Tvískinna Flashcards

1
Q

Ljóðræna tungumálsins

A

Orð sem taka sér einhverja aðra merkingu en þau gera í raunveruleikanum

Ljóðræna er notuð til að lýsa hlutum og með því verður það svolítið ljóðrænt, eins og til dæmis að kalla Jörðina Móður Jörð eða barnið sitt englabossa

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er átt við með því að einu sinni hafi ljóðið verið allt?

A

Að einu sinni voru t.d. leikrit heilar vísur og ljóðin sem við lærðum í grunnskóla voru í sérstöku formi og allt mjög ferkantað en núna eru ljóð allstaðar í allskonar mynd, eins og auglýsingum og á samfélagsmiðlum (meira ómeðvitað núna)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvaða hætta getur falist í því að við lesum ekki alltaf á meðvitaðan hátt?

A

Maður getur misskilið eitthvað afþví að maður gerir ráð fyrir því að merki/setning þýði eitthvað sem maður er vanur

(reykingar bannaðar <> reyktir bananar, fuck <> fcuk)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er “skyndibiti” tungumálsins?

A

Tungumálinu er líkt við skyndibita því við innbyrgðum svo mikið af orðum og upplýsingum án þess að pæla í innihaldi þess og hvort það sé nærandi fyrir okkur, t.d. auglýsingar

Þannig er því líkt við skyndibita, við tökum inn þessar upplýsingar líkt og hamborgara frá búllunni án þess að pæla í því hvort það sé nærandi fyrir okkur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hver var hugsunin á bak við auglýsingar French Connection í Bretlandi?

A

Að rugla í fólki með því að hafa skammstöfun svipaða orði sem þekkist (fuck) sem gerði það að verkum að fólk las orðið ómeðvitað sem fuck en ekki sem skammstöfunina

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hugsunaromsa/merkingarauki

A

Orð fá á sig merkingarauka þegar við tengjum þau við eitthvað fleira heldur en raunverulegu merkingu þess

Hugsunaromsur eru mismunandi eftir einstaklingum því enginn hlutina upplifir eins, sumir gætu tengt nafnið Sóley við blóm en aðrir gætu tengt það við gamlan bekkjarfélaga

Ef ný stelpa kæmi í bekkinn sem héti Britney þá myndu flestir tengja það við Britney Spears

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Davíð Stefánsson, skáld

A

Hann var íslenskur rithöfundur og skáld, fæddur árið 1895. Hann er þekktastur fyrir ljóðabók sína, Svartar fjaðrir og leikritið Gullna hliðið

Hann var eitt vinsælasta ljóðaskáld á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Ljóðmælandi

A

Ljóðmælandinn er sá sem segir ljóðið og stýrir ferðinni hann er sögumaður ljóðsins

Ljóðmælandinn er ekki endilega skáldið sjálft því skáldið getur látið ljóðmælandann vera dýr, barn o.s.frv.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig getur maður verið ljóðmælandi í hinu daglega lífi?

A

Maður getur verið ljóðmælandi í hinu daglega lífi til dæmis með því að segja hvítan lygi, vera kaldhæðinn eða segja sögu útfrá sínum eigin hagsmunum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Yfirborðsmynd

A

Yfirborðsmynd er allt sem við sjáum í upphafi - allt sem er sýnilegt

Ef það stendur í ljóði að kisan sé svört og lítil, þá er hún það. Eða ef það stendur að strákurinn sé að borða pizzu með skinku þá þarf lesandinn ekkert að lesa á milli línanna heldur er augljóst hvað strákurinn er að borða

Hægt að skoða yfirborðsmynd t.d. í ljóðum og bíómyndum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað þýðir: „Ljóð ætti ekki að merkja, heldur vera”

A

Setningin þýðir að ljóð eigi ekki alltaf að hafa einhverja skýra merkingu sem allir lesa eins í, heldur á ljóðið bara að fá að vera smá frjálst og hver og einn getur túlkað það sjálfur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvers vegna skiptir staða ljóðmælanda/sögumanns máli, hvort sem það er í ljóðum, kvikmyndum, sögum eða daglegu lífi?

A

Það er mikilvægt að það komi fram lýsingar því það hjálpar lesanda/áhorfanda að túlka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Sjónarhorn

A

Staða höfundar í verkinu sínu, afstaða og sjónarmið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað á Davíð við með því þegar hann líkir orðunum í huga okkar við svampa?

A

Hann líkir nýju orði við þurran svamp, en þegar að maður lærir meira og öðlast meiri þekkingu þá fyllist svampurinn af nýjum orðum og hugsunaromsum

Ég hugsa þetta eins og að það sé hægt að geyma endalaust af orðum í svömpum alveg eins og venjulegur svampur getur dregið í sig mikið magn af vatni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað þurfum við að vera meðvituð um þegar kemur að auglýsingum?

A

Maður þarf að vera gagnrýninn á auglýsingar og spurja sjálfan sig hvort maður virkilega þurfi að kaupa það sem er verið að auglýsa því að aðilarnir sem eru á bakvið auglýsingarnar eru að reyna allt til að selja manni vöruna alveg sama hversu ónauðsynleg hún er

Auglýsing gæti þess vegna komið því á framfæri að maður þurfi nauðsynlega að smakka nýtt súkkulaði – það er þá sem maður þarf að vera gagnrýninn á auglýsingar, því það er augljóst að maður þarf ekki nauðsynlega súkkulaði þótt að auglýsing segi það

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Orðræða

A

Orðræða er tungumál innan tungumálsins, það eru ákveðnar orðræður innan hópa eins og til dæmis í læknisfræðinni

Fólk sem er í læknisfræði notar orð sem aðrir skilja ekki

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Tvíræðni

A

Þegar það má skilja eitthvað á fleiri en eina vegu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvernig tengjast hugtökin orðræða og vald? Nefnið þrjú dæmi um þjóðfélagshópa sem þurfa hver á sinn hátt að glíma við afleiðingar „neikvæðrar“ orðræðu

A

Vald getur tengst orðræðu þegar að orðræða er einkaorðræða því með einkaorðræðunni fylgir valdið að útiloka ákveðna hópa sem skilja ekki orðræðuna

Dæmi um þjóðfélagshópa sem þurfa að glíma við afleiðingarnar eru innflytjendur, heyrnalausir, öryrkjar, fatlaðir

19
Q

Hvaða áhrif hefur Megas haft á íslenska menningu?

A

Megas hefur haft áhrif á skáld og rithöfunda. Hann þekkir íslenska málfræði og er að gera öfugt við hana viljandi og er óhræddur við að teygja tungumálið til

Þrátt fyrir að hann fylgi ekki alltaf málfræðinni þá vann hann samt íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem sýnir að það þarf ekki að vera neikvætt að teygja tungumálið til. Því hann er ekki bara að bulla endalaust, þetta er bara ákveðin list

20
Q

Hefur sú tónlist sem íslenskir unglingar hlusta á í dag góð eða slæm áhrif á íslenska tungu? Rökstyðjið

A

Tónlist íslenskra unglinga þarf ekkert að hafa neikvæð áhrif afþví að tónlist er skapandi og þarf ekki að vera fullkomin og í gamla daga hélt fólk líka að unglingatónlist væri að eyða tungumálinu en íslenskan er ennþá notuð mörgum árum seinna þannig þessar áhyggjur fara bara á milli kynslóða

21
Q

Síbylja

A

Að bylgja manni í sífellu = eitthvað sem er sífellt að bylja á manni eins og endalausar auglýsingar (slagorð, jákvæðni)

22
Q

Einkaorðræða

A

Orðræða sem aðeins ákveðinn hópur fólks skilur. Getur verið einkahúmor milli vina en finnst einnig innan mismunandi starfsgreina

T.d. nota læknar heiti og hugtök sem einungis lærðir læknar geta skilið.

23
Q

Bein mynd

A

Þegar að hlutum er lýst nákvæmlega eins og þeir eru

Húsið er grænt, rósin er rauð, konan er með trefil

Auglýsingar nota t.d. beinar myndir til að koma skilaboðum á framfæri

24
Q

Samlíking

A

Þegar að notast er við tengiorðið „eins og“ til þess að líkja einum hlut við annan: Snjórinn er eins og flórsykur

(snjórinn > kenniliður, flórsykur > myndliður)

25
Q

Myndhverfing

A

Þegar að tengiorðinu er sleppt og fyrirbæri ER bara ákveðið fyrirbæri: Fótbolti er stríð.

Dæmi um myndhverfingu er persónugerving og lífgun

26
Q

Hluti fyrir heild

A

Hluti fyrir heild er þegar að öll merking fyrirbærisins er dregin inn í ljóðið en aðeins hluti af því er nefndur á nafn

Dæmi: Bráðum kemur rökkrið undir brúnum seglum og vitjar um aflann

Þá er hlutinn: brúnu seglin og heildin: skip með áhöfn sem fiskar

Þannig maður á að lesa í ljóðið útfrá smá lýsingum

27
Q

Persónugerving

A

Þegar að dauðir hlutir eða fyrirbæri fá mannlega eiginleika

“Hjartað mitt grætur úr gleði”

Fellur undir myndhverfinu

28
Q

Lífgun

A

Þegar dauðum hlut er gefið líf án þess að persónueinkenni fylgi með

“Sumarið andar” - “Ást þín yljar mér”

Fellur undir myndhverfingu

29
Q

Tvíhyggja

A

Tvíhyggja er mikilvægt náttúrulögmál sem segir að allt sé aðskilið

(andstæður eins og svart/hvítt, já/nei og upp/niður)

30
Q

Hvers vegna eru fyrirtæki farin að beina auglýsingum sínum í auknum mæli að ungum börnum? Hvað finnst ykkur um það? Nefnið dæmi um fyrirtæki sem það gera

A

Fyrirtæki eru farin að beina auglýsingum að ungum börnum því það er auðvelt að ná til þeirra og sannfæra þau með myndum og orðum

Dæmi um fyrirtæki sem gerir það gæti verið Dominos þegar þau auglýsa megaviku því í auglýsingunni eru litríkar ofurhetjur og lífleg auglýsing í sjónvarpinu og á strætóskýlum

31
Q

Þrá/ótti

A

Líf okkar ræðst af grunnþrá og grunnótta og er það nauðsynlegt fyrir framvindu lífsins. Við sækjum í það sem við þráum og forðumst það sem við óttumst

32
Q

Hliðstæður

A
  • Eitthvað sem er að einhverju leyti sambærilegt.
  • Þegar eitthvað tvennt er borið saman en er samt ekki alveg eins
  • Dæmi: mjólkurferna og ísskápur - bæði eru þetta geymslur en annars eru þetta ólíkir hlutir
33
Q

Minni

A

Minni er oft líkt við samloku sem er grunnhugmynd og svo eru áleggin breytileg

Minni eru notuð aftur og aftur, eins og klassíska sagan um að þjónustustúlkan giftist prinsinum eða að nördinn í bekknum endi með vinsæla nemanum

Það er líka hægt að snúa minni á hvolf, eins og í Shrek þar sem Fiona og Shrek eru ekki prinsessa og prins en samt er ástarsaga í þessu og Shrek er til dæmis að bjarga sjálfum sér en ekki Fionu eins og þekkist vanalega í ástarsögum

34
Q

Vísun

A

Vísun er þegar að vísað er í eitthvað annað, til dæmis listaverk, kvikmynd eða samfélagið. Ef að það eru rifrildi í gangi og ég segi: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, þá er ég að vísa í Dýrin í Hálsaskógi

Til þess að vísun gangi upp þá þarf fólk samt að þekkja til þess sem vísað er til. Þannig fólk þarf að þekkja söguna um dýrin til þess að vísunin gangi upp

35
Q

Allegoría

A

Þegar tvær sögur eru sagðar samtímis

Eins og sagan Animal Farm. Þar er allegorían tengd kommúnisma Stalíns en það er ekki sagt beint heldur þarf að lesa í það

Þannig þótt það sé bara verið að segja sögu af dýrum þá er samt verið að vísa til stjórnmálaádeila.

36
Q

Hvernig bregðast fyrirtæki, stjórnmálaflokkar og fleiri við slæmu umtali?

A

Oft eru fyrirtæki og stjórnmálaflokkar með almannatengslaskrifstofur í vinnu hjá sér og þeirra hlutverk er að beina athyglinni frá slæmum umræðum sem varða fyrirtæki/flokk til þess að ímynd þess skemmist ekki í slæmri umræðunni

37
Q

Hvað merkir: “Efastu, hugsaðu, spurðu”?

A

Ekki gleypa við öllu sem þú sérð og lest

Þú þarft að beita gagnrýnni hugsun og efast um það sem þú ert að lesa

Einnig þarftu að spyrja sjálfan þig hvort það sé eitthvað vit í því sem þú ert að lesa

Þurfum við á öllum þessum hlutum að halda sem auglýsendur halda að okkur?

38
Q

Að hvaða leyti er tungumál okkar karllægt?

A

Mörg orð í tungumálinu eru aðeins til í karlkyni. Mörg starfsheiti eru karlkyns og það hefur mögulega þau áhrif að færri konur leita í þessi störf

Þau gefa til kynna að konur geti ekki borið þessi starfsheiti

Orð eins og ráðherra, forstjóri, kennari, prestur, flugmaður og leikstjóri eru dæmi um starfsheiti sem eru aðeins til í karlkyni

Breytingar verða frekar á orðum sem eru aðeins til í kvenkyni, eins og starfsheitinu hjúkrunarkona var breytt í hjúkrunarfræðingur

39
Q

Hvaða skoðanir koma fram í kaflanum um unglingamál og þróun íslenskrar tungu?

A

Unglingar teygja og toga tungumálið með því að nota ný orð, nota orð á annan hátt og nota slettur

Við megum ekki taka tungumálinu of alvarlega, við þurfum að þora að sveigja það og beygja. Það er líklegra að tungumálið deyi út ef það er heilagt og ekki leyfilegt að gera breytingar á því

Sumir eru á móti því að sveigja tungumálið og vilja halda í það gamla. Aðrir segja að þetta sé jákvæð þróun og við séum í rauninni að sýna tungumálinu virðingu með því þróa það og breyta. Það er einmitt skoðun höfundar bókarinnar.

40
Q

Útskýrið ádeiluna í ljóðinu HA/HA. Af hverju notar skáldið bókstafinn z af svo miklum ákafa?

A

Ljóðskáldið er að sýna hversu innihaldslaus orðræða fjölmiðla og auglýsinga er

Þetta er endalaust áreiti en ekkert annað en innihaldslausar setningar. Með því að nota zetuna er skáldið að leggja áherslu á orðin, zetan er æstara hljóð heldur en ess

Orðið verður líflegra og skáldið er að skapa ákveðna stemningu með því að nota zetuna. Líkt og í útvarpi og sjónvarpi á allt í ljóðinu að vera hresst og skemmtilegt

41
Q

Hvernig geta stjórnmálamenn beitt orðræðu til að blekkja fólk?

A

Stjórnmálamenn nota orðræðu sem almenningur skilur ekki. Þeir hljóma mjög fagmannlega en þeir gætu alveg eins verið að bulla

Við treystum þeim blint því oftast þorum við ekki að spyrja hvað öll þessi orð sem þeir nota þýða

42
Q

Hvers vegna innihalda ljóð, auglýsingar og aðrir tjáningarmiðlar mörg sömu lögmál og lífið inniheldur?

A

Tungumálið kemur frá okkur, tungumálið er í raun framlenging á manneskjunni sem beitir því

Orðin í tungumálinu eru búningar fyrir það sem býr innra með okkur. Þar sem við erum náttúrufyrirbæri og tungumálið er hluti af okkur þá gilda grundvallarnáttúrulögmál líka um ljóð og aðra tjáningarmiðla

43
Q

Inn á hvað stíla auglýsingar og hvert er helsta viðfangsefni þeirra?

A

Auglýsingar stíla inn á þrá þess sem sér auglýsingarnar

Þær vilja fá þig til að setja þig inn í texta auglýsingarinnar. Auglýsingar spila einnig oft inn á ótta. Þeir nota þá andstæður til að fá okkur til að velja þeirra vöru

Þetta er samspil milli ótta og þrár. Þeir sýna okkur það sem við viljum sem er oft andstæðan við það sem við óttumst

T.d. selja fyrirtæki eitthvað undir slagorðinu: öruggasta leiðin. Við viljum auðvitað búa við öryggi og óttumst óöryggi

44
Q

Hvers vegna eru fyrirtæki farin að beina auglýsingum sínum í auknum mæli að ungum börnum? Hvað finnst ykkur um það? Nefnið dæmi um fyrirtæki sem það gera.

A

Ung börn hafa mikil áhrif á hvað er keypt inn á heimilið

Auglýsingarnar komast inn í undirmeðvitundina hjá krökkum sem koma því svo yfir til foreldra sinna. Strax frá unga aldri öðlast lítil börn þann hæfileika að lesa í táknræn skilaboð með undirmeðvitundinni

Börn hafa aftur á móti ekki þann skilning að auglýsingar eru ein stór brella til að fá neytendur til að kaupa vörur

Það er því sniðug auglýsingaaðferð að beina auglýsingum að ungum börnum. Barnið langar í eitthvað sem það sér í auglýsingu og foreldrar láta oft undan.