réttarvenja Flashcards

1
Q

Réttarvenja

A

Venjur skipta miklu máli í öllum samskiptum manna. Venju má lýsa sem hvers konar reglubundna háttsemi. Réttarvenja er reglubundin háttsemi sem er til marks um eða stjórnast af sannfæringu um að mönnum beri að haga sér á einhvern tiltekinn hátt. Viðurkennt er í íslenskum rétti að háttsemi sem menn hafa fylgt um tiltekið tímabil og að fullnægðum nánar greindum skilyrðum geti orðið grundvöllur réttarreglu – eða með öðrum orðum að venjan geti orðið réttarheimild

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Þróun venjuréttar

A

Upphaflega má skipta í fjögur stig: 1) opinberun guðs, 2) venja, 3) stétt manna (lagamenn) sem skilgreina rétt manna, 4) ákvarðanir bundnar við vilja til að ná ákveðnu markmiði með því að stýra háttsemi manna, einkum sett lög. Venja er því samkvæmt þessu upprunalegri réttarheimild en sett lög. Ekki eru menn sammála um hvenær venjurétturinn hófst en hann er fyrstu viðbrögð samfélagsins við því ögnþveiti og upplauns sem orðið getur vegna hagsmunaárekstra þegnanna. Venjurétturinn hefur stuðlað að því að segja megi fyrir um tiltekið ferli í þjóðfélaginu með því að hann tryggir að samskonar tilfellu séu meðhöndluð á sama hátt, hann er því í samræmi við lýðræði og réttarríki. Réttarvenja var mikilvægasta réttarheimildin frá upphafi miðalda, þar til formlegt lagasetning færðist í aukana seint á 11.öld

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Flokkar venju

A

Þegar vísað er til venju í ákvæðum settra laga er rætt um lögvenju. Síðan geta venjur verið mótaðar af stjórnarstofnunum sem hafa með höndum lagaframkvæmd og móta venjureglur í skjóli valdheimilda sem kallast stjórnvenjur. Þannig verður til venjuréttur á sviði stjórnskipunar, stjórnsýslu og réttarfars.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Stjórnskipunarvenja

A

Með stjórnskipunarvenju er átt við venjur sem myndast á sviði stjórnskipunar vegna athafna handhafa ríkisvalds, þ.e. löggjafans, framkvæmdavalds eða dómsvalds. Stjórnskipunarvenja verður ekki breytt nema með stjórnarskrárbreytingu. Stjórnskipunarvenjur hafa sömu stöðu og stjórnarskrárákvæði, trompa almenn lög.

Dæmi: á sviði stjórnskipunar verður fyrst fyrir 1.gr. stjskr: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Hvorki í öðrum ákvæðum stjskr né öðrum lögum er skýrt hvað felst í orðunum þingbundinni stjórn, í framkvæmd hefur þróast þingræðisreglan, sem felur það í sér að engin ríkisstjórn getur setið nema hún njóti stuðnings eða að minnsta kosti hlutleysis meira hluta Alþingis. Í hrd. Kjarnfóðurgjald skýrði HR 40.gr. stjskr þregjandi með vísan til langrar og athugasemdalaustrar venju löggjafans. Þá er það viðurkennd stjórnskipunarvenja studd mörgum fordæmum að dómstólar landsins hafa rétt til að skera úr því hvort lög verða samþýdd stjórnarskrá, sbr hrd. Hrafnkatla

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Dómvenja

A

dómstólar móta einnig venju þegar fordæmi eru ítrekuð, t.d. sakarreglan og reglan um vinnuveitendaábyrgð. Í Hrd. Svipting ökuréttar var litið til langrar dómvenju um að einungis þyrfti blóðrannsókn til staðfestingar ölvunar við asktur en ekki einnig rannsókn á lofti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Almannavenjur

A

Margar samskiptvenjur manna eru mótaðar af venjum án atbeina þeirra sem með allsherjarvald fara. Þetta má leggja að jöfnu við þegjandi samkomulag þjóðfélagsþegnanna. Eðli málsins samkvæmt vekja slíkar venjur sjaldan ágreining og því finnst þess fá dæmi að dómstólar skírskoti til slíkrar venju einnar sér, þó má finna dæmi þess.

Hrd. undirkjörstjórn þar sem reyndi á hvort kjörstjórnarmenn undirkjörstjórnar gætu krafist launa fyrir störf sín. Þögn laganna og venja þess efnis að greiða ekki laun þóttu skírskota til þess að þeir ættu ekki rétt á launum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Staðbundnar venjur

A

Einnig eru til venjur sem gilda einungis á takmörkuðu svæðum. Marg mælir gegn því að viðurkenna þær réttareining rofnar, löggjöf verður flókin og óljós, hætt er við réttaróvissu og vandkvæði verða á að framfylgja lögum. Í hrd. Skipaárektur varð bátaárekstur og siglingalögin sögu að annað skipið væri í rétti, en hann sem var í órétti sagði að það væri staðbundin venja hjá síldarskipum að hann ætti réttinn því hann var nær síldartorfunni. Niðurstaða HR var svo að ekki var talið staðhæft að slík regla þokaði gildandi siglingarlögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Viðskiptavenjur

A

skipta mestu máli og á þær reynir oftast í framkvæmd. Lög vísa oft í venju til fyllingar ákvæðum, sem og samningar en víkja má venjum til hliðar, í samningum, ef þær eru taldar ósanngjarnar. Viðskiptavenjur geta staðið algerlega einar og sér, þurfa ekki að eiga sér stoð í lögum né samningum. Í Hrd. leiguvanskil þar sem leigusali krafðist útburðar leigjanda vegna vangreiddrar leigu. Sýnt var fram á að leigjandi borgaði marga mánuði í senn, eftir á, án athugasemda leigusala og var þá talin hafa myndast viðskiptavenja þeirra á milli, leigjandi ekki borinn út.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Löghelgan venju- Skilyrði þess að venja sé binandi

A

Við mat á því hvort venja hafi fengið á sig þá festu að hún geti orðið grundvöllur réttarreglu eru sjö atriði

Aldur
Stöðugleiki
Afstaða manna til venju
Venja sanngjörn, réttlát og haganleg
Venja mótast friðsamlega
Venju fylgt í allra augnsýn
Lágmarks útbreiðsla

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

aldur

A

því eldri og fastmótaðir sem réttarvenja er því traustari grundvöllu er hún undir réttarreglu. Á hinn bóginn verða ekki settar reglur um það hversu gömul venja skuli vera til þess að svo megi verða. Í hrd. Kjarnfóðurgjald var talin vera löng og athugasemdalaus venja fyrir því að skattlagningarvald væri framselt að vissu leyti til ráðherra

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

stöðugleiki

A

Mikilvægt er að venjunni hafi verið fylgt stöðugt og af samkvæmni, enda ljóst að einstakur atburður verður ekki grundvöllur venju. Hrd skipun/ráðning ríkisstarfsmanns var deilt um hvort maður hefði verið skipaður eða ráðinn í starf sem honum var svo vikið úr. HR sagði að væri við „ekki við trausta stjórnsýsluvenju að styðjast“ og manninum greiddar bætur í samræmi við það að hann hafi verið skipaður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Afstaða mann til venju

A

– Í þessu tillitit þarf að gera greinarmun á því sem má kalla vana og menn fylgja hugsunarlítið og venju sem menn fylgja með vitun og vilja, vegna þess að þeir eru knúðir til þess með einhverjum hætti. Ógerlegt er að skera úr því hvort menn fylgja venjum af lagalegum eða siðferðilegum ástæðum, en til viðmiðunar verður það helst haft hvort venja sé á þeim sviðum sem almennt þykir nauðsynlegt að skipa með lögum. Venjur á því sviði má því almennt telja réttarvenjur, en telja má miðað við mat á þessu hafi dómstólar allfrjálsar hendur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Venja sanngjörn, réttlát og haganleg

A

áskilja verður að venja sé í samræmi við skoðanir alls þorra manna á því hvernig skipa á málum. Ef skortir mæli það gegn því að venja sé viðurkennd. Raunar má ætla að venja verði tæplega gömul og rótgróin nema hún sé nokkrun veginn í samræmi við almenna réttarvitund. Venja verður að vera hagkvæm og skynsamleg: geyma reglu sem sé eðlileg í framkvæmd. Ef á þetta skortir verða önnur rök að vera þyngri á metunum til þess að viðurkenna megi venju. Venja verður að vera í samræmi við meginreglur laga. Hrd. uppsögn slökkviliðsmanns þar sem slökkv.l.maður taldi sig eiga rýmri uppsagnarfrest en þrjá mánuði en HR taldi það „eðlilega ákveðið skv. íslenskum lagavenjum.”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Venja á að mótast friðsamlega

A

Mikilvægt er að venja mótist friðsamlega. Einstakir þrýstihópar mega ekki þvinga menn til ákveðinnar háttsemi sem verður svo lögð til grundvallar sem venja. Dómstólar hafa ekki tekið beina afstöðu til þessa, þó er talað um „athugasemdalausa” venju í kjarnfóðurgjaldsdómnum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Venju fylgt í allra augsýn –

A

– Það skilyrði að setja til að venja geti löghelgast að henni sé fylgy í allra augnsýn. Sömu rök og með birtingu laga, þó dómstólar hafi ekki tekið afstöðu til þessa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Lágmarks útbreiðsla

A

Lágmarks útbreiðsla – skilyrði að venja hafi einhverja lágmarks útbreiðslu, almenn útbreiðsla talin styrkja viðurkenningu á venju skv. réttarframkvæmd. Í Hrd. óiðnlærðir aðstoðarmenn reyndi á hvort óiðnlærðir aðstoðarmenn mættu vinna verk iðnaðarmanna en fyrir þessu var talin „algeng venja bæði hér á landi og erlendis”.

17
Q

Flokkun réttarvenja

A

Réttarvenju má flokka í þrjá meginflokk eftir því hver afstaða þeirra er til settra laga:
1. Réttarvenja mótast þar sem engum lagareglum er til að dreifa.
2. Réttarvenja er til fyllingar einstökum greinum laga, annars vegar með því að auka við ákvæðin og hins vegar með því að ganga framar þeim.
3. Réttarvenja gengur í berhögg við sett lög, annars vegar þannig að ný regla mótast sem þokar settu lagaákvæði og hins vegar með því að sett ákvæði fellur niður án þess að ný regla verður til.

18
Q

Réttarvenja myndast þar sem engin sett lög eru fyrir

A

Venja er upprunalegri réttarheimild en sett lög. Venjurétturinn myndast sjálfstætt eftir að þjóðfélag hefur náð þeim þroska að stofnanir ákvarða nánar efni réttarreglna með lagasetningu. Eftir því sem hlutur laga vex verður svigrúm minna til myndunar sjálfstæðs venjuréttar. Dæmi um reglu sem myndast hefur af réttarvenju þar sem engin lög eru fyrir er þingræðisreglan, sem hvergi er nefnd í lögum.

19
Q

Vísað til venju í settum lögum

A

Víða í lögum er vísað til venju og löggjafinn hefur þar með nokkrum hætti tekið venjur upp á arma sína og löghelgað þær. Venjur eru þá til fyllingar lagaákvæðum og auka við merkingu þeirra, jafnvel er gengið lengra og venja látin ganga framar settum lögum. Í hrd. Kjarnfóðurgjald þokaði t.d. venja ákvæði í stjskr.

20
Q

Réttarvenja gengur í berhögg við lög

A

Venja getur gengið gegn settri lagareglu þannig að hún myndi nýja reglu eða felli á brott reglu án þess að önnur komi í hennar stað. Dæmi um þetta er lög um mannanöfn/ættarnöfn sem ekki er framfylgt.

21
Q

Lög falla úr gildi fyrir fyrnsku

A

Nú getur það gerst að venja felli brott ákvæði í lögum án þess að neinar reglu komi í þeirra stað – ákvæðið venst úr lögum. Þetta gerisr þannig að lagaákvæði gleymast, menn hætta að fara eftir þeim og yfirvöld hætta að framfylgja þeim. Ástæðan er sú að ákvæðin eru ekki í lengur í samræmi við hugsunarhátt manna og réttarvitund – þau er úr takt við tíðarandann. Þegar þetta gerist er sagt að lög falli úr gildi fyrir fyrnsku

22
Q

..og aðeins um sönnunarbyrði venju. Fjallaðu að lokum eilítið um rök með og á móti venjurétti.

A
23
Q

Sönnunarbyrði

A

Dómari sker úr því hverju sinni, eftir mati á gögnum sem fram hafa komið í máli, hvort staðhæfing um umdeild atvik teljist sönnuð. Reglan er um venju að sá sem ber hana fyrir sig þarf að sanna tilvist hennar og efni, nema hún sé alkunn. Í Hrd. birting stefnu fyrir forstjóra var stefna á hendur fyrirtæki birt eiginkonu forstjóra þess á heimili þeirra. Stefnandi vildi meina að venja væri fyrir þessu, ekki þyrfti að birta stefnu á heimilisfangi fyrirtækisins, en fékk það ekki sannað og var málinu vísað frá.

24
Q

Rök fyrir:

A
  • Tryggir að sams konar meðferð sams konar tilfella og hefur þannig búið til haginn fyrir lýðræði og réttarríki
  • Venjuréttur kom í veg fyrir algert valdaleysi fólks á miðöldum
  • Einnig lýðræðislegar að því marki að þær verða til fyrir sammæli í samfélaginu á þeim sviðum þjóðlífsins þar sem skipulagningar er þörf
  • Sveigjanlegar, geta verið hagkvæmar, fela oft í sér málamiðlun og breytast gjarnan hægt og bítandi til samræmis við tíðaranda
25
Q

Rök gegn

A
  • Venjur þróast hægt, stundum æskilegt að lög séu sett án tafar.
  • Venja getur mögulega mælt fyrir um óskynsamlega reglu og því æskilegt að hægt sé að segja reglu annars efnis, á allt eins við um aðrar heimildir
  • Réttarvenja getur verið óskýr og óviss að efni til
  • Réttarvenja á sér ekki uppruna í ákvörðun lýðræðislegra kjörna fulltrúa (en samt háttsemi flestra kjóenda sem hún snertir)
26
Q
A