Framhaldsskólaheilsugæsla Flashcards

1
Q

Af hverju heilbrigðisfræðsla?

A
  • Eitt af markmiðum heilsugæslu er að hjálpa fólki að viðhalda heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma og færniskerðingu.
  • Heilbrigðisfræðsla gerir einstaklingum kleift að taka upplýstari ákvörðun er varðar heilsu sína.
  • Hjúkrunarfræðingar eru í kjöraðstæðum til að sinna heilbrigðisfræðslu.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er munurinn á námi og lærdómi?

A
  • Það er munur á námi og lærdómi og á þekkingu og hegðun.
  • Nám er ætlað að hafa áhrif á þekkingu, hæfileika og viðhorf einstaklings.
  • Lærdómur hefur hins vegar með það að gera hvort að einstaklingur sem fékk fræðslu hefur tileinkað sér hana og breytt hegðun sinni.
  • Þannig hefur lærdómur áhrif á einhverja breytingu hjá einstaklingnum.
  • Oft erfitt að hafa áhrif á hegðun með fræðslu en yfirleitt er það markmiðið.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað getur haft áhrif á getu til náms?

A
  • Fyrri þekking
  • Uppeldi
  • Menningin sem búið er við
  • Hvað er talið vera sannleikur
  • Skilningur á nýjum upplýsingum og hvernig viðkomandi samsvarar sér þeim.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað eru forsendur fyrir námi?

A
  1. Telja að maður þurfi að vita eitthvað.
  2. Nýjar upplýsingar samræmast fyrri reynslu.
  3. Virða/kunna að meta þann sem veitir fræðsluna.
  4. Hafa trú á því að þeir geti gert þær hegðunarbreytingar eins og mælst er til samkvæmt nýjum upplýsingum.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað eru þrjú svið náms?

A

Hvert svið inniheldur ákveðna þætti og byggja hvert á öðru.
1. Vitsmunalegt svið (cognitive domain)
> Minni, bera kennsl á, skilningur, rökstuðningur, gildi og lausnir verkefna
2. Tilfinninga- og viðhorfasvið (affective domain)
> Tilfinningar, viðhorf, gildi og líðan
3. Skynhreyfisvið (psychomotor domain):
> Færni til athafna/framkvæmda

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er átt við með vitsmunalegu sviði (cognitive domain)?

A
  • Hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvar skjólstæðingur stendur vitsmunalega. Ef fræðslan er annað hvort ofar eða undir hans skilningi þá dregur það úr hvatningu til lærdóms og getur leitt til pirrings.
  • Gerir kröfu um að einstaklingur geti kallað fram upplýsingarnar og lagt skilning í þær.
  • Nýjar upplýsingar eru teknar inn og notaðar á annan hátt.
  • Upplýsingar eru greindar, klipptar niður og skilningur lagður á
    hvern hluta og hvernig þeir tengjast.
  • Síðan eru upplýsingar settar í eina heild og einstaklingur leggur mat á gildi fræðslunnar.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er átt við með tilfinninga- og viðhorfasviði (affective domain)?

A
  • Þetta svið hefur með breytingar á viðhorfum og gildum að gera.
  • Til þess að þetta geti átt sér stað þarf sá sem fræðir að gera sér grein fyrir því hvernig skjólstæðingi líður, hugsar og hver gildi hans eru.
  • Mikilvægt að gera sér grein fyrir því að viðhorf og gildi skjólstæðings geta verið mjög ólík þeim sem fræðir en það hefur áhrif á fræðsluna ef sá sem fræðir er ekki meðvitaður um muninn.
  • Hér tekur skjólstæðingur á móti upplýsingum og bregst við þeim.
  • Síðan metur hann þær, leggur skilning í þær og flokkar.
  • Að lokum breytir hann hegðun í takt við nýjar upplýsingar.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er átt við með skynhreifisviði (psychomotor domain)?

A
  • Þetta svið inniheldur getu til að framkvæma hæfni sem krefst samhæfingar með áherslu á hreyfigetu.
  • Þetta getur til dæmis átt við um að kenna skjólstæðingi færni eins og að sprauta sig með insúlíni, mæla blóðsykur, skipta á sári og þess háttar.
  • Til þess að kenna færni þarf að sýna viðkomandi hvernig á að gera, hægt að gera það með myndum, myndbandi eða með því að framkvæma það fyrir framan hann.
  • Næst þarf að leyfa viðkomandi að framkvæma athöfnina sjálfur með eftirliti.
  • Hér skiptir máli að skjólstæðingur hafi hreyfi- og vitsmunalega getu til að framkvæma athöfnina, að hann geti séð fyrir sér hvernig hann getur framkvæmt hana og hann þarf að hafa tækifæri til að framkvæma hana.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað eru fimm skref lærdómsferlisins?

A
  1. Greina þörf skjólstæðingsins fyrir fræðslu
  2. Setja markmið með fræðslu
  3. Velja viðeigandi kennsluaðferðir
  4. Færni kennara
  5. Þróa áhrifaríka heilbrigðisfræðslu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað þarf að gera til að greina þörf skjólstæðings fyrir fræðslu?

A
  • Hvað vill skjólstæðingurinn fá að vita, hver er fræðsluþörf hans, hver er áhugi hans á að læra og hvaða hindranir eru fyrir hendi.
  • Skoða vitsmunalegar og tilfinningalegar þarfir og meta hvaða færni skjólstæðingur þarf að öðlast.
  • Hvað eykur getu skjólstæðings til náms og hvað eykur áhuga skjólstæðings á að læra.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvers vegna er mikilvægt að setja markmið með fræðslu og hver er munurinn á langtíma markmiði og styttra markmiði?

A
  • Mikilvægt að setja langtíma markmið og styttri markmið, kemur oft í kjölfar greiningar á þörfum skjólstæðings.
  • Langtíma markmið – hvað ætlum við að fá fram með fræðslunni.
  • Styttri markmið – þurfa að vera skýr og mælanleg.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvernig er valið viðeigandi kennsluaðferðir?

A
  • Nota skal þær kennsluaðferðir sem eru líklegastar til að ná markmiðum fræðslunnar.
  • Þurfa að taka mið af getu skjólstæðings og þess sem veitir fræðsluna.
  • Gott að nota einfalt viðmót og blanda saman
    aðferðum til að ná til flestra
    > Fyrirlestra, sýnikennslu, myndbönd, dæmisögur, viðbrögð/svör frá nemendum.
  • Hafa í huga aldur, kyn, menningu, þroska, þekkingu og stærð hópsins.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvernig er hægt að þróa áhrifaríka heilbrigðisfræðslu?

A
  • Fræðsla þarf að innihalda skýr skilaboð á því formi sem er viðeigandi fyrir skjólstæðing/hóp og fara fram í umhverfi sem er laust við truflun.
  • Mikilvægt að muna að tilfinningar eins og kvíði, reiði og sorg, geta haft áhrif á getu skjólstæðings til að meðtaka upplýsingar.
  • Setja þarf upplýsingar fram á þann hátt að skjólstæðingur skilji þær, forðast að nota flókið fræðimál eða slangur.
  • Stutt og hnitmiðuð.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er TEACH aðferðin?

A
  • Tone in – hlustið áður en þið hefjið fræðsluna, þarfir skjólstæðings ættu að leiða innihald fræðslunnar.
  • Edit information – fræða um nauðsynlega hluti fyrst, vera nákvæmur.
  • Act on each teaching moment – nýtið hvert tækifæri til að fræða, myndið gott samband við skjólstæðing.
  • Clarify often – verið viss um að ykkar mat sé rétt, fáið reglulega endurgjöf um að skjólstæðingur skilji.
  • Honor the client as a partner – byggið á reynslu skjólstæðings og deilið ábyrgðinni á fræðslunni með skjólstæðingnum.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað eru þrjú megin vandamálin sem þarf að hafa í huga við gerð fræðslu?

A
  • Skjólstæðingar úr mismunandi áttum þurfa mismunandi fræðsluaðferðir.
  • Vera tilbúinn til að yfirstíga það sem hindrað getur nám.
  • Að huga að hvaða tækni er við hæfi þegar fræðslan er framkvæmd.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað eru dæmi um hindranir þess sem veitir fræðslu?

A
  • Hræðsla við að tala opinberlega.
  • Vöntun á sjálfstrausti og ekki næg trú á eigin getu.
  • Takmörkuð fagleg reynsla á viðfangsefninu.
  • Geta ekki höndlað erfiða einstaklinga sem þurfa heilbrigðisfræðslu.
  • Ekki næg þekking á hvernig hægt er að virkja hóp/skjólstæðing til þátttöku í fræðslunni.
  • Tímastjórnun.
  • Óvissa hvernig eigi að aðlaga leiðbeiningar að hópi/skjólstæðing.
  • Finnst óþægilegt að fá spurningar.
  • Vilja fá endurgjöf frá nemendum/skjólstæðingum.
  • Hafa áhyggjur af tæknilegum atriðum.
  • Eiga erfitt með að opna eða loka fræðslu.
  • Reiða sig of mikið á glósur.
17
Q

Hvað eru dæmi um hindranir skjólstæðings?

A

Takmarkað læsi:
- Einstaklingur með takmarkað læsi gæti fundist erfitt að segja frá
- Hefur áhrif á heilsulæsi – mikilvægt að hjúkrunarfræðingar ræði heilsulæsi.
- Einstaklingar geta meðal annars átt erfitt með að skilja leiðbeiningar varðandi lyfjanotkun og leiðbeiningar eftir dvöl á spítala.

Lítil áhugahvöt:
- Það er mikilvægt að einstaklingurinn vilji fræðast.
- Þurfa að trúa því að þeir geti lært og tileinkað sér þá þætti sem fræðslan er um.
- Til dæmis hægt að nota áhugahvetjandi samtal.

18
Q

Hvernig er metið árangur heilbrigðisfræðslu?

A
  • Árangur er meðal annars metinn með hegðunarbreytingum skjólstæðinga.
19
Q

Hvað þarf að hafa í huga með fræðslu til framhaldsskólanema - unglinga?

A
  • Unglingsárin eru tími mikilla líkamlegra,
    félagslegra og sálrænna breytinga
  • Þáttaskil verða þegar unglingur hefur nám í framhaldsskóla.
  • Þessar fjölbreyttu og hröðu breytingar geta
    aukið varnarleysi unglinga
20
Q

Hvað þarf að hafa í huga með hlutbundna rökhugsun?

A
  • Á þessum árum (7-11 ára) eiga þau auðveldast með að nota hlutbundin hugtök
  • Notast við aðleiðsluhugsun (inductive reasoning) eða stundum kallað bottom-up
  • Það er þau nota eigin reynslu og skynjun sem rök og eiga erfitt með afleiðslu hugsun (deductive reasoning).
21
Q

Hvað þarf að hafa í huga með formlega rökhugsun hjá 12+ ára?

A
  • Einstaklingur hugsar um huglæg tákn og þarf ekki að hafa raunveruleg tákn eins og að ganga út frá eigin reynslu.
  • Getur vel sett fram rök fyrir ýmsum málefnum.
22
Q

Hvað hefur áhrif á ákvarðanatöku unglinga?

A
  • Á unglingsárunum er hugsun unglingsins oft bundin við hann sjálfan
  • Sjálfsmiðuð hugsun er ekki alltaf raunsæ
  • Unglingur telur sig einstakan og ósigrandi
  • Unglingur telur sig vera með áhorfendahóp (ímyndaðir áhorfendur) – eru mjög uppteknir af því hvað aðrir hugsa um þá
  • Tilfinningasveiflur geta breytt hugsun frá jákvæðri hugsun „ég er stórkostleg“ og í neikvæða hugsun „ég er ómöguleg“ á augabragði
  • Unglingurinn metur umbun sem hann fær fljótt (felur í sér meiri hættu) framyfir umbun sem sem hann fær mun seinna en felur í sér meira öryggi.
23
Q

Hver er mikilvægi þess að efla verndandi þætti?

A
  • Vitum að unglingar munu taka áhættusaman ákvarðanir
  • Til að efla heilbrigði unglinga þarf að efla verndandi þætti í lífi þeirra og sporna gegn áhættuþáttum, sem valdið geta áhættuhegðun og stuðla þannig að seiglu
  • Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að:
  • Einstaklingar með mikla sjálfstrú gangi betur í skóla og séu ólíklegri til að stunda áhættuhegðun
  • Veik sjálfsmynd tengist verri andlegri líðan