Öldrunarbreytingar Flashcards

1
Q

Hvað eru öldrunarbreytingar?

A

Breytingar sem tengjast aldri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað einkennir öldrunarbreytingar?

A

Þær fela í sér minnkaða umframgetu líffærakerfa og minni svörun við streituvöldum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvenær byrja öldrunarbreytingar?

A

Hefjast fyrir 30 ára aldurinn en eru mest áberandi hjá þeim sem eru 85 ára og eldri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hver er grunnorsökin fyrir öldrunarbreytingum?

A

Eiginleiki sumra frumna til að endurnýja sig minnkar, það koma upp villur í uppbyggingu nýrra frumna og að lokum stöðvast endurnýjun frumna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Eru öldrunarbreytingar sjúkdómur?

A

NEI! áhættan á að fá ýmsa sjúkdóma getur þó aukist með hækkandi aldri en eru þó ekki öldrunarbreytingar!

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er heilkenni (syndrome)

A

Heilabilun er heilkenni eða ástand, þ.e.a.s. samsafn mismunandi einkenna sem koma vegna heilabilunarsjúkdóms

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er einkenni (symptom)

A

Hegðunarstruflanir eru einkenni vegna heilabilunarsjúkdóms og er hluti af birtingarmynd heilabilunar sem er heilkenni sem orsakast af heilabilunarsjúkdómi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað geta öldrunarbreytingar haft áhrif á?

A

Á heilsu og færni einstaklinga
Breytt einkennum sjúkdóma
Breytt því hvernig líkaminn bregst við meðferð
Haft áhrif á árangur af meðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar á yfirhúð (epidermis)

A

Hún þynnist þanning að æðar og marblettir verða sýnilegri
Það eru færri litfrumur sem leiðir til ljósari útlits húðar
Aldursblettir eða lifrarblettir birtast á handabökum, úlnliðum og á andliti
Seborrheic Keratoses = góðkynja blettir á líkama, andliti, hálsi og höfuðleðri og koma yfirleitt fram hjá einstaklingum 65 ára eða eldri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar á leðurhúð (dermis)

A

Hún missir um 20% af þykkt sinni
Æðum fækkar og veldur meiri fölva og kaldari húp
Nýmyndun kollagens minnkar
Elastín trefjar þykkna og verða brotakenndar sem leiðir til minni teygjanleika, skertrar seiglu og lafandi útlits

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í undirhúð (subcutaneous tissue)

A

Hún rýrnar og veldur auknu næmi fyrir kulda og fitukirtlar rýrna
Veldur því að húðin verður þurrari

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar á hári?

A

Hárið þynnist á höfði
Aukinn hárvöxtur í eyrum, nefi og á augabrúnum
Það missir lit og gránar
Konur fá hár á vanga en hár á fótleggjum, undir höndum og á kynfærum minnkar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar á nöglum?

A

Þær verða harðari, þykkari, mattari og brothættari
Það koma fram upphleyptar rendur á neglur
Það hægist á vexti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar á vöðvum og stoðkerfi?

A

Liðabönd, sinar og liðir verða stífari og sveigjanleiki minkar
Vöðvamassi minnkar og veldur því að styrkur minnkar
Liðþófar í hrygg rýrna og valda styttingu á bol
Minni beinþéttni þ.e. minna af steinefnum í beinum og því meiri hætta á beinbrotum bæði með eða án áverka
Minni vatnsforði í vefjum og því meiri hætta á ofþornun
Aukið hlutfall af fitu í líkamanum og staðsetning fitu breytist (meira í kringum augun), þegar vöðvar rýrna eykst hlutfall fituvefs
Breyting á líkamsstöðu þar sem einstaklingurinn verður hokinn (kyphosis)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvaða áhrif hafa öldrunarbreytingar á vöðva og stoðkerfi á einstaklinga?

A

Breytingarnar hafa áhrif á færni og lífsgæði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er sarcopenia?

A

Vöðvasjúkdómur
Versnandi og almennur sjúkdómur í vöðvum sem einkennist af minnkuðum vöðvakrafti, minnkuðum vöðvamassa og vöðvagæðum
Tengist alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinginn svo sem föll, beinbrot, færniskerðingu og andláti

17
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í hjarta?

A

Veggur vinstri slegils þykknar
Stærð vinstri gáttar eykst lítillega
Þykknun á atrial og mitral hjartalokum
Vefir hjartans stífna og þykkna og því á það erfiðara með að bregðast við þörf líkamans fyrir aukið blóðflæði (súrefni)
Hámarksblóðflæði kransæða, slag magn og útfall hjarta minnkar
Hjartað er lengur að auka eða minnka hjartsláttarhraða og á því erfiðara með að komast aftur í hvíldarstöðu eftir álag
Við álag og áreynslu er hámarks hjartsláttartíðni lækkuð og útfall hjarta því minnkað sem veldur þreytu, mæði og að hjartað er lengi að hægja aftur á sér
Aukin hætta á hjartsláttartruflunum, stöðu lágþrýstingi (ortho), lágþrýstingi tengt lyfjum sem getur leitt til yfirliðs (syncope)

18
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í æðum?

A

Teygjanleiki æða minnkar og því er meiri hætta á háþrýstingi og skertri blóðrás til ákveðinna líffæra s.s. nýrna
Eiginleiki æða til að dragast saman er einnig skertur
Bláæðar verða teygðari og æðalokur starfa ekki eins vel

19
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í öndunarfærum?

A

Brjóstveggurin verður stífari og styrkur öndunarvöðva minni og því verður útöndun ekki eins áhrifamikil
Öndunartíðni er 12-24 (almennt viðmið 12-20)
Hæfni öndunarvegar til að dragast saman minnkar
Loftskipti eru ekki eins áhrifarík (súrefni og koldíoxíð)
Minnkuð viðbörgð við súrefnisskorti í blóði eða uppsöfnun á koldíoxíð í blóði
Aukið viðnám við loftflæði
Hóstaviðbragð minnkar
Virkni bifhára í öndunarvegi verður minni og virkni macrophaga minni
Hæfni til að hreinsa slím og aðskotahluti úr öndunarvegi minnkar
Þetta leiðir til minni afkastagetu öndunarfæra þannig að minna þol verður fyrir áreynslu og við aukið álag mæðist fólk frekar
Aukin hætta verður á sýkingum og vöðvasamdrætti í lungnablöðrum (brancospasm sem gerir útöndun erfiðari)
Andrýmd minnkar (vital capacity) = heildarrúmtak lungna að frádreginni loftleif

20
Q

Vandamál í öndunarfærum eru oftast afleiðing ____ frekar en ____?

A

Umhverfisþátta (s.s. eiturefna), frekar en aldurs

21
Q

Hvernig birtast öldunarbreytingar í nýrum?

A

Blóðflæði um nýru minnkar
Stærð og starfsemi nýrna minnkar
Útskilnaður kreatíníns í þvagi minkar
Gaukulsíunarhraði (GSH út frá kreatínín gildi í sermi, e. glomerular filtration rate, GFR) lækkar um 10% fyrir hver 10 ár eftir 30 ára aldur
Minnkuð hæfni nýrna til að útskilja lyf og því aukin hætta á nýrnaskaða vegna eitrunar eða lyfja
Minnkuð umframgeta (reserve) og því meiri hætta á nýrnatengdum vandamálum í veikindum
Aukin hætta á vökvasöfnun við hjartabilun
Hætta á ofþornun, natríumskorti (tengt þvagræsilyfjum eða hita), kalíumskorti (tengt þvagræsilyfjum)
Minni útskilnaður nýrna til að vinna gegn súrnun líkamans

22
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í þvagfærum?

A

Minnkaður teygjanleiki þvagblöðru, vöðvatónus og rýmd
Verri tæming á þvagblöðru (aukið residual þvag)
Meiri framleiðsla á þvagi á nóttunni
Stækkun á blöðruhálskirtli hjá karlmönnum
Aukin hætta á bráðri þvaglátaþörf, þvagleka og þvagsýkingum
Aukning á næturþvaglátum og þar með aukin hætta á fölllum

23
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í starfsemi innkirtla?

A

Flestir kirtlar minnka
Seytingarhraði minnkar (framleiðsla á efnum)
Insúlínviðnám eykst
Tíðni sykursýki 2 og vanstarfsemi skjaldkirtils er aukin

24
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar á kynfærum hjá konum?

A

Eftir breytingarskeiðið hefur egglos hætt
Brjóstin virðast minni og teygðari
Eggjastokkar, leg og legháls rýrna
Estrógenmagn minnkar
Slímhúð í leggöngum og þvagrás rýrnar og verður þynnri

25
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar á kynfærum hjá körlum?

A

Eistun rýrna og mýkjast
Sáðlát er hægara og kraftminna
Testósterón magn minnkar
Þvagteppa er algeng

26
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í munni?

A

Glerungur eyðist af tönnum og þær verða viðkvæmari fyrir skemmdum
Bragðlaukum fækkar
Munnvatnsseyting minnkar og því er meiri hætta á munnþurrki
Minni þorstatilfinning
Vegna minnkaðs vöðvastyrks er hætta á að fæða sé ekki eins vel tuggin
Rýrnun á slímhúð
Aukin hætta á vökvaskorti, ruglingi í blóðsöltum og vannæringu

27
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í maga?

A

Hægari tæming á vélinda og maga
Minna umfang maga og hægari hreyfingar
Skert geta til að mynda „gastric intrinsic factor“ sem er glycoprotein sem framleitt er af frumum í maganum og er nauðsynlegt við uppsog B12
Verra uppsog kolvetna, B12, fólinsýru, kalsíums og lyfja
Aukin hætta á bakflæði (e. gastroesophageal reflux disease, GERD)
Aukin hætta á magabólgum og sárum vegna NSAID lyfja s.s. ibuprofen

28
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í þörmum?

A

Starfsemi í þarmatotum skerðist sem hefur áhrif á uppsog næringarefna
Það hægist á þarmahreyfingum
Hægðatregða verður algengari
Minni skynjun á hægðaþörf

29
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í lifur?

A

Minni umframgeta (reserve)
Minni geta til að umbreyta lyfjum

30
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í miðtaugakerfinu?

A

Stærð og þyngd heilans minnkar
Fækkun á taugafrumum og minnkun á taugaboðefnum
Aðlögun taugafrumna að breytingum (cerebral dendrites, glial support cells, synapses)
Skert líkamshitastjórnun
Smávægilegar breytingar verða á vitrænni getu og hreyfifærni hjá þeim sem eru háaldraðir
Stundum sést væg minnisskerðing og vandamál með jafnvægi
Það getur tekið lengri tíma að framkvæma ákveðin verk
Frumubreytingar sem stuðla að aukinni viðkvæmni heilans fyrir aldurstengdum sjúkdómum – gerir heilann viðkvæmari fyrir sjúkdómum sem gætu komið

31
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í úttaugakerfinu?

A

Minnkað snertiskyn, stöðuskyn og næmi fyrir titringi
Viðbragðstími er skertur þar sem taugaboð eru hægari
Hægari hreyfingar
Breyting á undirlagi -> rekur tærnar í -> missir jafnvægi -> breyting á stöðu líkamans sem er að falla -> skynjar ekki strax stöðubreytinguna -> viðbrögð við stöðubreytingu og falli seinkuð og hægari -> einstaklingur fellur
Aukin hætta á svefntruflunum, óráði og taugasjúkdómum

32
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í augum?

A

Fjærsýni eykst og augasteinn þykknar
Skerðing á litaskyn
Augnlok missa teygjanleika og lafa
Neðri augnlok geta farið að slapa og augnþurrkur er algengur
Uppsog vökva í innra auganu skerðist
Skerðing á sjónsviði

33
Q

Hvernig verða öldrunarbreytingar á augum?

A

Breytingar verða bæði á byggingu og starfsemi augans

34
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar á eyrum?

A

Það verða útlitsbreytingar á eyrum og sérstaklega hjá körlum
Eyrnasneplar lengjast, lafa og hrukkast
Gróf og stíf hár vaxa á og í eyrunum
Eyrnagöngin þrengjast
Eyrnamergur verður þurrari og þykkari
Aldurstengd heyrnaskerðing: fyrst og fremst missir fólk getu til að heyra hátíðnihljóð

35
Q

Hvernig birtast öldrunarbreytingar í ónæmiskerfinu?

A

Breytingar fela fyrst og fremst í sér aukna hættu á sýkingum
Ónæmi minnkar á frumstigi, myndun ónæmis er skert og árangur af bólusetningu því skertur
Líkamshiti lækkar sem þýðir að líkamshiti sem samsvarar eðlilegum hita hjá yngra fólki er í raun hitahækkun hjá öldruðum
Miðað við venjulegan líkamshita einstaklingsins og hækkun um 1,1-1,3°c telst hiti, 37,2°c og hærra getur því talist hiti hjá öldruðum
Minni svörun við óþekktum mótefnavökum
Aukning á immunoglobulini en það getur tengst sjálfsofnæmissjúkdómum, langvinnum sjúkdómum, sýkingum eða ákveðnum krabbameinum
Viðvarandi bólguástand getur verið til staðar