Vatneyrardómur Flashcards

1
Q

Málsatvik

A

B og S voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um stjórn fiskveiða, en B hafði sem skipstjóri haldið til veiða án aflaheimilda, og S var gefið að sök hlutdeild í broti B með því að hafa, sem forráðamaður einkahlutafélags, hvatt til og stuðlað að því að skipinu yrði haldið úti án aflaheimilda. Kröfðust þeir sýknu á grundvelli þess að með ákvæði laganna væri sjávarútvegsráðherra (sjrh.) falið óheft vald til að ákveða með reglugerð heildarafla úr þeim nytjastofnum þar sem nauðsynlegt væri talið að takmarka veiðar. Þetta færi í bága við 75. gr. stjskr. þar sem áskilið væri að atvinnufrelsi yrði einungis sett takmörk með lögum. Jafnframt að mismununin sem fælist í öðru ákvæði laganna um heimildir til veiða á tegundum bundnum aflatakmörkunum bryti í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjskr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Dómur

A

Niðurstaða málsins var sú að ákvæði laganna, er ráðherra sótti reglugerðarheimild sína í, var talið, ásamt öðrum ákvæðum og greinargerð, takmarka heimildir hans nægilega, þannig að vald væri ekki framselt umfram heimildir. Dómurinn taldi ekki í sínum verkahring að hagga við mati löggjafans á því hvernig málum á þessu sviði væri best háttað til að ná þeim markmiðum sem lýst var í lögunum. Það væri verk löggjafans en dómstólar skæru úr um hvort lögin samrýmdust grundvallarreglum stjskr. Það var talið standast stjskr. að úthluta aflaheimildum eftir veiðireynslu á ákveðnu tímabili og það færi ekki gegn jafnræðisreglu stjskr. Í dóminum var sérstaklega vísað til Desemberdómsins og hann skýrður nánar. Með lögunum sem sett voru í kjölfar Desemberdómsins var því fyrirkomulagi breytt að hvort tveggja þyrfti, aflaheimild (kvóta) og veiðileyfi sem bundið var við skip, og hægt að sækja um leyfi til fiskveiða og kaupa kvóta. Því var mögulegt fyrir S og B að verða sér úti um aflaheimild og leyfi, en svo var ekki í Desemberdóminum. Þá var Desemberdómurinn ógildingarmál en ekki viðurkenningarmál á rétti til að fá tt. aflahlutdeild. Því var ekki skorið úr um hvort V ætti rétt á aflaheimildum ef honum yrði veitt almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni og eftir atvikum leyfi til annarra veiða. Því var ekki talið að í D-dóminum reyndi á sama ákvæði laga og í V-málinu. Í dóminum er einnig fjallað um kvótakerfið og það talið standast stjskr. Dómurinn skýrir því nánar niðurstöðu Desemberdómsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly