Tvískinna ljóð Flashcards

(4 cards)

1
Q

Menntun alþýðunnar

A

Við getum öll lesið.
Flestir eru færir um að lesa á skilti, þ.e. flestir geta bjargað sér, en svo eru aðrir sem eru færari í lestri og geta til að mynda fyllt út eyðublöð.

Til að ná til fólks í dag þarf að mennta alþýðuna einnig með myndböndum. Fólk í dag á erfiðara með að lesa sér til gagns og notast mikið við tækninýjungar til að skilja. Líklegra er að upplýsingar skili sér með hlustun og áhorfi. Í dag er fólk vanara því að fá upplýsingar í gegnum slíka tækni.
Textar í dag eru sungnir og í þeim er auðvelt að komast upp með lélegan skáldskap. Í dag er ekki mikið lagt upp úr hverju einasta orði, textinn ekki jafn fágaður og vandaður eins og í ljóðum. Í söng er textinn ekki aðalatriðið.
Breyting hefur orðið á notkun og kennslu tungumálsins, málið og orðanotkun eru ekki í hávegum höfð eins og áður fyrr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Guð

A

Eftir allt sem hefur bjátað á hjálpaði Guð ekki ljóðmælanda né öðrum. Þegar hann sýnir sig ákveður ljóðmælandi að hunsa hann. Með því að hunsa Guð er ljóðmælandi líklegast að gera það sama og þegar Guð leit undan öllu sem var að gerast í heiminum. Hann sýnir Guði að hann er ekki sáttur með það hvað hann hefur gert lítið fyrir heiminn. Þegar Guð spyr ljóðmælanda hvernig þeim gangi þarna niðri er kaldhæðni fólgin í orðunum. Það er líkt og Guð hafi séð allt sem gerst hafði en ákveðið að gera ekki neitt í því. Það getur verið að ljóðmælandi trúi ekki á Guð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Útskýrið hvernig Andri Snær Magnason leikur sér með aukamerkingu í ljóðinu Mjallhvít

A

Hann segir frá Mjallhvíti frá öðru sjónahorni en við þekkjum hana. Með því að lýsa henni frá öðru sjónarhorni fáum við aðrar hugmyndir um Mjallhvíti. Hann gerir ekki þau mistök að gefa ljóðinu heiti sem gefur til kynna að hann sé að fara að lýsa óhefðbundinni Mjallhvíti. Þess í stað heitir ljóðið einfaldlega Mjallhvít. Með því er Andri að reyna að fá okkur til að tengja þessa nýju sýn á Mjallhvíti við þá sem við þekkjum. Andra hefur því kannski tekist að bæta fleiri hugsanaromsum við nafnið Mjallhvíti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Útskýrið ádeiluna í ljóðinu HA/HA. Af hverju notar skáldið bókstafinn z af svo miklum ákafa?

A

Ljóðskáldið er að sýna hversu innihaldslaus orðræða fjölmiðla og auglýsinga er. Þetta er endalaust áreiti en ekkert annað en innihaldslausar setningar. Með því að nota zetuna er skáldið að leggja áherslu á orðin, zetan er æstara hljóð heldur en ess. Orðið verður líflegra og skáldið er að skapa ákveðna stemningu með því að nota zetuna. Líkt og í útvarpi og sjónvarpi á allt í ljóðinu að vera hresst og skemmtilegt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly