Skilgreiningar Flashcards

1
Q

Almenn lögskýring

A

Almenna lögskýringu má skilgreina þannig að um sé að ræða lögskýringarleið, sem valin er, þegar (1) ekki leikur vafi á að tilvik falli undir lagaákvæði samkvæmt textaskýringu, þ.e. mati á innra samhengi ákvæðis, eða þegar (2) heildarmat á samhengi ákvæðis leiðir til þeirrar ályktunar, að ekki sé lengur vafi um þá túlkunarniðurstöðu, sem var til staðar að lokinni textaskýringu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Þrengjandi lögskýring

A

Þrengjandi lögskýringu má skilgreina svo að um sé að ræða lögskýringarleið sem felur í sér að 1) tilvik er látið falla utan við lagaákvæði þegar vafi liggur fyrir um merkingu þess að loknu heildarmati á innra og ytra samhengi ákvæðisins eða 2) sérstök og knýjandi rök réttlæti að ákvæðið sé túlkað þröngt þótt með því sé vikið frá merkingu ákvæðisins sem leiðir af textaskýringu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Rýmkandi lögskýring

A

Rýmkandi lögskýringu má skilgreina svo að um sé að ræða lögskýringarleið sem felur í sér að 1) tilvik er látið falla undir lagaákvæði, þegar vafi liggur fyrir um merkingu þess að loknu heildarmati á innra og ytra samhengi ákvæðisins, eða 2) sérstök og knýjandi rök réttlæta að ákvæðið sé túlkað rúmt, þótt með því sé vikið frá merkingu ákvæðisins, sem leiðir af textaskýringu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Lögjöfnun

A

Lögjöfnun er þegar efnisreglur, sem leidd verður af lagaákvæði með túlkun, er beitt um eðlislík eða samkynja tilvik, sem falla ekki undir ákvæðið, enda verði talið að aðrar réttarheimildir geti ekki átt við um tilvikið og ljóst þykir af mati á ytra samhengi lagaákvæðisins að ekki standi mikilvæg lagarök eða meginreglur til þess að um tilvikið sé fjallað í öðrum réttarheimildum, og þá einkum í settum lögum. Fræðimenn deila um hvort um sé að ræða réttarheimild, lögskýringaraðaðferð eða hvort hún standi utan við lögskýringar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Afturvirki laga

A

Regla telst afturvirk þegar hún með nýjum fyrirmælum raskar með beinum eða óbeinum hætti lögbundnu ferli eða ástandi sem til hefur stofnast í gildistíð eldri laga. Nýmæli mega ekki breyta því virka ferli sm á sínum tíma var í saæmræmi við lög, t.d. stofnun félags. Hinsvegar getur löggjafinn með nýjum reglum framvegis ráðið efni réttinda og lögskipta, t.d. starfsskilyrði félaga. Löggjafinn hefur þó heimild til að setja afturvirkar ívilnandi reglur ef jafnræðis og annarra málefnalegra sjónarmiða er gætt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Eðli máls

A

Eðli máls hefur mjög lengi verið talið til réttarheimilda af íslenskum fræðimönnum, en þó aðeins þegar hinar heimildirnar þrýtur eða til rökstuðnings

Eðli máls í réttarheimildarlegri umræðu vísar einkum til ályktunar um hvernig eðlileg sé að fari um tilvik, þ.e. hvað sé réttlátt og hagkvæmt. Eðli máls mótar hugmyndir manna og æskilega félagsskipan. Sem réttarheimild vísar eðli máls til siðferðislegs mats á því hvernig fara skuli með tilvik. Almenn viðurkennt að nota megi eðli máls = réttarheimild. Einnig viðurkennt að nota sem lögskýringarsjónarmið. Menn greinir í eðli sínu á um siðferði og því erfitt að lýsa inntaki eðlis máls.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Framkvæmdarvald

A

Framkvæmdarvaldið er einn þáttur í þrískiptingu ríkisvaldsins, ásamt lagasetningarvaldinu og dómsvaldinu, sbr. 2. gr. stjskr. Forseti Íslands er formlega æðsti handhafi framkvæmdarvalds samkvæmt stjórnarskránni en í reynd eru það ráðherrar í ríkisstjórn, hver á sínu sviði, sem fara með æðsta framkvæmdarvaldið. Leiðir þetta af 11., 13., 14., og 19. gr. stjskr. Verkefni framkvæmdarvaldsins eru oft skilgreind með neikvæðum hætti enda margt sem fallið getur þar undir, en gert er rað fyrir að framkvæmdarvaldið geti sett reglur, þ.e. stjórnvaldsfyrirmæli sem eru almenn er þeim beint til ótiltekins fjölda manna. Framkvæmdarvaldið tekur einnig stjórnvaldsákvarðanir sem beint er til aðila og mæla fyrir um rétt hans og skyldur í ákveðnu tilfelli.

Einn af þremur þáttum ríkisvaldsins.Framkvæmdarvald er oftast skilgreint neikvætt þannig að í því felist opinbert vald sem hvorki telst löggjafarvald né dómsvald. Forseti Íslands og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskránni og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvald, sbr. 2. gr. stjskr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Meginreglur laga

A

Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakrar réttarreglu, fleiri réttarreglna, heils réttarsviðs eða laganna í heild“. Þær mótast oft á rótgrónum hugmyndum um siðferði sem rekja má aftur til Rómaveldis. þær geta verið sjálfstæðar réttarheimildir þegar lagaákvæði skortir en einnig hægt að hafa til hliðsjónar við lögskýringu

Meginreglur laga eru þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar í einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið. Samkvæmt nútIma réttarfarsreglum geta dómstólar ekki vísað máli frá þótt réttarreglu skorti. Þeir verð því að móta réttarreglu eða jafnvel setja hana og þá er spurningin, með hvaða heimild dómstólar gera það. Þá er möguleiki fyrir dómara að setja reglu með stoð í réttarheimild sem kölluð er meginreglur laga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Fordæmi

A

SL og ÁS: Með hugtakinu fordæmi er átt við að dómsúrlausn hafi gengið um tiltekið réttaratriði og sú úrlausn verði fyrirmynd í öðru dómsmáli.

Fordæmi - Skúli Magnússon

Þegar dómur er lagður til grundvallar síðari úrlausn sem fordæmi er hann þannig annað og meira en fyrirmynd úrlausnar. Hann er grundvöllur réttarreglu - réttarheimild - sem bindur hendur dómarans við niðurstöðu máls. Dómara er ekki frjálst að meta hvort hann telur dóminn heppilega fyrirmynd eða ekki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Dómsvald

A

Dómarar fara með dómsvaldið samkvæmt 2.gr. stjskr
* Meginhlutverk dómstóla er að leysa úr ágreiningi að einkarétti og skera út um refsverða háttsemi manna og viðurlög Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll ríkisins

Úrskurðarvald dómstóla um það hvort lög séu andstæð stjórnarskrá, hrd. hrafnkatla

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Grágás

A

– Lagasöfn Þjóðveldisins bera þetta nafn. Ekki lögbók í þrengri merkingu. Kemur fyrst fram nafnið grágás 1548 en engin veit afhverju. Fyrirferðamesta lagasafn germanskra þjóða á miðöldum, bókleg og lærður svipur.
 Hún er EKKI lögbók, en það væri lagatexti sem löggjafi setur saman og geriri gildandi með formlegum hætti

Grágás – Mesta lagaverk sem til á móðurmáli nokkurrar germanskrar þjóðar.
Skýring: í nýju þjóðfélagi þurfti að mikið löggjafarstarf til að leysa úr ágreiningi. Einnig leið stuttur tími frá allsherjarríki til þess að ritlistin barst tl landsins
- líflegt löggjafarstarf og ritmenning fylgdust að

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Jónsbók

A

Var þáttur í löggjöf Magnúsar Lagabætis konungs en Jón Einarrson var einn aðalhöfundur og kynnti hana fyrir Íslendingum. Sett árið 1281 og tók við af Járnsíðu, en hin síðarnefnda hafði átt einstaklega illa við Íslendinga og kröfðust þeir endurskoðunar á henni. Jónsbók var rædd á Alþingi og hún var endurskoðuð nokkrum sinnum. Meðal ágreiningsefna var að Klerkdómurinn taldi vera gengið á dómsvalds krikjunnar og fjárhagslegt sjálfstæði, en bændur töldu gengir á eignir sínar og samningsfrelsi. Jónsbók varð ein áhrifamesta bók í réttar- og menningarsögu Íslands.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Gagnaályktun

A

Gagnaályktun felur í sér að við túlkun lagaákvæðis er komist að þeirri niðurstöðu að tilvikið Z verður ekki talið falla undir lagaákvæðið, en jafnframt er haldbært að álykta sérstaklega að önnur (gagnstæð) efnisregla gildi um tilvikið X. Gagnaályktun kemur til greina þegar lagaákvæði hefur að geyma tæmandi talningu tilvika, enda sé ljóst að önnur gagnstæð regla gildi um tilvikið. Hún kemur almennt ekki til greina ef lagaákvæði er byggt á meginreglu laga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Venja

A

Venjur skipta miklu máli í öllum samskiptum manna. Venju má lýsa sem hvers konar reglubundna háttsemi. Réttarvenja er reglubundin háttsemi sem er til marks um eða stjórnast af sannfæringu um að mönnum beri að haga sér á einhvern tiltekinn hátt. Viðurkennt er í íslenskum rétti að háttsemi sem menn hafa fylgt um tiltekið tímabil og að fullnægðum nánar greindum skilyrðum geti orðið grundvöllur réttarreglu – eða með öðrum orðum að venjan geti orðið réttarheimild

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Söguleg skýring

A

Söguleg skýring er lögskýringaraðferð til þess að athuga forsögu ákvæðis og réttarsögulega þróun þess. Telja má að upplýsingar um forsögu lagaákvæðis geti haft þýðingu við úrlauns ágreinings um merkingu þess. Forsagan er því hluti af ytra samhengi lagaákvæðis.
Athugun á forsögu getur beinst af þeim samfélagslegu aðstæðum eða atvikum sem voru kveikjan að lagasetningu, sbr hrd. Aðskilnaðardómur þar sem HR komst að þeirri niðurstöðu að túlka ætti lagaákvæði með öðrum hætti en hafði verið gert áður þar sem aðstæður í samfélaginu hefðu breyst.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Markmiðsskýring

A

Með markmiðsskýringu er átt við þá lögskýringaraðferð að túlka lagaákvæði með vísan til markmiða þess. Markmið lagaákvæðis er það lögskýringarsjónarmið sem ljáð er vægi við túlkun ákvæðisins. Öll lagaákvæði stenfa að tilteknu markmiði einu eða fleiri. Því hefur verið haldið framað markmið lagaákvæðis hafi mest vægi við túlkun þess. Ármann Snævarr tók fram að ratio juris væri „front lögskýringarsjónarmið og ogt nefnt aðal (the golden rule) allra lögskýringar. Sumir fræðimenn hafa raunar lagt til grundvallar að markmiðsskýring þess sé eina lögskýringaraðferðin sem rétt sé að nota. Með markmiðsskýringu er leitast við að túlka lagaákvæði þannig að það nái því markmiði sem það stefnir að, sbr hrd. Forkaupsréttur sveitarfélaga þar sem niðurstaða dómsins var að túlka orðið „barn“ á þann hátt að barnabarn félli einnig þar undir með vísan til þess að markmið ákvæðisins væri að forkaupsréttur nyndi ekki virkjast ef að eigandi seldi jörðina til afkomenda sinna.

17
Q

Afleiðsla

A
  • Það nefnist afleiðsla þegar niðurstaða röksemdarfærslu er leidd beint af forsendum hennar
  • Afleiðsla er aðferð eða ferli til þess að komast að rökréttri (gildri) niðurstöðu
  • Ferlið hefst á einni eða fleirri almennum yrðingum (forsendum) og endar með rökréttri niðurstöðu
  • Tilgangur lögfræðilegrar röksemdafærslu er oftast ( og alltaf í dómum) að afmarka þær reglur sem gilda um tiltekið tilvik og ákvarða svo hvaða áhrif reglunarnar hafi á tilvikið

Afleiðsla:
Allir menn eru dauðlegir
Sókrates er maður
Af þessu leiðir að Sókrates er dauðlegur

18
Q

Réttarríki

A

Joseph Raz setur hugmyndina um réttarríkið þannig fram að hún lúti að því að menn geri þá kröfur til laga að þau geti þjónað grunntilgangi sínum; hafa áhrif á hegðun borgaranna með skilvirkum hætti. Hugmyndin snýr þannig að formlegum eiginleikum laga, ekki efnislegum.
Réttarríkið gerir lágmarksskröfu um fyrirsjáanleika, gegnsæi og samkvæmni í lögum. Þá skulu dómstólar vera sjálfstæðir, reglur vera til staðar um réttláta málsmeðferð og aðgengi að dómstólum skal vera tryggt. Lögregla og saksóknarar mega ekki spilla lögum.

19
Q

Settur réttur

A

Skráðar yfirlýsingar handhafa allsherjarvalds, sem hafa heimild að stjórnlögum eða öðrum lögum til að mæla fyrir um háttsemi manna. Mikilvægasta réttarheimildin. Undir settan rétt falla bæði lög í þrengri merkingu, t.d. almenn lög, og lög í rýmri merkingu, t.d. almenn stjórnvaldsfyrirmæli.

20
Q

Réttarheimild

A

Réttarheimildir eru þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarregla er slegið fastri eða hún mótuð almennt eða í ákveðnu tilfelli

Réttarheimildir í íslenskum rétti eru lög í þrengri og rýmri merkinu, venja, fordæmi, meginreglur og eðli máls. Deilt er um hvort lögjöfnun, kjarasamningar og þjóðréttarsamningar geti talist réttarheimildir.

21
Q

Hin lagalega aðferð

A

Af réttarheimildarhugtakinu eins og fræðimenn hafa skilgreint það leiðir að réttarheimildir séu hluti af ályktunarferli sem leiðir til ákveðinnar niðurstöðu. Þessi aðferð er oft kölluð „hin lagalega aðferð“. Hún kveður nánar á um að túlka ber almennt viðurkenndar réttarheimildir með almennt viðurkenndum aðferðum, þegar komist er að niðurstöðu um réttarreglu. Túlka þarf réttarheimildirnar til að finna þá réttarreglu sem í þeim felst.

22
Q

Gamli sáttmáli

A

Sátt máli sem svarinn var á árunum 1262-1264 milli Íslendinga og Danakonungs. Meginefna hans var að Íslendingar viðurkenndu yfirráð Danakonungs og hét honum greiðslu skatts. Í staðinn átti Konungurinn að tryggja frið í landinu og viðurkenna löggjafarvalds Alþingis. Mikil áhersla á gæslu friðarins. Lokahnykkurinn í átt að Gamla sáttmála var afsal síðasta goðorðsins til Magnúsar lagabætis konungs sem lét síðan setja Járnsíðu, sem var lögbók, á árunum 1271-73. Gamli sáttmáli er í raun bara samansafn texta sem varðveittur var og hafði að geyma öll þessi loforð og viðurkenningar um skyldur hvors aðila. Sumir segja að hann hafi í raun orðið til 1302, með hyllingu Háskons konungs.

23
Q

Almenn lög

A

Almenn lög – Lög sem Alþingi setur og forseti Íslands eða hanfhafar forsetavalds staðfesta með undirritun sinni. Stjórnarfrumvörp kallast þau frumvörp sem ráðherrar flytja, fyrir hönd forseta, sem hefur frumkvæðið. Frumvörp til laga og ályktana hafa ráðherrar og þingmenn rétt til að flytja. Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á þingi, þar sem meira en helmingur þingmanna er viðstaddur og taka þátt í afgreiðslu þess. Örlög frumvarps getur orðið eftirfarandi: 1) Það er ekki útrætt, 2) fellt og er þá ekki heimilt til að flytja það aftur á sama þingi, 3) það er samþykkt og ráðherra ber það fyrir forseta til staðfestingar. Ef forseti staðfestir það með undirritun sinni, sem og ráðherra, er frumvarpið orðið að lögum. Synji forseti lagafrumvarpi staðfestingar, öðlast það engu að síður gildi en því skal skotið til þjóðaratkvæðis svo fljótt sem kostur er

24
Q

Hrd. Aðskilnaðardómur 3

A

Í þessum dómi Hæstaréttar Íslands var komist að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag að fela sömu embættum út á landi dómsvald og framkvæmdarvald stæðist ekki 2.gr. stjórnarskrárinnar um þrígreiningu ríkisvalds. Með dóminum var vikið frá fyrri fordæmum og vísað í nokkur gögn og sjónarmið til stuðnings niðurstöðunni, svo sem breyttar samfélagsaðstæður, niðurstöðu mannréttindanefndar Evrópu, sáttar ríkisins við fyrri sakbornung, lög sem samþykkt höfðu verið um aðskilnaðinn en ekki tekið gildi og fullgildingu MSE af hálfu Íslands

25
Q

Lögrétta

A

Lögrétta var mikilvægasta stofnun Alþingis
Engar áreiðanlegar heimildir eru til um upphaflega skipan lögréttu, en líklegt er að við stofnun Alþingis hafi setið þar 36 goðar og hver þeirra haft með sér tvo umráðamenn

Hlutverk lögréttu var þríþætt:
að rétta lög
að gera nýmæli
að veita leyfi og undanþágur

26
Q

Goðar - Goðorð

A

Goðar - voldugustu höfðingjar landsins. Aðalhlutverk að fara með lagasetningarvald og nefndu menn í dóma á vorþingum og Alþingi

Bóndar skyldugir til að segja sig í þing með goða, en ráða þau nokkurn vegin við hvern. Stuðningur reistur á trúnaði. Vald þeirra, goðorð, bundið við þingstyrk, ekki landsvæði.

  • Þrír goðar standa að hverju þingi – vorþingi. Yfirleitt þrjú þing í hverjum fjórðungi.
  • Eftir 960 voru goðarnir 39 og vorþingin 13. (þrír í hverju)
  • Höfðu forystu að stofnun Alþingis

Goðorð - veldi goðanna. Nánast fylgdarmannasveit sem hverjum bónda og landeiganda var skylt að segja sig í þing með. Fylgdarmenn goða gátu því verið hver innan um annan, þar sem fjórðungsskipan koma á = fjórðungshömlur. Goðorðið er eign goða, en ekki metið til fjár.

Svipting goðorðs – má í refsingarskyni. T.d ef sekur skógarmáður, fjörbaugsmaður, vanrækir skyldur, embættisafglöp
 Þriðjungsmenn hans eignast þá goðorðið (þriðjungsmenn = þingmenn í goðorði tiltekins goða)
 Ekki til heimildir um að þetta hafi gerst

27
Q

Vorþing

A

Í daglegu lífi venjulegs fólks var Vorþing hin eina sanna samkoma. Alþingi var mikið fjarlægara. Vorþing voru haldin einu sinni á ári í maí.
Þrír goðar héldu saman eitt vorþing.

 Sóknarþing: þingfararkaupsbændur rækja dóma, sem nefndir voru af goðum og kallaðir Vorþingsdómar. Hver goði nefndi 12 menn, samanlagt 36 manna dómur.
o ef dómendur voru ekki sammála þá = vefangsdómur sem yrði skotið til fjórðungsdóms á Alþingi
 Skuldaþing: Gera upp mál sín að loknu sóknarþingi – meira fyrir almenna þingmenn. Gjöld eru lögð á, tíund er greidd, leigur og landskuldir gerðar upp. Hinn eini sanni uppgjörs vettvangur í daglegu lífi.

28
Q

Gerið stuttlega grein fyrir þessum hugtökum:

  1. Réttarbót.
  2. Skipun.
  3. Alþingisdómur.
  4. Alþingissamþykkt.
A

a. Réttarbætur (konungur og þing, viðbætur við lög)
b. Skipanir (konungur, ekki í samb. við íslendinga)
c. Alþingisdómar (þing)
d. Alþingissamþykktir (lítilvægar lagasetningar þar sem vantar, þing)

29
Q

Landsyfirréttur

A

Stofnun Landsyfirréttar árið 1801 – eyða óvissu um gildandi lög
Þrír menntaðir dómarar.
Fyrsti dómstóri var Magnus Stephensen
Hægt áfryja málum úr honum til Danmerkur
Starfandi til 1920 þegar Hæstiréttur Íslands var stofnaður