Opinskáandi (nýraunsæi) Flashcards
(8 cards)
Um hvað er sagan?
Sagan fjallar um Sigurlaugu sem er þáttastjórnandi í vinsælum spjallþætti. Sigurlaug verður svokallaður viðtalsfíkill þar sem allt líf hennar snýst um það að mæta í viðtöl og segja frá persónulegu lífi sínu. Þar dregur hún ekkert undan. Sigurlaug fær þó að lokum nóg og til að forðast fjölmiðla flytur hún í fámennt sjávarþorp úti á landi og fer að kenna á nýjan leik. Hún fer hins vegar í viðtal í Mannlíf þar sem hún situr með litlu Strandabörnin í bakgrunni þar sem yfirskriftin er ,,Opinskáu viðtölin eyðilögðu líf mitt“.
Sagan sýnir áhrif þess að vera frægur – fíkn (viðtalsfíkn) – fjölskylduvandamál – einkalíf – háð – orðaleikir – aðalsögupersónan fórnarlamb – sjálfhverfur hugsunarháttur
Hvernig er sagan sögð? Hvert er sjónarhorn sögunnar?
Sagan er sögð í 3. persónu. Sögumaðurinn er einstaklingur sem situr á tannlæknastofu og er að lesa viðtal við Sigurlaugu í Mannlífi.
Sigurlaug
Sigurlaug er kennaramenntuð og er þáttastjórnandi í sjónvarpsþættinum Fjölskyldumiðillinnn
Hún er fræg og heillar fólk með útliti sínu og framkomu. Jafnframt er hún athyglissjúk og ófeimin við að deila sögum úr lífi sínu í viðtölum
Eftir smá tíma varð athyglin yfirþyrmandi og hún var farin að fá dónaleg símtöl, undarleg hótunarbréf og blygðunarlaus tilboð frá ýmsum.
Athyglissjúk – fallegt bros – snyrtileg – mamma hennar alkóhólisti – bróðir hennar látinn – fráskilin
Magnús
Magnús átti í ástarsambandi við Sigurlaugu. Sambandið þeirra hjálpaði Sigurlaugu að koma með nýtt umræðuefni í viðtöl - hann er giftur 5 sinnum
Magnús er ástæðan fyrir því að Sigurlaug er fræg
Hvenær gerist sagan og hvar?
Sagan gerist líklegast í Reykjavík á tímum nýraunsæis (1970-1985)
Vísað til glanstímarita
Hvað vakir fyrir höfundi með sögunni? Má tengja boðskap/ádeilu sögunnar við nútímasamfélag?
Fólk er kannski hætt að njóta og er farið að deila of miklu með þjóðinni (eins og samfélagsmiðlastjörnur)
Sýna hvað fjölmiðlar hafa mikil áhrif á þjóðina
Það fylgir því ekki alltaf ánægja að vera opinber manneskja (eins og sást í sögunni um Sigurlaugu)
Stundum ætti fólk að kúpla sig út og njóta í staðinn fyrir að vera svona upptekin að því að reyna heilla alla í kringum sig
Elta draumana – hún hætti fjölmiðlastörfum og fór að kenna
Einkenni nýraunsæis í sögunni
Í sögunni er verið að tala um einkalíf konu
Talað um vandamál sögupersónunnar
Verk höfða til almennings
Sagan auðlesin
Sögumaðurinn er alvitu
Höfundur
Þórarinn Eldjárn