um innri málefni hennar; þau voru veraldlegu valdi óviðkomandi

Véfengdur fram á 14.öld

Í hólabiskupdæmi var hann ekki lögfestur fyrir en árið 1354

Nú hafði kirkjan náð dómsvaldi bæði í klerkamálum, þ.e. málum þar sem klerkar voru aðiliar, og kristinréttarmálum, málum sem féllu undir ákvæði kristinréttar, þar á meðal þeim sem lutu að sifjum, erfðum, trú og helgihaldi og kirkjum

Í Járnsíður og síðar Jónsbók er enginn kristinnréttur, enda var hann samþykktur sérstaklega, einungis mælt fyrir um hina viðurkenndu trú og völd konungs og biskaups

Biskupar og klerkar víkja af þingi.

Staðamál fyrri (lok 12. aldar) og síðari (lok 13. aldar). Sættargerðin í Ögvaldsnesi 1297.

Biskupar stjórna með umboðsmönnum (officiales) og próföstum í prófastsdæmum. Prófastar innheimtu kirkjuskatta-/gjöld og nefndu menn í kirkju-/klerkadóma.
- Biskupar höfðu sér til aðstoðar officiales bæði til að stýra andlegum málefnum og veraldlegum
- Prófastar störfuðu í sérstökum umdæmum. Þeir innheimtu þá skatta sem krikjunni bar og sáu um að framfylgja lögum hennar. Einnig nefndu þeir menn í dóma sem höfðu lögsögu í málum krikjunnar. Prófastar biskaups voru í stjórnarkefi kirkjunnar nánast hliðstæða sýslumanna konungs

73
Q

Breytingar á löggjöf

A
  1. Refsiréttur: upptaka líkamsrefsinga, s.s. brennimerking hýðing og dauðarefsing. Mið af högum brotamanns. Viðurlagaákvæði almennt mildari en í Landslögum.
    - Grágás er ekki með neinar dauðarefsingu
  2. Réttarfarsreglur: formföst sönnun víkur fyrir frjálsara sönnunarmati; kviðir víkja fyrir aðildareið og vætti.
    - Beinum vitnisburði
  3. Einkaréttur: umfram aðra þætti í anda þjóðveldislaga. Kaup handsöluð í tveggja votta viðurvist og votts að heimild seljanda á eign. Bréfað í undantekningartilvikum.
    - Krafa um það að viðskipti séu bréfaðir
  4. Erfðaréttur: áhrif norsks óðalsréttar; synir erfa höfuðból, dætur útjarðir og lausafé.
    - Almennt einkenni í Evrópu
    - Frumburðarréttur
  5. Félagsleg áhersla: ákvæði um heysölu, takmörkun ábyrgðar á leigufé, o.fl.
    - Finnst mikið í jónsbók en ekki grágás
74
Q

Réttarstaða Íslands gagnvart öðrum ríkjum

A

Noregur og Danmörk í eina sæng 1380: Ísland undir Dönum til 1944.

Konungsvald veikt á Íslandi á 14. og fram á 15.öld, en vex eftir það.

75
Q

Siðbreytingartímar 1541 – 1551

A

Kirkjuordinansía Kristjáns 3. 1537: Konungur leysir páfa og kirkjulegar stofnanir og embættismenn af hólmi. Löggjöf, dómsvald og forræði eigna færist til konungs. Lögtekin í Skálholtsbiskupsdæmi 1541 og 1551 í Hólabiskupsdæmi.
- Innleiddi ný kirkjulög

Aukið konungsvald í veraldlegum dómsmálum: stofnun yfirréttar 1563 (1593). Hirðstjóri á dómnefnu. Málum skotið frá lögréttu.
- Ýmis kirkjumálefni verða að vera
- Áfrýjunar dómstóll

Refsiréttur og sifjaréttur: hertar refsingar fyrir siðferðis- og sifjabrot. Stóri dómur 1565 (endanlega afnuminn 1838). Skýrari hjúskaparreglur með ordinantsíunni 1537 og með hjúskapargreinum 1587 (endanlega felldar úr gildi 1921).
- Veraldarvald að setja, konungur orðinn öflugur

76
Q

Einveldi 1662

A

Einveldi í Danmörku og Noregi 1660 og erfðaríki.
-Einveldishyllingin eða erfðahyllingin 1662: Kópavogsfundurinn.

Konungalögin 1665: Löggjafarvald alfarið til konungs. Þó dæmd lög í lögréttu fram til 1700.
- Eftir það fóru nær eingöngu dómstörf fram á þingu

Hæstiréttur Dana 1661.
- Æðsti dómstóll Íslendinga

Umboðsstjórn: stiftamtmaður (1684) í Höfn (til 1770, eftir það á Íslandi), landfógeti (1684) á Íslandi (fjár- og atvinnumál) og amtmaður (1688) á Íslandi (dóms- og kirkjumál).

77
Q

Norsku – og Dönsku lögin á Íslandi

A

Lagaumbætur Kristjáns 5.:
1. Dönsku lög 1683.
2. Norsku lög 1687.

Íslensk lögbók í anda Norsku laga:
1. 1688: Lögmenn ásamt lögfróðum mönnum skulu semja: biskupar kirkjulagaþátt. Frumvarp fellt.
2. 1719: endurtekið.
3. Fram á fyrri hluta 19. aldar: lifandi krafa, en ekki uppfyllt.

Niðurstaða: lögtaka einstakra þátta Norsku- og Dönsku laga.

1719-1732: Réttarfarsreglur Norsku laga lögteknar á Íslandi.
1734: Norsku lög lögleidd sem vararéttarheimild þar sem íslensk lög skortir. Norsku lög skulu áfram grundvöllur manndráps- og þjófnaðarmála.
1769: Erfðalög Norsku laga lögleidd á Íslandi.
1831: Dönsku lög um lögræði og fjárhald lögleidd á Íslandi.
1838: Öll refsilög Dönsku laga lögleidd á Íslandi.

*jónsbók er ekki aflögð, hefur aldrei verið aflögð, enn greinar í dag í lögum

78
Q

Breytingar á refsirétt og réttarfari

A

Alþingi og dómar:
Sýslumenn dómarar. Lögmenn dæma hvor um sig. Lögréttumenn verða þingvottar einungis (fækkað í 16, og fer svo fækkandi út öldina uns þeir urðu 4 1796). Yfirréttardómarar 6 að lokum. Alþingi í Reykjavík 1799 og 1800 en þá lagt niður.

Dómarar:
Rannsaka bæði einkamál og refsimál, þó einkum refsimál er á líður. Málsmeðferð skrifleg. Sækjandi skal sanna. Eiður hverfur. Þróast til rannsóknarréttarfars.

Refsiréttur:
Ákvæði Norsku laga um manndráp og þjófnað leysa Jónsbók af: lífstíðarhegningarvinna í stað dauðarefsingar í þjófnaðarmálum. Samþykki kansellís fyrir dauðarefsingum.

79
Q

Dönsk löggjöf ryður sér til rúms á Íslandi

A

Dönsk og norsk lagaboð berast Íslandi, formlega og ekki, frá stjórnardeildum konungs í Höfn (oft á dönsku). Verða gildandi í framkvæmd og dómum.

Áhrif:
1. Hæstaréttar Dana.
2. Lagadeildar Hafnarháskóla (st. 1736).

Við vorum með hluta úr dönsku, hluta úr norsku lögum og jónsbók og það hafði þau áhrif

Það ætti að vera falegir dómarar, embættismenn menntaðir
Allir lærðu dönsku

80
Q

Óvissa um gildandi lög

A

Stofnun Landsyfirréttar 1801. “Hreinsunarstarf.”
Þrír menntaðir dómarar. Magnús Stephensen.

Annaðhvort leggja niður alþingi eða flytja til reykjavíkur
Alþingi er lagt niður
Koma á falegum dómstóli
Um miðja 19 öld einveldi lýður undir lok og vakna upp spurningar Ísland

81
Q

Réttarstaða Íslands í upphafi 19.aldar

A

Ísland komst nú í annað sinn á áhrifasvæði Englendinga sem réðu yfir Norður-Atlandshafinu. Að lögum var Ísland sem hluti Danmerkur í ófriði við Englendinga, en Englendingar viðurkenndu sérstöðu Íslands og leyfðu siglingar og verslun milli landanna.

82
Q

Breytingar á stjórnskipan

A

Júlíbyltingin hafði þau áhrif að stéttaþing voru saman kölluð í Danmörku og vakti það kröfur Íslendinga um að Alþingi yrði endurreist. Varð það gert 1843 og kom fyrst saman sem ráðgefandi þing 1845

Árið 1874 var Íslandi sett stjórnarskrá á grundvellli þessarar nýskipunar. Alþingi fékk löggjafarvald í þeim málum sem töldust sérmál samkvæmt stöðulögunum og fjárveitingarvald.

Í Kaupmannahöfn var stofnað sérstak ráðurneyti fyrir Ísland og dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Dana var jafnframt ráðherra íslands

83
Q

Helstu laganýmæli

A

Frumkvæði að nýjum lögum kom nú einkum frá hinni nýju íslensku stjórnardeild í Kaupmannahöfn og Alþingi sjálfu

Fjárforræði ómyndugra 1847, tilskipyn um nokkrar breytingar á erfðalögunum 1850, en þar voru gerðar breytingar á þeirri skipan mála sem gert var ráð fyrir í erfðaákvæðum Norsku laga. Var sú breyting merkust að konur og karlar hljóta jafnan arfshluta. Hegningarlög 1869 sem leystu af hólmi refsiákvæði Dönsku laga og fjölda annarra lagaboða

Dauðarefsing var numin úr lögum 1928, en síðast fullnægt á Íslandi árið 1830

Eftir að Alþingi hafði fengið löggjafarvald árið 1874 fór lögum fjölgandi
o Víxillög 1882
o Firmalög og vörumerkjalög 1903
o Skiptalög 1878
o Lögtakslög 1885
o Aðfararlög 1887
o Gjaldþrotaskipti 1894
o Sjá meira í bók

84
Q

Heimastjórn 1904

A

Fólst í því að skipaður var sérstakur ráðherra fyrir Ísland, íslenskur maður með aðsetri í Reykjavík og þingræðisskipan komið á

Ráðuneyti Íslands sem stofnað hafði verið 1874 flutt til Reykjavíku

Miklar breytingar í atvinnulífinu og öllum þjóðfélagsháttum
- Fólk streymdi úr sveitum til þéttbýlis og þjóðinni fjölgaði ört

85
Q

Mikið löggjafarstarf

A

Meðal mikilvægara laga sem sett voru um atvinnumál í upphafi heimastjórnar má nefna lög um fyrningu skulda 1905 og lög um hefð frá sama ári, vegalög 1907, almenn viðskiptalög 1911 og siglningalög 1913 sem endurskoðuð voru 1914

Á sviði félags- og menntamála má nefna sveitarstjórnarlög og fátækralög bæði frá 1905 og almenn fræðslulög frá 1907 og lög um Háskóla Íslands 1909, en hann tók til starfa 1911

Loks má geta þess að árið 1909 voru sett lög um aðflutningsbann á áfengi, sem fljótlega var þó slakað á vegna viðskiptahagsmuna og vandkvæða á framkvæmd. Endanlega voru þau afnumin 1933

86
Q

Fullveldi 1918 – Hæstiréttur 1920

A

Árið 1915 voru gerðar breytingar á öðrum ákvæðum stjórnarskráinnar og voru þær merkastar að lögleiddur var almennur kosningaréttur og því fylgdi meðal annars að konu fengu kosningarétt til Alþingis

Árið 1914 skall á heimstyrjöldin fyrri og tengls við Danmörku rofnuðu

Að heimstyrjöldinni lokinni 1918 voru aðstæður gerbreyttar, reglan um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna meðal annars viðurkennd

Samband Danmerkur og Íslands var nú skipað með sérstökum lögum – Dansk – íslenskum sambandslögum sem tóku gildi 1.desember 1918.
o Ísland var viðurkennt fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku auk þess sem tiltekin málefni skyldu vera sameiginleg með ríkjunum, svo sem hæstiréttur, landhelgisgæslan og utanríkismál
o Í framhaldi af setningu sambandslaganna var samin ný stjórnarskrá – stjórnarskrá konungsríkisins Íslands – lögfest 1920

Þegar árið 1919 var ákveðið með lögum að æðsta dómsvaldið skyldi flutt inn í landið með stofunum Hæstaréttar og tók hann til starfa 1920
o Skipaður 5 dómendum og málflutningur var þar munnlegur
o Var það nýmæli

87
Q

Lagasetning nútímaþjóðfélag

A
  • Eftir fullveldið 1918 færðist enn líf í lagasetningu
  • 1921 – 1923 var sifjalöggjöfin endurskoðuð
  • Sett lög um lausafjárkaup 1922 og samningalög 1936
  • Ítarleg löggjöf um orkumál var sett með vatnalögum 1923
  • Skattalöggjöfin frá 1877 hafði lengi verið endurskoðun og nýlöggjöf var loks sett 1921
  • Bók rest
88
Q

Fordæmisréttur

A
  • Meðferð einkamála réðst talsvert af fordæmum áður en heildarlög voru sett árið 1936
  • Dómstólar hafa mótað fjölmargar reglur á sviði einkarréttar og fjármunaréttar, t.d. reglur um condictio indebiti og negotiorum gestio
  • Meginreglur bótaréttarins eru sóttar í fordæmi
  • Meginreglur stjórnsýsluréttarins voru flestar sóttar í fordæmi, unz stjórnsýslulög voru sett árið 1993
89
Q

Einkenni réttarþróunnarinnar

A
  • Helstu lög sem sett voru á Íslandi eftir miðja 19.öld og dæmi hafa verið nefnd um hér að framan voru þýðingar danskra laga með smávægilegum breytingum
  • Þegar löggjafarsamvinna Norðurlanda hófst um síðustu aldamót var margt úr þeirri lagasetningu lögfest á Íslandi

Á síðustu árum er orðið fremur fátítt að lög séu þýdd eins og áður, heldur unnin sjálfstætt. Hins vegar er mjög leitað erlenda fyrirmynda og þær þá einkum sóttar til Norðurlanda

90
Q
A