Samræmisskýring Flashcards

1
Q

Hvað er samræmisskýring

A

Með samræmisskýringu er átt við að dregnar eru ályktanir um merkingu lagaákvæðisins með því að athuga merkingu hugtaka, orðalags og setninga í öðrum lagaákvæðum. Lagaákvæði er túlkað til samræmis við önnur lagaákvæði. Samræmisskýring skiptist í innri og ytri samræmisskýringu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Innri samræmisskýring

A

Innri samræmisskýring
innri samræmisskýring byggist á þeirri meginreglu að túlka beri einstök ákvæði í lagabálki til samræmis við önnur sambærileg ákvæði í sama lagabálki. Almennt er gengið út frá þeirri forsendu að lagabálkur myndi samhangandi heild eða kerfi. Því almennt haldbært að beita innri samræmisskýringu og hún hefur að jafnaði mikið vægi. Þegar henni er beitt er horft í samhengi hlutanna í tilteknum lagabálki. Í UA atvinnuleysistrygginar kvartaði A yfir úrskurði úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta þar sem staðfest sú ákvörðun úthlutunarnefndar að A bæri að endurgreiða Atvinnuleysistryggingarsjóði einfaldar ofgreiddar atvinnuleysisbætur auk þess sem bótaréttur hennar hafi verið felldur í 2 mánuði. A hefði aðstoðað maka sinn við pappírsvinnu og samningsgerð og titlað sig sem markaðs- og sölustjóra. Í áliti UA sagði m.a.: að í lögum er mælt að bótaþegi missi bótarétt sinn ef hann „reynir“ að afla sér bóta með því að gefa „rangar eða villandi“ upplýsingar eða „leyna upplýsingum um hagi sína, maður „reynir“ ekki eitthvað af gáleysi. Hér var efnisreglan í lagaákvæði í X túlkað til samræmis við aðra nátengda efnireglur í lagaákvæði Y í sama lagabálki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Ytri samræmisskýring

A

Ytri samræmisskýring
Með ytri samræmisskýringu er átt við lagaákvæði er túlkað til samræmis við önnur lagaákvæði í öðrum lagabálkum, sbr hrd. Sumarhús kröfðust GH og GHR, ásamt börnum sínum, viðurkenningar á því að lögheimili þeirra væri í húsi sem þau höfðu byggt á svæði sem sveitarfélagið B hafði skipulagt sem frístundarbyggð, en Hagstofan hafði áður, að fenginni umsögn B hafnað beiðni um slíka skráningu. Krafa þeirra var tekin til greina og skýra bar hugtakið föst búseta í merkingu lögheimilslaga til samræmis við önnur ákvæði sömu laga og annarra laga sem kunna að varða það réttaratriði sem ákvæði lögheimilslaga fjallar um. Horft var einnig til skipulaga og skipulagsreglugerðar og var niðurstaðan sú á grundvelli ytri samræmisskýringar að ekki væru löglíkur fyrir því að menn geti haft fasta búsetu í skilningi laga á svæði sem ekki er æltað til heilsársbúsetu

Ekki er þó hægt að ganga út frá því sem vissu að hugtök, orðalag eða setningar í einum lagabálki haft sömu merkingu í öðrum. Aðrar forsendur, bakgrunnur og hugmyndir kunna að liggja til grundvallar öðrum lagabálki þótt líta megi á réttarkerfið sem samhangandi heild eða kerfi í víðtækara samhengi en þegar um að ræða einn og sama lagabálkinn. Lagabálkar geta varðað ólík málefnasvið. Vegna þess verður yfirleitt að færa rök sem réttlæta það að beita ytri samræmiskýringu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly