túlkun fordæma Flashcards

1
Q

Hvað er túlkun

A

Túlkun á sviði laga felur í sér að eitthvert andlag (réttarheimild) er talið hafa þá sérstöku merkingu að fela í sér að tiltekið viðmið fyrir mannlega háttsemi, þ.e. réttarreglu. Túlkun fordæma snýst um að álykta um réttareglur á grundvelli dómsúrlausnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Grunnsjónarmið við túlkun fordæma

A

Við túlkun dóms þarf að svara eftirfarandi spurningum
1. Úr hvaða sakarefni var leyst í fyrra dómsmáli?
Það verður að skoða kröfugerð aðila, ef þeir höfðu forræði á sakarefninu. Með sama hætti verður að skoða málsaðstæður aðilia í þeim tilvikum sem dómarar eru bundnir af þeim. Atvik málsins eins o gþau teljst sönnuð hafa síðan úrslitagildi um sakarefnið eins og það er talið liggja fyrir
2. Hvaða regla var talin gilda um sakarefnið?
Þegar sakarefnið liggur fyrir er hægt að draga ályktun um þá reglu eða reglur sem það er talið lúta
Hrd. Skuldskeyting við fasteignakaup: reyndi á hvort það hefði þurft að skora á mann að greiða verðskuldanbréf svo krefjast mætti nauðungaruppboðs á hinni veðsettu fasteign sem hann hafði tekið að sér við kaup. Þá var vitnað í eldri dóm og mátti draga þá ályktun frá honum að leggja verði þá skyldu á eiganda bréfsins að tilkynna eiganda veðsins um greiðslustað. Hér var almenn regla leidd af öðrum dómi
3. Á fordæmisreglan við um það sakarefni sem leysa á úr
Lokastig túlkunar fordæmis með hliðsjón af ákveðnu tilviki lýtur að því hvort sú regla, sem byggt var á í fyrri úrlausn, eigi jafnframt við um sakarefni síðara máls. Ef komist er að niðurstöðu um að nýtt tilvik sé sambærilegt er sjálfsagt að það falli undir sömu reglu og eldra tilvik
Hrd. Vanhæfi meðdómanns reyndi á hvort dómsformaður og meðdómsmaður þyrftu að víkja sæti við nýja meðferð máls í héraði eftir að meðferð málsin hefði verið ómerkt í HR vegna vanhæfis annars meðdómsmanns. Túlkun fordæmis er vandkvæðalaus. Síðara tilvikið hafði önnur einkenni – ekki rétt að leggja sömu reglu til grundvallar úrlaunsar og í fyrra málinu. Dómarinn hafði uppi ummæli um einn málsaðila í þessu síðara máli.

Ef mál eru talin ósambærileg, þannig að fyrri dómur teljist ekki hafa fordæmisgildi fyrir síðara mál, er rætt um að málin séu aðgreind

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Ákvörðunarástæður dóms og útúrdúrar dómara

A

Einungis svonefndar ákvörðunaráðstæður dóms hafi fordæmisgildi. Samkvæmt þessu eru einungis fordæmisgefandi þau lagalegu rök sem nauðsynleg eru til að leysa úr sakarefni. Útúrdúrar og almennar athugasemdir dómara um lög, sem eru ekki nauðsynlegar í þessu skyni, hafa samkvæmt þessu ekki fordæmisgildi. Í íslenskum dómum er sjaldnast að finn útúrdúara eða almennar athugasemdir sem ekki tenjast sakarefninu með beinum hætti, Má því yfirleitt líta á allan rökstuðning þeirra sem ákvörðunarástæður. Frá þessu eru þó undantekningar sbr hrd. Vatneyrarmál

Í hrd. Vatneyrarmál Reyndi á það hvort ráðherra væri talið óheft vald til að ákveða með reglugerð heildarafla úr nytjastofnun sem nauðsynlegt væri til að takmarka fiskistofna. Stefndu sem höfðu farið að veiða án heimilda sögðu það fara í bága við 75 gr stjskr um atvinnufrelsi og í ákvæði um heimildir til að veiða á tegundum bundnum aflatakmökum bryti í bága við jafnræðisregluna. Niðurstaðan að orðalag ákvæðisins og með hliðjsón af greinagerð og öðrum ákvæðum takmarkaði heimildir ráðherra nægilega. Það var talið á valdi löggjafans að velja vænlegustu skipan á stjórn fiskiveiða til að ná umræddum markmiðum um verndun og hagkvæmnri nýtingu fiskistofna. Í málinu var álitefni hvort desemberdómur um stjórn fiskiveiða hefði fordæmisgildi. Túlkun leiddi að því að sakarefnið laut alls ekki að skattlagningu veiðiheimilda heldur að stjórnskipulegu gildi þeirra. Dómurinn hafði því ekki fordæmisgildi varðandi skattlagningu valdheimilda við síðar úrlausn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Misjafnlega víðtækur rökstuðningur dóma

A

Rökstuðningur dómsniðurstöðu, svokallaðar forsendur dóms, sem gefur til að kynna hvaða regla felst í dómi. Túlkun réttarheimilda er ávallt nauðsynleg til að komist sé að niðurstöðu um réttarreglu. Dómar bera stundum með sér að þeim er ekki ætlað að hafa víðtækt fordæmisgildi, með setningum á borð við „…eins og hér stendur sérstaklega á..“ Þau skilaboð er gefin til framtíðar að ólíklegt sé að dómurinn eigi við í síðara máli. Þó ekki sjálfsagt að dómar sem þessir hafa ekki fordæmisgildi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Aðgreining dóma

A

Niðurstöðu um fordæmi eigi ekki við í síðara máli má nefna aðgreiningu þess. Nánar tiltekið er þá það tilvik sem til úrlausnunar er, greint er frá því sakarefni sem ráðið var til lykta með hinum fordæmisgefandi dómi
Hrd. Túlkun álfheimadóms: Árekstur varð milli bifreiðar H og rútunnar K fyrir framan heimili H sem slasaðist nokkuð og varanleg örorka metin 30%. Höfðaði H mál gegn K og vátryggingafélagi hans og krafðist bóta. K taldist eiga sök á árekstrinum en H var ekki talinn hafa sýnt nægilega aðgát og var því einnig talinn hafa átt sök á árekstrinum. HR hafnar eldri dóm um að hann hafi fordæmisgildi um sakarskipingu þar sem atvik séu ekki eins. Sök ökumann var því skipt 50/50 en ekki ¾ eins og í eldra málinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Ágreiningur um túlkum fordæma

A

Fordæmi sem eru talin samræmast meginreglum laga (og eðli máls) eru almennt túlkuð rýmandi, en hið gagnstæða gildir um fordæmi sem talin eru vafasöm eða röng. Svo þröng getur fordæmi verið túlkað að það teljist bundið við eigin atvik. Slík fordæmi hafa nánast ekkert almennt gildi. Úrlauns um meginreglur (og eðli máls) er háð mati í ríkum mæli. Upp getur því risið ágreiningur hvernig beri að túlka tiltekið fordæmi

Hrd. Einkadans var deilt um hvort heimilt hefði verið að banna svokallað einkadans með lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Því var m.a. haldið fram að með hliðsjón af atvinnufrelsisákvæði SS bæri að skýra heimildir í lögum um lögreglusamþykkt þrengjandi. Hefði því skort nægilega lagaheimild til að banna einkadans með lögreglusamþykkt og hefði þurft að koma til lagasetning. lögunum segir að í lögreglusamþykkt skuli kveða á um það sem varðar allsherjarreglu, svo sem reglu og velsæmi á og við almannafæri og skemmtihald. Breyting sú á lögreglusamþykktinni felur ekki í sér bann við nektardansi en áskilur aðeins að nektardansara sé bannað að loka að sér með viðskiptamanni meðan á sýningu stendur og fara um meðal áhorfenda. Er þetta almenn regla í samræmi við ákvæði laganna og gerir yfirvöldum kleift að fylgjast með sýningum á nektardansi og ganga úr skugga um að allsherjarreglu og velsæmis sé gætt og að ekki fari fram refsiverð háttsemi í næturklúbbum. Var talið að regla lögreglusamþykktarinnar hefði nægilega lagastoð að þessu leyti.

Í dóminum var ekki vísað til fyrri fordæma þótt þau séu til. Annars vegar standa þau til þess að hinn almenni löggjafi geti ekki falið framkvæmdarvaldsathöfnum óhefta ákvörðun um skerðingu á atvinnufreldi eða eignarrétinum. Í annan stað standa fordæmi réttarins til þess að þegar stjórnvaldsfyrirmælo skerða þessi réttindi verði þau að hafa skýra lagstoð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Túlkun fordæma og sett lög

A

Ef fordæmisgildi dóms lýtur að túlkun setts réttar er fordæmisgildi dómsins háð því að viðkomandi ákvæði sé ekki breytt efnislega. Það er síðan túlkunaratriði hverju sinni hvort breyting á lögum leiðir til þess að fordæmi missi gildi sitt

Hrd. Búnaðamálasjóðagjald II
E Af orðalagi nýsetts ákvæði í stj.skr og með vísan í greinargerð að ætlunin hafi verið að koma í veg fyrir að stjórnvöld leggi á skatt, breyti eða afnemi. Niðurstaðan var sú að úrlausnir dómstóla fyri breytinguna höfðu því takmarkað gildi.

Hrd. 1996 áhættutaka farþega ölvaðs ökumanns : Í málinu reyndi á regluna um áhættutöku farþega sem tekur sér far með ölvuðum ökumanni í fyrsta sinn eftir gildistöku umfl. 50/1987. Talið sannað að sá slysaði hafi vitað um ölvunarástandið og þannig tekið á sig áhættuna og það var deilt um það hvernig skýra ætti nýja löggjöf í umferðarmálum, ekki komist hjá því að komast að sömu niðurstöðu og bótarétturinn féll alveg niður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly