Tvískinna Flashcards
(44 cards)
Ljóðræna tungumálsins
Orð sem taka sér einhverja aðra merkingu en þau gera í raunveruleikanum
Ljóðræna er notuð til að lýsa hlutum og með því verður það svolítið ljóðrænt, eins og til dæmis að kalla Jörðina Móður Jörð eða barnið sitt englabossa
Hvað er átt við með því að einu sinni hafi ljóðið verið allt?
Að einu sinni voru t.d. leikrit heilar vísur og ljóðin sem við lærðum í grunnskóla voru í sérstöku formi og allt mjög ferkantað en núna eru ljóð allstaðar í allskonar mynd, eins og auglýsingum og á samfélagsmiðlum (meira ómeðvitað núna)
Hvaða hætta getur falist í því að við lesum ekki alltaf á meðvitaðan hátt?
Maður getur misskilið eitthvað afþví að maður gerir ráð fyrir því að merki/setning þýði eitthvað sem maður er vanur
(reykingar bannaðar <> reyktir bananar, fuck <> fcuk)
Hvað er “skyndibiti” tungumálsins?
Tungumálinu er líkt við skyndibita því við innbyrgðum svo mikið af orðum og upplýsingum án þess að pæla í innihaldi þess og hvort það sé nærandi fyrir okkur, t.d. auglýsingar
Þannig er því líkt við skyndibita, við tökum inn þessar upplýsingar líkt og hamborgara frá búllunni án þess að pæla í því hvort það sé nærandi fyrir okkur
Hver var hugsunin á bak við auglýsingar French Connection í Bretlandi?
Að rugla í fólki með því að hafa skammstöfun svipaða orði sem þekkist (fuck) sem gerði það að verkum að fólk las orðið ómeðvitað sem fuck en ekki sem skammstöfunina
Hugsunaromsa/merkingarauki
Orð fá á sig merkingarauka þegar við tengjum þau við eitthvað fleira heldur en raunverulegu merkingu þess
Hugsunaromsur eru mismunandi eftir einstaklingum því enginn hlutina upplifir eins, sumir gætu tengt nafnið Sóley við blóm en aðrir gætu tengt það við gamlan bekkjarfélaga
Ef ný stelpa kæmi í bekkinn sem héti Britney þá myndu flestir tengja það við Britney Spears
Davíð Stefánsson, skáld
Hann var íslenskur rithöfundur og skáld, fæddur árið 1895. Hann er þekktastur fyrir ljóðabók sína, Svartar fjaðrir og leikritið Gullna hliðið
Hann var eitt vinsælasta ljóðaskáld á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar
Ljóðmælandi
Ljóðmælandinn er sá sem segir ljóðið og stýrir ferðinni hann er sögumaður ljóðsins
Ljóðmælandinn er ekki endilega skáldið sjálft því skáldið getur látið ljóðmælandann vera dýr, barn o.s.frv.
Hvernig getur maður verið ljóðmælandi í hinu daglega lífi?
Maður getur verið ljóðmælandi í hinu daglega lífi til dæmis með því að segja hvítan lygi, vera kaldhæðinn eða segja sögu útfrá sínum eigin hagsmunum
Yfirborðsmynd
Yfirborðsmynd er allt sem við sjáum í upphafi - allt sem er sýnilegt
Ef það stendur í ljóði að kisan sé svört og lítil, þá er hún það. Eða ef það stendur að strákurinn sé að borða pizzu með skinku þá þarf lesandinn ekkert að lesa á milli línanna heldur er augljóst hvað strákurinn er að borða
Hægt að skoða yfirborðsmynd t.d. í ljóðum og bíómyndum
Hvað þýðir: „Ljóð ætti ekki að merkja, heldur vera”
Setningin þýðir að ljóð eigi ekki alltaf að hafa einhverja skýra merkingu sem allir lesa eins í, heldur á ljóðið bara að fá að vera smá frjálst og hver og einn getur túlkað það sjálfur
Hvers vegna skiptir staða ljóðmælanda/sögumanns máli, hvort sem það er í ljóðum, kvikmyndum, sögum eða daglegu lífi?
Það er mikilvægt að það komi fram lýsingar því það hjálpar lesanda/áhorfanda að túlka
Sjónarhorn
Staða höfundar í verkinu sínu, afstaða og sjónarmið
Hvað á Davíð við með því þegar hann líkir orðunum í huga okkar við svampa?
Hann líkir nýju orði við þurran svamp, en þegar að maður lærir meira og öðlast meiri þekkingu þá fyllist svampurinn af nýjum orðum og hugsunaromsum
Ég hugsa þetta eins og að það sé hægt að geyma endalaust af orðum í svömpum alveg eins og venjulegur svampur getur dregið í sig mikið magn af vatni
Hvað þurfum við að vera meðvituð um þegar kemur að auglýsingum?
Maður þarf að vera gagnrýninn á auglýsingar og spurja sjálfan sig hvort maður virkilega þurfi að kaupa það sem er verið að auglýsa því að aðilarnir sem eru á bakvið auglýsingarnar eru að reyna allt til að selja manni vöruna alveg sama hversu ónauðsynleg hún er
Auglýsing gæti þess vegna komið því á framfæri að maður þurfi nauðsynlega að smakka nýtt súkkulaði – það er þá sem maður þarf að vera gagnrýninn á auglýsingar, því það er augljóst að maður þarf ekki nauðsynlega súkkulaði þótt að auglýsing segi það
Orðræða
Orðræða er tungumál innan tungumálsins, það eru ákveðnar orðræður innan hópa eins og til dæmis í læknisfræðinni
Fólk sem er í læknisfræði notar orð sem aðrir skilja ekki
Tvíræðni
Þegar það má skilja eitthvað á fleiri en eina vegu
Hvernig tengjast hugtökin orðræða og vald? Nefnið þrjú dæmi um þjóðfélagshópa sem þurfa hver á sinn hátt að glíma við afleiðingar „neikvæðrar“ orðræðu
Vald getur tengst orðræðu þegar að orðræða er einkaorðræða því með einkaorðræðunni fylgir valdið að útiloka ákveðna hópa sem skilja ekki orðræðuna
Dæmi um þjóðfélagshópa sem þurfa að glíma við afleiðingarnar eru innflytjendur, heyrnalausir, öryrkjar, fatlaðir
Hvaða áhrif hefur Megas haft á íslenska menningu?
Megas hefur haft áhrif á skáld og rithöfunda. Hann þekkir íslenska málfræði og er að gera öfugt við hana viljandi og er óhræddur við að teygja tungumálið til
Þrátt fyrir að hann fylgi ekki alltaf málfræðinni þá vann hann samt íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem sýnir að það þarf ekki að vera neikvætt að teygja tungumálið til. Því hann er ekki bara að bulla endalaust, þetta er bara ákveðin list
Hefur sú tónlist sem íslenskir unglingar hlusta á í dag góð eða slæm áhrif á íslenska tungu? Rökstyðjið
Tónlist íslenskra unglinga þarf ekkert að hafa neikvæð áhrif afþví að tónlist er skapandi og þarf ekki að vera fullkomin og í gamla daga hélt fólk líka að unglingatónlist væri að eyða tungumálinu en íslenskan er ennþá notuð mörgum árum seinna þannig þessar áhyggjur fara bara á milli kynslóða
Síbylja
Að bylgja manni í sífellu = eitthvað sem er sífellt að bylja á manni eins og endalausar auglýsingar (slagorð, jákvæðni)
Einkaorðræða
Orðræða sem aðeins ákveðinn hópur fólks skilur. Getur verið einkahúmor milli vina en finnst einnig innan mismunandi starfsgreina
T.d. nota læknar heiti og hugtök sem einungis lærðir læknar geta skilið.
Bein mynd
Þegar að hlutum er lýst nákvæmlega eins og þeir eru
Húsið er grænt, rósin er rauð, konan er með trefil
Auglýsingar nota t.d. beinar myndir til að koma skilaboðum á framfæri
Samlíking
Þegar að notast er við tengiorðið „eins og“ til þess að líkja einum hlut við annan: Snjórinn er eins og flórsykur
(snjórinn > kenniliður, flórsykur > myndliður)