Saga handa börnum (módernismi) Flashcards
(10 cards)
Um hvað er sagan?
Sagan fjallar um móðurhlutverkið og skilyrðislausu ástina sem mæður bera til barnanna sinna.
Móðurinni í sögunni finnst mikilvægt að standa sig vel sem móðir og eiginkona. Hún fórnar öllu fyrir börnin sín, leyfir þeim að stinga sig í handlegginn, skera af sér tána og skera úr sér heilann.
Hinsvegar taka börnin hennar sem sjálfsögðum hlut og þakka móður sinni aldrei fyrir allt sem hún gerir fyrir þau. Sagan er frekar ýkt enda myndi barn aldrei skera heilann úr móður sinni en maður skilur samt boðskap sögunnar.
Hvernig er sagan sögð? Hvert er sjónarhorn sögunnar?
Móðirin er í 3. persónu og sögumaðurinn segir söguna hennar og við fáum innýsn í hugsanir hennar
Móðirin
Móðurinni finnst mikilvægt að sinna sínu hlutverki vel, bæði sem móðir og eiginkona. Hún gerir allt fyrir börnin sín og leyfir þeim t.a.m. að stinga sig í handlegginn og skera úr henni heilann
Faðirinn
Það er ekki mikið sagt frá pabbanum í sögunni. Það eina sem skiptir hann máli er að hann fái að borða þegar hann komi heim. Allt annað skiptir hann litlu máli, hann kippir sér til dæmis lítið upp við að heilinn sé farinn úr konunni sinni þegar að börnin skera heilann úr henni. Faðirinn vinnur mjög mikið á meðan móðirin er heima að sjá um börnin.
Börnin
Börnin virða ekki mömmu sína og sýna henni aldrei þakklæti. Þau heimsækja hana aldrei eftir að þau fluttu að heiman og vilja ekki taka við hjartanu hennar þegar þeim stendur það til boða. Börnin segja að það sé svo vond lykt heima hjá henni útaf spíranu í krukkunni sem geymir heilann hennar og hjarta.
Hvenær gerist sagan og hvar?
Sagan gerist um 1960-1970. Hún birtist í smásagnasafninu Veisla þegar að kvenbaráttan var að verða meira áberandi í samfélaginu
Sagan gerist heima hjá fjölskyldunni og líka á læknastofunni, líklegast í Reykjavík
Boðskapur sögunnar
Sagan varpar upp ýktri mynd af konum í samfélaginu á þessum tíma
Móðirin er bókstaflega til í að fórna öllu fyrir börnin sína og eiginmann og heldur ótrauð áfram sama hvað, eins og konur gerðu á þessum tíma
Einnig ættu þeir sem lesa söguna kannski að átta sig á því að það er mikilvægt að vera þakklátur fyrir það sem móðir manns gerir fyrir mann. Oft tekur maður hlutum sem of sjálfsögðum.
Tákn í sögunni
Hálfur hringur: Tveir einstaklingar, sem þurftu að skiljast en bjuggust jafnframt við að verða að koma boðum hvor til annars, brutu hring í tvennt og héldu hvor sínum helmingi. Þegar annar þurfti á hinum að halda sendi hann sinn hringhelming til hins sem gat þá sannreynt að skilaboðin væru frá réttum manni með því að máta hringinn við sinn helming svo að brotin mynduðu heilan hring. Hálfi hringurinn hét symbolum. Þetta skýrir hvað táknið var upphaflega og er enn. Eitt sér þýðir táknið ekkert sérstakt en þegar við erum búin að leggja því til mótpartinn, það sem heyrir tákninu til, fær það fulla merkingu.
Hjarta = tákn um ást Heilinn = tákn um hugsun og vitsmuni
Einkenni módernisma í sögunni
Einkenni módernisma í sögunni er meðal annars það að lesandinn fær góða innsýn í hugarheim móðurinnar og lesandinn fær að fylgja öllum hugsunum og vangaveltum
Kvenréttindabaráttan
Annað einkenni er að atburðir sem eiga sér stað í sögunni eru mjög óraunsæir
Höfundur sögunnar
Svava Jakobsdóttir