Heilabilunarsjúkdómar Flashcards

1
Q

Hvað er væg vitræn skerðing?

A

Versnun á einu eða fleiri sviðum vitrænnar getu, sem hefur þó ekki áhrif á sjálfsbjargargetu einstaklingsins
Væg vitræn skerðing er í mörgum tilvikum forstig heilabilunar og þeir sem eru komnir með væga vitræna skerðingu eru í aukinni áhættu á að þróa með sér heilabilun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er heilabilun?

A

Heilabilun er lýsing á því ástandi þegar einstaklingur þarf meira eða minna að reiða sig á aðra vegna skerðingar á hugsun og vitrænni getu, en felur ekki í sér tiltekna orsök
Heilabilun er ekki ákveðinn sjúkdómur í sjálfu sér, það er margt sem getur valdið heilabilun, heldur ákveðið regnhlífarhugtak yfir einkenni sem margir sjúkdómar geta valdið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hver eru greiningarskilmerki NIA-AA á heilabilun?

A
  1. Truflar athafnir daglegs lífs
  2. Um er að ræða breytingu frá fyrri færni
  3. Útskýrist ekki af bráðarugli eða alvarlegum geðsjúkdómi
  4. Vitrænu skerðingunni er lýst í sögutöku af sjúklngi og aðstandanda og er auk þess staðfest með hlutlægu vitrænu mati
  5. Vitræna skerðingin nær til a.m.k. tveggja af eftirtöldum þáttum vitrænnar getu:
    a. Skerðingu á getu til að tileinka sér og muna nýjar upplýsingar
    b. Skerðing á rökhugsun og færni til að framkvæma flóknar athafnir
    c. Skerðing á úrvinnslu sjónrænna upplýsinga
    d. Skerðing á tali
    e. Breyting í hegðun/persónuleika
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hverjir eru helstu áhættuþættir fyrir heilabilun?

A

Lágt menntunarstig – ber ábyrgð á 7% áhættunar á að þróa með sér heilabilun
Heyrnartap
Höfuðáverkar
Hár blóðþrýstingur
Ofneysla áfengis
Offita
Reykingar
Þunglyndi
Hreyfingarleysi
Félagsleg einangrun
Loftmengun
Sykursýki
Allir þessir þættir leggja saman 40% af áhættuþáttunum fyrir heilabilun, hin 60% eru af óþekktum ástæðum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hver eru helstu skimunarprófin sem meta vitræna getu?

A

MMSE
MoCA
Klukkuprófið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvernig er styttri uppvinnsla heilabilunar?

A

Eldri einstaklingar
Mikil/dæmigerð einkenni
MMSE <25
MMSE, klukkupróf
IQ code – lagður fyrir aðstandendur
Blóðprufur
TS af höfði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig er lengri uppvinnsla heilabilunar?

A

Yngri einstaklingar
Lítil/ódæmigerð einkenni
MMSE =/>25
MMSE, klukkupróf
IQ code
Taugasálfræðimat
Blóðprufur
SÓ af höfði
Mænuvökvi
Lyfjayfirferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað metur taugasálfræðilegt mat?

A

Minni
Stýrifærni
Sjónræn úrvinnsla
Athygli
Tal

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvers konar blóðprufur ætti að taka við uppvinnslu á heilabilun?

A

Blóðhagur
Nýrnapróf (natríum, kalíum, kalsíum, kreatínín)
Vítamín (B12, fólat)
Langtímablóðsykur (HbA1c)
Lifrarpróf
Skjaldkirtilspróf
Blóðfitur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Staðreyndir og fun stuff um Alzheimer

A

Sjúkdómurinn endar á því að hafa áhrif á allann heilann, ekki bara minnið
Breytingar í heilanum byrja jafnvel áratugum áður en einkenni koma fram
Sjúkdómurinn byrjar í drekanum, hlutverk hans er að taka við nýjum upplýsingum og senda í langtímageymslu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Vægur Alzheimers

A

Minnistap, aðallega skammtímaminni
Talörðugleikar
Skapgerðarbreytingar/persónuleikabreytingar
Skert dómgreind

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Meðalsvæsinn Alzheimers

A

Hegðunarbreytingar/persónuleikabreytingar
Versnandi minnistap, þó enn aðallega skammtímaminni
Ráp, eirðarleysi, árasarhneigð, ruglástand
Þarfnast aðstoðar við ADL

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Svæsinn Alzheimers

A

Óstöðugleiki við gang
Tapar stjórn á þvagi og hægðum
Hreyfitruflanir
Kyngingarörðugleikar
Tal hverfur
Þarf alla aðstoð, krefst dvalar á hjúkrunarheimili

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvernig er Alzheimer sjúkdómur greindur?

A

MMSE, klukkupróf
IQ code
Blóðprufur
Lyfjayfirferð
Myndgreining af heila
Mat taugasálfræðings
Mænuvökvi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvaða efni eru mæld í mænuvökvanum við greiningu á Alzheimer?

A

Beta-amyloid (lækkað)
Tau prótein (hækkað)
Fosó-tau prótein (hækkað)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er æðavitglöp (vascular dementia)?

A

Næst algengasta orsök heilabilnar
Er oft til staðar samhliða Alzheimer sjúkdómi og er þá talað um blandaða heilabilun eða „mixed dementia“
Orsakast af skertu blóðflæði til heilans vegna sjúkdóms í smáum og/eða stórum æðum (heilablóðfall, endurtekin lítil heilablóðföll, smáæðasjúkdómur)

17
Q

Hverjir eru helstu áhættuþættir æðavitglapa?

A

Gáttaflökt
Hár blóðþrýstingur
Reykingar
Sykursýki
Háar blóðfitur
–> sömu áhættuþættir og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma

18
Q

Hver eru helstu einkenni æðavitglapa?

A

Einkenni koma oft fram skyndilega og versna snögglega
Skert athygli og einbeiting
Eirðarleysi
Óáttun
Skert stýrifærni
Framtaksleysi
Persónuleikabreytingar, oft í formi þunglyndis
Óstöðugleiki við gang, hægari hugsun og hreyfingar
Dægurvilla
Skert stjórn á þvaglátum/tíðari þvaglát
Dagamunur á einkennum er stundum til staðar

19
Q

Hvernig fer greining fram í æðavitglöpum?

A

Greining byggist venjulega á blöndu af sögu og skoðun, myndgreiningu og blóðprufum. Taugasálfræðimat er hjálplegt hjá þeim einstaklingum sem ekki eru langt leiddir af heilabilun

20
Q

Hver er helsta meðferðin við æðavitglöpum?

A

Meðferðin snýst um að ráðast að undirliggjandi áhættuþáttum
Hreyfing
Gott mataræði
Hætta reykingum
Lyfjameðferð eftir því sem við á:
Meðferð við sykursýki
Blóðfitulækkandi lyf
Blóðþrýstingslyf
Blóðþynning

21
Q

Hvað er Lewy body dementia?

A

Nátengdur Parkinsons sjúkdómi
Ef einstaklingur með Parkinson sjúkdóm þróar vitræna skerðingu er talað um Parkinson heilabilun. Ef einstaklingur þróar þessi einkenni samtímis (þ.e. hreyfieinkenni Parkinson sjúkdóms og vitræna skerðingu) eða ef vitræn skerðing kemur fyrst er talað um Lewy body

22
Q

Hver eru helstu einkenni Lewy sjúkdóms?

A

Sveiflur í athygli og áttun*
Vel útfærðar sjónrænar ofskynjanir*
Ranghugmyndir
Skert rýmisskynjun
Óróleiki í svefni – martraðir*
Blóðþrýstingsfall í réttstöðu
Parkinsons einkenni; stirðleiki, óstöðugleiki við gang, hallar fram*
Minnistap, oft minna áberandi en í Alzheimer sjúkdómi
Breytingar á dómgreind
* amk tvö af * merktu einkennunum þurfa að vera til staðar fyrir greiningu

23
Q

Hvernig fer greining Lewy body sjúkdóms fram?

A

Gert með ísótópaskanna

24
Q

Hver er meðferðin við Lewy body?

A

Sama meðferð og gegn Alzheimer sjúkdómi hvað varðar vitræn einkenni
Ekki er ráðlagt að meðhöndla sjúklinga með Lewy sjúkdóm með svokölluðum neuroleptískum lyfjum – sérstaklega Haldóli (geðrofslyf)
–> Hindrar dópamín í að tengjast viðtökum sínum – getur gert einstaklinginn mjög stífann og valdið mikilli vanlíðan

25
Q

Hvernig birtast einkenni framheilabilunar?

A

Annað hvort í breytingu á hegðun eða tali

26
Q

Hvernig eru einkenni framheilabilunar með hegðunarbreytingum?

A

Breytingar á persónuleika og dómgreind. Áráttuhegðun. Á erfitt með að hugsa óhlutbundið. Skortur á samkennd
Hömluleysi
Skert stýrifærni

27
Q

Hvernig eru einkenni framheilabilunar með taltruflun?

A

Erfiðleikar við að koma orðum að hlutum. Erfiðleikar við að skilja aðra
Eða
Einstaklingur talar hægt, hikandi og málfræðin er röng

28
Q

Hverjir eru áhættuþættir fyrir framheilabilun?

A

1/3 af einstaklingum með framheilabilun hafa fjölskyldusögu um framheilabilun
Erfðir eru eini þekkti áhættuþátturinn

29
Q

Hvernig fer greining framheilabilunar fram?

A

Hefðbundin heilabilunaruppvinnsla
Mat talmeinafræðings þegar við á
SPECT/FDG-PET

30
Q

Hver er meðferðin við framheilabilun?

A

Engin meðferð er til sem beinist sérstaklega að orsökum framheilabilunar
Framheilabilun er meðhöndluð skv. einkennum:
-Þynglyndis- og kvíðastillandi meðferð
-Meðferð við óróleika og ranghugmyndum
-Talþjálfun

31
Q

Hvernig greinum við á milli Alzheimer og framheilabilunar?

A

Framheilabilun:
- Aldur við greiningu oftast milli 40-60 ára
- Minnistruflun og erfiðleikar við að túlka sjónrænar upplýsingar ekki áberandi í byrjun
- Hegðunarbreytingar snemma í sjúkdómsferlinu
- Taltruflun áberandi
- Ofskynjanir sjaldgæfar

Alzheimer:
- Aldur við greiningu yfirleitt hætti en 65 ára
- Minnistruflun og skert rýmisskynjun oftast fyrstu einkennin
- Hegðunarbreytingar koma oft ekki fram fyrr en seint
- Getur gleymt orðum/nöfnum, en taltruflun yfirleitt ekki áberandi að öðru leiti
- Ofskynjanir algengar seint í sjúkdómnum