Lífeðlisfræði brjóstagjafara Flashcards

1
Q

Hvað þarf að vera til staðar svo mjólkurframleiðsla geti átt sér stað?

A
  • Kirtilvefur
  • Virkar taugar og taugaboð
  • Nauðsynleg hormón
  • Virk örvun
  • mjólkun / losun mjólkur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er Hypoplasia?

A

Lítill kirtilvefur = framleiða ekki nóg
- sjaldgæft (1-5% kvenna)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Skipta aðgerðir á brjóstum máli þegar kemur að brjóstagjöf?

A

Brjóstaminnkun getur komið í veg fyrir að kona geti gefið brjóst þar sem stundum er skorið taug í sundur sem við þurfum til að framleiða mjólkina. Það er oft meiri þrýstingu hjá konum með púða en geta yfirleitt gefið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er Prólaktín?

A
  • Hormón sem myndar mjólkina
  • Losnar frá fremi hluta heiladinguls þegar geirvarta er örvuð
  • þegar fylgjan fæðist þá hættir prógesterónframleiðsla fylgjunnar sem hamlar Prólaktínlosun á meðgöngu og prólaktínhormónið skýst upp í blóði og það opnast viðtakar í brjóstinu. því mikilvægt að barnið fari sem fyrst á brjóst
  • Hæst í blóði á nóttunni. Hjálpar mömmunni að slaka á og hvílast (þannig að hún hvílist þó hún sé að gefa brjóst á nóttunni)
  • því oftar og meira sem barnið sýgur því meira prólaktín losnar -> meiri mjólk myndast
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er Oxýtósín?

A
  • Ástarhormónið
  • Hormónið sem losar mjólkina úr brjóstunum
  • Losnar þegar móðir heyrir barnið sitt gráta, hugsar um og snertir það og þegar barnið sýgur
  • Let down reflex (þegar það losnar)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað hvetur til dópamín losunar í heila hjá mæðrum?

A

Þegar barnið sýgur brjóstið og hnoðast með hendurnar á brjóstið - verður mikil losun á oxytósín og prólaktín sem hvetur til dópamínlosunar í heila -> vellíðunartilfinning

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er mjólkurmyndunarferlið ?

A

Ferlið frá þroskun mjólkurkirtlanna yfir í það að framleiða mjólk, þar til lokum brjóstagjafar þ.e hætta framleiðslu á mjólk þegar barnið hættir á brjósti
- er í 3 ferlum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er Mjólkurmyndunarferli 1?

A
  • Mikilvægt ferli og undirstaðan fyrir mjólkurframleiðslu
  • Undirbúningur brjóstanna á meðgöngu
  • Stækkun brjósta mismunandi og er talin endurspegla þroska kirtilvefs sem er oft fyrsta einkenni þungunar
  • Hægt að finna lactósa í þvagi á meðgöngu - vegna aukinnar virkni í kirtilvef
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er Mjólkurmyndunarferli 2 ?

A
  • Viðkvæmasta þrepið í öllu ferlinu
  • Broddur til staðar við fæðingu og framleiða brjóstin brodd þar til lactogenesis 2 er hafið
  • við 36klst eftir fæðingu er mjólkurmagn ca. 400ml
  • þetta ferli er hormónastýrt í upphafi en stjórnast síðan af framboði og eftirspurn
  • Mæður sem ekki hefja brjóstagjöf fara í gegnum mjólkurmyndunarferli 2 v/hormónaáhrifa
  • Upphaf brjóstagjafar skiptir miklu máli fyrir framítðarframleiðslu
  • Framleiðsla á 6 degi eftir fæðingu marktækt samhangandi við framleiðslu á 6 viku eða um 750-800 ml/sól. Magn eykst lítið eftir 6 mán aldur (um 130 ml að meðaltali)

Áhættuþættir fyrir seinkuðu Lactogenesis 2:
- ?offita
- ?keisari, ?langdregin fæðing, ?áhaldafæðing
- Aðskilnaður móður og barns
- Mænudeyfing og verkjalyf?
- Streita
- Blæðing eftir fæðingu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er Mjólkurmyndunarferli 3?

A
  • Eftir u.þ.b mánuð breytist samsetning mjólkurinnar
  • Brjóstin aðlaga framleiðslu að matarlyst barnsins / eftirspurninni
  • Framleiðslu stýrt af staðbundnum þáttum inni í brjóstinu (autocrine) sem er öfugt við innkirtlastjórnun (endocrine)
  • Innkirtlakerfið endurspeglar hámarksframleiðslugetu hverrar konu en staðbundna kerfið kemur jafnvægi á framboð og eftirspurn
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvaða breyting verður á brjóstum og geirvörtum á meðgöngu?

A
  • Eymsli í brjóstum oft fyrsta einkenni þungunar
  • Brjóstin stækka, þyngjast, verða æðaber og aum
  • Mjólkurkirtlar og mjólkurgangar stækka og jafnvel fjölga sér
  • Geirvörtur stækka, dökkna og standa meira út
  • Brjóstin tilbúin að framleiða á 5.mánuði
  • Eðlilegt að broddur leki á meðgöngu
  • Stærð skiptir EKKI máli
  • Lögun á geirvörtu skiptir EKKI máli
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað eru Montgomery kirtlar og hvað gera þeir?

A
  • litlu ,,bólurnar’’ í kringum geirvörtu
  • þeir seyta olíukenndum vessa sem verndar vörtur fyrir þurrki og sprungum
  • sæt lykt af þeim eins og legvatni þannig barnið finnur lyktina á bringu móður ,,sensual guide’’
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hverjir eru kostir við brjóstagjöf?

A
  • Minni líkur á vöggudauða
  • Brjóstamjólk tekur mið af þörfum barnsins: fyrirburi, léttburi, fullburi, veikt barn
  • Lág í fitu og proteinum en mjög kolvetnarík
  • Protein í mjólkinni örverudrepandi og stuðla að og byggja upp heilbrigða magaflóru barnsins
  • Auðmeltanleg
  • Vörn gegn sýkingum s.s eyrnabólgum, öndunarfærasýkingum, magasýkingum ofl
  • Brjóstamjólkin alltaf fersk, við rétt hitastig, næturgjafir auðveldari, engin þrif og sótthreinsun, kostar ekki peninga
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q
A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly