textaskýring Flashcards

1
Q

Mikilvægi og vægi textaskýringar

A

Text lagaákvæðis er útgangs punktur, upphaf og stundum lok túlkunar á því. Almennt hefur textaskýring því mikið vægi við túlkun lagaákvæðis. Ef orðalag lagaákvæðis er skýrt hefur það almennt afgerandi þýðingu fyrir túlkun á því og þá hafa vísbendingar sem verða dregnar við mat á ytra samhengi lagaákvæðis takmarkaða þýðingu. Ef textinn er hins vegar óljós, t.d. matskenndur, hafa vísbendingar sem verða dregnar af ytra samhenginu almennt meiri þý‘ingu enda leysir textinn ekki úr álitefninu. Eftir því sem kröfur lagaáskilnaðarreglna eru ríkari til skýrleika lagaákvæðis því meiri áhersla verður lögð á textaskýringu andspænis öðrum lögskýringarsjónarmiðum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Merkingarfræðilegur rammi lagaákvæðis

A

Fyrst ber að kanna hvort tilvik geti mögulega fallið undir lagaákvæði samkvæmt orðalagi þess. Þótt orð geri haft margskonar merkingu eru takmörk fyrir því hvað þau geta þýtt ef við göngum út frá þeirri forsendu að lagaákvæði séu samin á tilteknu tungumáli með hliðsjón af almennri málnotkun og venju í því tungumáli. Mögulega merkingu lagaákvæðis má kalla merkingafræðilegan ramma þess. Þessi rammi getur verið missveigjanlegur eftir því hvers opin og matskennd orð og orðalag lagaákvæðis er.

Tilvik verður að geta fallið innan merkingafræðilegs ramma lagaákvæðis til að koma til greina sem tilvik sem verður heimfært undir lagareglu sem felst í því
Ef tilvik fellur utan við merkingafræðilegan ramma lagaákvæðis er túlkun lokið
Sem dæmi er álitamál hvaða tilvik ökutæki getur náð til. Það nær t.d. yfir vespu og reiðhjól en ekki hamstur og er túlkun því lokið, lagareglan nær ekki til tilviksins hamstur. Ef óvissa er fyrir hendi um það hvort tilvik kemur til greina er betra að útiloka það ekki, þó með það í huga að það sé væntalega á jaðri rammans

Í hrd. Forkaupsréttur var deild um það hvort barnabarn félli undir hugtakið „barn“ og þar með hvort tilvikið hafi yfir höfuð getað komið til greina. HR taldi að tilvikið gæti mögulega fallið innan hugtaksins og beitir rýmkandi lögskýringu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Greining á texta lagaákvæðis

A

Texti lagaákvæðis er greindur á merkingafræðilega, setningarfræðilega, málfræðilega og rökfræðilega vísu.
Ekki einungis þarf að huga að mögulegri heldur einnig líklegri eða sannfærandi merkingu orðalags, hugtaka setninga. Velta þarf fyrir sér eðlilegur málskilningur á orðalaginu. Lagaleg merking orðalagsins er lögð til grundvallar, t.d. hvað telst „nauðgun“ í skilningi, 194.gr. alm.hgl. þegar lagt er mat á það er meginreglan þó svo að byggð er á almennri málvenju, með því er átt við þá merkingu sem almennt er viðtekin.
Einnig þarf að líta til uppbyggingar og framsetningar lagaákvæðisins og greina það setningafræðilega og málfræðilega, skoða verður notkun samtenginga og smáorða á borð við „og“, „eða“, „bæði“. Getur t.d. til kynna hvort bæði skilyrði þess þurfa að vera fyrir hendi eða aðeins annað þeirra. Það þarf einnig að rýna í efni og framsetningu textans til að draga rökfræðilega ályktanir um lagaákvæðisins og hvort það veiti vísbendingu um að tilvik falli fremur undir eða utan þess.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly