Söguleg skýring Flashcards

1
Q

Söguleg skýring

A

Söguleg skýring er lögskýringaraðferð til þess að athuga forsögu ákvæðis og réttarsögulega þróun þess. Telja má að upplýsingar um forsögu lagaákvæðis geti haft þýðingu við úrlauns ágreinings um merkingu þess. Forsagan er því hluti af ytra samhengi lagaákvæðis.
Athugun á forsögu getur beinst af þeim samfélagslegu aðstæðum eða atvikum sem voru kveikjan að lagasetningu, sbr hrd. Aðskilnaðardómur þar sem HR komst að þeirri niðurstöðu að túlka ætti lagaákvæði með öðrum hætti en hafði verið gert áður þar sem aðstæður í samfélaginu hefðu breyst.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Samfélagslegar aðstæður eða atvik á baki lagasetningu

A

Þegar talað er um samfélagslegar aðstæður eða atvik að baki lagaetningu er jafnan átt við skyndilega atburði, t.d. lög um neyðarráðstafnir vegna jarðelda á heimey. Viðbrögð við einstökum ákvörðunum stjórnvalds, sbr lög um breytingu á lögum um kjaradóm og kjaranefnd. Upplýsingar um málsmeðferð stjórnvalda eða einstakra stofnana, sbr lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. S.S. lög sem þarf að setja vegna eh. Tilviks, með réttarsögulegrar þróun er m.a. átt við að lagaákvæði er ætlað að staðfesta eða breyta efnisreglum, sem áður giltu á grundvelli annarra réttarheimilda en settra laga eða að lagaákvæði er nýmæli um efni, sem áður var ekki undiropið lagaregglum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Athugun á forsögu beinist að réttarsögulegri þróun lagaákvæðis eða réttarreglna í heild sinni á tilteknu sviði

A

Hins vegar getur athugun á forsögu tekið til réttarsögulegrar þróun þess eða réttarreglna í heild á tilteknu sviði. Slík greining getur hvort tveggja átt sér stað þegar nýmæli eru lögfest í settum lögum eða gerðar eru breytingar á áðurgildandi lagaákvæðum og á þær reynir í framkvæmd.

Í hrd. Jakob Valgeir ehf krafði B, yfirvélstjóri á línubát hjá félaginu jehf um greiðslu vangoldinna launa. J ehf krafðist sýknu á þeim grundvelli að félagið ætti gagnkröfu á hendur B. HR leit til réttarsögulegrar þróunar 60.gr. sjómannalaga og varð að skýra það samkvæmt orðanna hljóðann. Þannig að skipverji beri að greiða útgerðarmanni þær stöðluðu bætur sem þar er kveðið á um fari skipverji fyrirvaralaust úr starfi án lögmætara ástæðu óhað því hvort sannalegt tjón hlýst af. Forsaga ákvæðisins og réttarsögulegra þróun þeirrar reglu var áður að finna í réttarsambandi sem mótast hefur í kjarasamningi á þessum vinnumarkaði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly