Gerið grein fyrir hugtakinu nákomnir Flashcards
(17 cards)
Almennt
1) Hugtakið nákomnir hefur sérstaka þýðingu við beitingu riftunarreglanna í XX. kafla gjaldþrotalaga. Frestir til að rifta ráðstöfunum þrotamanns þegar nákomnir hafa notið þeirra eru almennt lengri en þegar aðrir sem teljast ekki nákomnir eiga í hlut.
a) Freistnivandi skuldara, hann getur reynt að ráðstafa gerningum til nákominna svo hann hafi sjálfur aðgang að þeim síðar. Á þeim tímapunkti er hann í rauninni að ráðstafa fjármunum kröfuhafa/lánardrottna sinna.
2) Getur því haft áhrif á mat á riftanleika ráðstöfunar ef sá sem naut hennar var nákominn.
Tilgangur
3) Tilgangur hugtaksins er að auðvelda riftun ráðstafna við aðstæður þar sem líkindi eru til að skyldleiki eða tengsl, persónuleg eða hagsmunaleg geti skipt sköpum við ákvörðun skuldara að framkvæma hina riftanlegu ráðstöfun.
a) Hrd. 664/2013, Veigur ehf. Jafet afsalaði til Veigs ehf. fjórum íbúðum, talið að það hefði gerst 30. des. 2010. Bú Jafets var tekið til gjaldþrotaskipta 6. júní 2011 krafðist riftunar á þessum ráðstöfunum á grv. 1. mgr. 131. gr. gþl. sem segir að rifta megi 6 mán fyrir ef um gjafagerning sé að ræða. Deilt um hvort gjafagerningur hefði falist í þessari ráðstöfun, Jafet sagði að greitt hefði m.a. með yfirtöku áhvílandi veðskulda og hann hefði kostað til efni og vinnu við að ljúka smíði íbúðanna. Hæstiréttur sagði að Veigur ehf. væri í eigu maka Jafets og barna hans og hann væri fyrirsvarsmaður félagsins. Því væri Jafet og Veigur ehf. nákomin í skilningi 3.gr. gþl. Hæstiréttur sagði að þegar svo væri væri líklegt að um gjafagerning sé að ræða og féllst á riftunar og endurgreiðslukröfu þrotabús Jafets.
Hvað er að verða persónulega nákomnir
4) Orðið nákomnir er í lögum þessum notað um þá sem eftirfarandi tengsl standa milli:
1. hjón og þá sem búa í óvígðri sambúð,
2. þá sem eru skyldir í beinan legg eða fyrsta lið til hliðar, en með skyldleika er í þessu sambandi einnig átt við tengsl sem skapast við ættleiðingu eða fóstur,
3. þá sem tengjast með hjúskap eða óvígðri sambúð með sama hætti og um ræðir í 2. tölul.
Hvað þýðir “félag” undir skilgreiningunni að vera hagsmunalega nákomnir
félag er hverskonar félag þar sem um eignarhluta er að ræða. Ekki til almennra félaga. Hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög og samlagsfélög til dæmis.
Stofnun - undir ákvæðinu um að vera hagsmunalega nákomnir
er hverskonar samtök eða félagsskapur sem er skipulagður og starfar með sambærilegum hætti og félög og ráðstafanir hafa í för með sér fjárhagslega hagsmuni fyrir kröfuhafa eða þá sem eru nákomnir honum.
Verulegur eignarhlutur - undir ákvæðinu um að vera hagsmunalega nákomnir
er matskennt. Hér á að leggja saman eignarhlut eins manns og þeirra sem eru nákomnir honum (Hrd 664/2013, Veigur ehf.)
Þarf ekki að vera meirihluti. Þetta þarf að vera þannig að eignarhluti manns sé þannig að hann njóti í miklum mæli hagnaðar af rekstri félags eða þurfi ða taka á sig tilfinnanlegt tap, sem getur m.a. falist í rýrnum á verðmæti eignarhlutans og hagsmunirnir séu aþnnig að almennt sé ástæða til að ætalað hann vilji gera ráðstafanir sem eru til þess fallnar að tryggja hagsmuni hans betur eða komast hjá tjóni.
ii) Hrd. 680/2014. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að Ó hafi átt 26% hlut í O ehf. en það teldist verulegur hlutur og því væri hann nákominn O ehf. í skilningi 4. tölul. 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Var því talið að launakrafa Ó væri almenn krafa skv. 113. gr. laganna, sbr. 3. mgr. 112. gr. sömu laga. Ó var ekki í stjórn félagsins eða frmakvæmdastjóri. En ágreiningurinn snerist um hvort launakrafan hans væri forgangskrafa. Þrotabúið hélt því fram að þar sem hann hefði vegna hlutafjáreignarinnar verið nákominn félaginu væri krafan almenn krafa.
iii) Sambærilegur dómur í dönskum rétti. Þar átti einn 25% og hinir 18,75%. Voru taldir nákomnir félaginu. Lágmarkið er í kringum 20%.
Stjórnarmenn og þeir sem stýra daglegum rekstri, undir hugtakinu að vera hagsmunalega nákomnir:
a. Stjórnarmenn og þeir sem stýra daglegum rekstri.
i. Framkvæmdarstjórar og fleiri. Þetta getur verið eingarhlutur, stjórnarseta og raunveruleg stjórn félags en það er ekki skilyrði.
ii. Hrd. 36/2020 Wow air.
Framkvæmdarstjóri fjármálasviðs WOW air frá júlí 2015 lýsti kröfu um laun í þrotabúið. Deilt var um rétthæð hennar og hér réði úrslitum hvort hann væri nákominn eða ekki. Hann var einn af lykilstjórnendunum og hafði yfirsýn yfir fjármál félagsins á hverjum tíma og hafði stjórnunarheimildir yfir starfsfólki og heimild til að skuldbinda Wow air. Var nákominn Wow air.
Menn félög og stofnanir í sambærilegum tengslum og um ræðir í 1-5 töl ákv. um að vera hagsmunalega nákomnir
i.Þessi regla gefur dómstólum heimild til að meta hvort um sambærileg tengsl er að ræða. Hér geta komið til álita vinatengsl og bræðrabönd, fyrrverandi fjölskyldutengsl og vinátta.
ii. Vantar dóma hér
- töluliður 3 gr gþl. 1. Hjón og þá sem búa í óvígðri sambúð
Hlutlægt og veitir ekki svigrúm til mats, en mat getur verið í 6. töl. Hjón og sambúðarfólk er alltaf nákomið meðan á sambúð eða hjónabandi stendur hvort sem þau eru nákomin eða ekki. Eftir skilnað eða sambúðarslit eru þau ekki nákomin skv. 1. töl. en gætu verið það á grundvelli 6. töl.
2.-3 töl. 3. gr. gþl., þeir sem er uskyldir í beinan legg eða fyrsta lið til hliðar, en með skyldleika er átt við tengsl sem skapast við ættleiðingu eða fóstur líka og þriðji töluliðurinn er þeir sem tengjast með hjúskap eða óvígðri sambúð með sama hætti og í 2 töl.
Skyldleiki í beinan legg sætir engum takmörkunum, nær því yfir börn, barnabörn, barnabarnabörn osfrv., upp og niður.
Skyldleiki í fyrsta lið til hliðar tekur til þeirra sem eiga sama föður eða móður, skiptir ekki máli hvort um ættleiðingu eða fóstur sé að ræða. Hálfbræður eru nákomnir skv. reglunni.
Af 3. töl. leiðir að þeir sem tengjast með hjúskap eða óvígðri sambúð með sama hætti og kemur fram í 2 töl séu nákomnir. Það þýðir að maður og þeir sem eru skyldir maka hans í beinan legg (upp og niður) og fyrsta til hliðar eru nákomnir. Reglan nær líka til maka þeirra sem tengjast manni með þeim hætti, líkt og síðari maki tengdaforeldris og þeim sem er í hjúskap með afkomanda maka. Mágur og svili eru nákomnir líka skv 3 töl.
Hrd. 680/2014, þrotabú Okt 2012.
Hrd. 680/2014. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að Ó hafi átt 26% hlut í O ehf. en það teldist verulegur hlutur og því væri hann nákominn O ehf. í skilningi 4. tölul. 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Var því talið að launakrafa Ó væri almenn krafa skv. 113. gr. laganna, sbr. 3. mgr. 112. gr. sömu laga. Ó var ekki í stjórn félagsins eða frmakvæmdastjóri. En ágreiningurinn snerist um hvort launakrafan hans væri forgangskrafa. Þrotabúið hélt því fram að þar sem hann hefði vegna hlutafjáreignarinnar verið nákominn félaginu væri krafan almenn krafa.
iii) Sambærilegur dómur í dönskum rétti. Þar átti einn 25% og hinir 18,75%. Voru taldir nákomnir félaginu. Lágmarkið er í kringum 20%.
Við mat á hvort um verulegan eignahluta sé að ræða 4. töl. 3. gr. gþl, skiptir máli hvort sá sem um ræðir er stjórnandi félags ?
Já það skiptir máli. Hann þarf ekki að vera stjórnarmaður eða stýra rekstri eða slíkt. Í Hrd 827/2014, Sumó, var H eigandi og stærsti hluthafi í T. Hann var líka hluthafi í Sumó en deilt um hvort hann hefði átt 10% eða 50%. Gögn málsins sýndu að H hafði komið fram sem stjórnandi félagsins og var í persónulegum ábyrgðum fyrir það. Hæstiréttur taldi ekki skipta máli þótt ekki væri upplyst um eignarhlutann. Ábyrgðir og hagsmunir S sýndu að hann hafði slíka hagsmuni af stöðu og málefnum félagsins að hann ætti verulegan eignarhlut í því.
Hrd 827/2014, Sumó
í dómnum var H eigandi og stærsti hluthafi í T. Hann var líka hluthafi í Sumó en deilt um hvort hann hefði átt 10% eða 50%. Gögn málsins sýndu að H hafði komið fram sem stjórnandi félagsins og var í persónulegum ábyrgðum fyrir það. Hæstiréttur taldi ekki skipta máli þótt ekki væri upplyst um eignarhlutann. Ábyrgðir og hagsmunir S sýndu að hann hafði slíka hagsmuni af stöðu og málefnum félagsins að hann ætti verulegan eignarhlut í því
Við mat á hvort um verulegan eignahluta sé að ræða 4. töl. 3. gr. gþl, skiptir máli hvort félag eigi eignarhlut í öðru félagi sem valdi því að maður hafi veruleg áhrif á stjórn þess ?
Já, óbeint eignarhald er algengt og tengist oft stjórnarsetu. Í Hrd. 565/2015, Graníthúsið, gerði graníthúsið samning við B um sölu á tækjum og lager. Hluti kaupverðisins var greiddur þannig að B yfirtók skuld Graníthússins við annað félag. Bú Graníthússins var tekið til gjaldþrotaskipta og einn kröfuhafanna höfðaði mál á hendur félagsins sem Graníthúsið hafð iskuldað og krafðist riftunar á greiðslu skuldar Graníthússins við félagið og endurgreiðslu. Eigendur Graníthússins voru líka eigendur hins félagsins og þau voru því nákomin.
Við hvern eiga reglurnar í 4 og 5 töl. 3 gr. ?
Reglurnar taka í öllum tilvikum til stjórnarmanna og þess sem stýrir daglegum rekstri. Þetta getur verið frmakvæmdarstjóri en líka annar sem stýrir daglegum rekstri fyrirtækisins og þess sem er nákominn.
Í hrd 36/2020 WOW air: Framkvæmdarstjóri fjármálasviðs WOW air frá júlí 2015 lýsti kröfu um laun í þrotabúið. Deilt var um rétthæð hennar og hér réði úrslitum hvort hann væri nákominn eða ekki. Hann var einn af lykilstjórnendunum og hafði yfirsýn yfir fjármál félagsins á hverjum tíma og hafði stjórnunarheimildir yfir starfsfólki og heimild til að skuldbinda Wow air. Hann var nákominn Wow air.
ÍLrd 78/2019 Azazo, var S framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Azazo og í framkvæmdarstjórn félagsins. Deilt um hvort hann væri nákominn félaginu. Hann sat ekki í stjórn azaxo og hafði ekki aðkomu að fjármálum félagsins eða prókúru fyrir það. Hann fór ekki með daglegan rekstur né laut boðvaldi forstjóra félagsins. Talið að hann hefði ekki getað haft áhrif á hvaða ákvarðanir væru teknar á sviðum sem réðu úrslitum um hvort menn gætu talist nákomnir í skilningi greinarinnar. var ekki talinn nákominn.
Hvað þýða orðin “sambærileg tengsl” í 6 töl 3 gr gþl. ?
Eignaraðild og stjórnunartengsl manna við félög og ýmiskonar önnur tengsl geta verið flókin og ekki alltaf augljóst hvernig þau falla að reglum 4 og 5 töl 3 gr gþl. Regla 6 tl kemur til fyllingar 4 og 5 töl. Með reglunni er dómstólum falið að meta það í hverju einstöku tilviki hvort um sé a ðræða sambærileg tengsl og fjallað er um í öðrum töl. greinarinnar. Hér geta vinatengsl og bræðrabönd komið til álita, fyrrverandi fjölskyldutengsl og vinátta ef hún er sambærileg fyrri töl. Dómaframkvæmd bendir til að álitamálið um sambærileg tengls rísi frekar þegar um hagsmunatengsl er að ræða frekar en persónuleg. Þá er litið til þess hvort raunveruleg yfirráð eða aðstaða til að hafa ákvarðanir um rekstur og gerð löggerninga sé til staðar.
Hrd 208/2012, Samson
Í málinu krafðist S riftunar á ráðstöfun sem það taldi vera örlætisgerning sem hefði falið í sér gjöf. Þetta var liður í því að ná meirihluta í útgáfufélagi dagblaðs. Í dómi Hæstaréttar er farið yfir flókin persónutengsl og hagsmunatengsl S og gjafaþegans. Gjafaþeginn átti að bera sönnunarbyrði fyrir þvi að samningurinn hefði ekki falið í sér örlætisgerning í skilningi 1 mgr 131 gr gþl. Sönnunin tókst ekki og talið var að um gjafagerning í skilningi 1 mgr 131 gr gþl væri að ræða.