Sérstakar röksemdir með binandi áhrifum fordæma og röksemdir gegn binandi verkan fordæma Flashcards

1
Q

Sérstakar röksemdir með binandi áhrifum fordæma og röksemdir gegn binandi verkan fordæma

A

Röksemdir með og móti binandi verkan fordæma – hvað réttlæti að vikið sé frá fordæmi og hvað mæli því gegn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Röksemdir með

A

Samræmi – réttaröryggi – réttarvitund

Dómsmál færri

Jafnræði tryggt

Réttarástandi breytt afturvirkt

Vandi við endurheimt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Samræmi – réttaröryggi – réttarvitund

A

Fastheldni við fordæmi stulðar að samræmi í lagaframkvæmd og mótun réttarins verður þar af leiðandi í bestu samræmi við réttarvitund manna og tryggir um leið réttaröryggi. Því skal ekki víkja frá fordæmi nema þungvæg rök knýi á , svo sem bersýnileg mistök, mjög óheppilegar afleiðingar eða gerbreyttar forsendur. Sérstaklega verið að gefa því gætur að ósamkvæmni í dómaframkvæmd rýrir traust manna á dómstólum og réttarskipan þjóðfélagsins. Dómarar munu alltaf líta til fordæma og við það að fylgja þeim fá þeir viðbótarstuðning við niðurstöðu sína

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Dómsmál færri

A

Ef dómstólar fylgja fordæmum fá dómar meiri forsagnargildi en ella sem veldur því að sjá má fyrir niðurstöðu í svipuðum ágreiningsmálum sem síðar rísa. Þetta hefur meðal annars þann kost að iðulega verður komist hjá málaferlum. Það léttir á dómstólum og sparar mönnum útjöld

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Jafnræði tryggt

A

Ef hliðsettir dómstólar fylgja ekki fordæmum hver annars er hætta á misræmi í dómaframkvæmd þannig að þegnar þjóðfélagsins búi við ólíkar réttarreglur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Réttarástandi breytt afturvirkt

A

Með því að víkja frá fordæmi er lögum og landsrétti í vissum skilningi breytt afturvirkt. Dómstóll hefur dæmt lög um tiltekið efni á grundvelli staðreynda sem fyrir liggja. Síðar kemur til kasta dómstóla sams konar mál - þar sem kröfur ef til vill að einhverju leyti aðrar – sem höfðað er á grundvelli laga sem giltu þegar atvik hins fyrra máls gerðust og dómur dæmdi. Almennt má segja að heppilegra sé að breyta réttarskipan með settum lögum sem horfa til framtíðar, að minnsta kosti ef breytt er gagngert

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Vandi við endurheimt

A

Afturvirkni svo sem henni er lýst að framan ýtir undir að raskað sé ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í samræmi við löggjöf eins og dómstólar hafa mótað hana. Þeir sem innt hafa af hendi greiðslur og aðrar skyldur krefjast ef til vill endurgreiðslu og afleiðingar kunna að vera ófyrirsjáanlegar. Þetta hlýtur að ýta undir dómstóla að hvarfla ekki frá fordæmum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Röksemdir gegn

A

Hömlur á réttarþróun

Dómstólar bundir við ranga eða hæpna úrlauns

Atvik hvers máls ber að meta sérstaklega

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hömlur á réttarþróun

A

Fyrst ber að nefna að fastheldni við fordæmi leggur hömlur á þróun réttarins. Sérhver niðurstaða er reist á þeim lögum sem giltu þegar dómur gekk og staðreyndum sem þá lágu fyrir. Svo breytist löggjöf og dómur glatar fordæmisgildi sínu eða það er ekki það sama og fyrr. En jafnvel þótt lagagreinar standi óhaggaðar breytast viðhorf. Þegar fordæmi er metið verður að miða við breyttar forsendur og meta fordæmi út frá því. Dómar eru til vættis um tíðarandann á hverjum tíma og er hætt við að það rýrði traust manna á dómstólunum ef dómarar gæfu þessu ekki gaum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Dómstólar bundir við ranga eða hæpna úrlauns

A

Nú getur það gerst að dómur sé vafasamur eða blátt áfram rangur. Þetta gæti gerst með því að málflutningur lögmanna væri áfátt, þannig að mikilsverðar staðreynir hefðu ekki verið leiddar í ljós, lögmenn og dómarar misskilið eða þeim yfirsést lagaákvæði sem máli skiptu og niðurstaða þannig orðið röng. Einnig kynni dómara að hafa orðið á mistök við meðferð staðreynda eða túlkun á lögum sem haft hefðu áhrif á niðurstöðu án þess að málatílbúnaði lögmanna yrði kennt um. Þótt slíkum mistökum sé ekki til að dreifa kann eigi síður að vera ástæða til enduskoðunar þegar áþekkt mál kemur til úrlausnar dómstóls í annað sinn. Þá hefur gefist kostur á að gaumgæfa dóminn betur, óæskilegar afleiðingar hafa ef til vill komið í ljós, dómurinn sætt gagnrýni fræðimanna og bent hefur verið á aðra réttari niðurstöðu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Atvik hvers máls ber að meta sérstaklega

A

Telja verður til undantekninga að atvik mála séu nákvæmlega eins. Þótt átburðarrás sé hin sama eru einstalingsbundnar aðstæður einatt ósambærilegar og þær verður að vega og meta sérstaklega í hverju máli

Hrd. Villti tryllti villi: fyrsti og eini dómurinn þar sem sakhæfur maður hefur ekki þurft að þola vistun í fangelsi óskilorðsbundið fyrir manndráp af ásetningi. Hér leggja dómstólar áherslu á hversu sérstætt og óvenjulegt málið sé.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly