SKURÐLÆKNINGAFRÆÐI Flashcards

1
Q

Hvað af eftirfarandi varðandi sjúkdóma í penis er rangt?

a) Balanitis er oftast orsökuð af sveppasýkingu (candita albicans)
b) Hypospadias er fæðingargalli sem laga þarf með skurðaðgerð
c) Krabbamein í penis er sjaldgæfari í umskornum KK
d) Phimosis er óeðlilegt ástand og alltaf þarf að framkvæma aðgerð hjá drengjum innan 3ja ára

A

d) Phimosis er óeðlilegt ástand og alltaf þarf að framkvæma aðgerð hjá drengjum innan 3ja ára

Rangt – eðlilegt fram að 2-3 ára.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvert af eftirfarandi er dæmi um frían flipa?

a) Húð af læri er notuð sem hlutþykkttarágræðsla (split skin graft) ofan á sár á kvið
b) Mein af andliti er fjarlægt og lokað með V-Y flipa
c) DIEP flipi, þar sem húð og fita af kvið eru losuð frá umlykjandi vefjum og æðin sem nærir flipann tengd við nýja æð í brjóstholinu við brjóstauppbyggingu, er gott dæmi um frían flipa
d) Vöðvi sem losaður er frá umlykjandi vefjum en heldur sínu upprunalega blóðflæði er gott dæmi um frían flipa

A

c) DIEP flipi, þar sem húð og fita af kvið eru losuð frá umlykjandi vefjum og æðin sem nærir flipann tengd við nýja æð í brjóstholinu við brjóstauppbyggingu, er gott dæmi um frían flipa

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hver eftirfarandi klínískra einkenna eiga helst við um hjartaþöng (cardiac tamponade)?

a) Aukahljóð við hjartahlustun, lág súrefnismettun í blóði og hægur hjartsláttur
b) Þandar bláæðar á hálsi, hraður hjartsláttur og meðvitundarskerðing
c) Minnkuð öndunarhljóð öðru megin, þandar bláæðar á hálsi og lág súrefnismettun
d) Lágur blóðþrýstingur, þandar bláæðar á hálsi og fjarlæg hjartahljóð við hlustun

A

d) Lágur blóðþrýstingur, þandar bláæðar á hálsi og fjarlæg hjartahljóð við hlustun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvaða eftirfarandi rannsókn á EKKI þátt í að stiga lungnakrabbamein?

a) Tölvusneiðmynd af kvið
b) Miðmætisspeglun (Mediastinoscopy)
c) Jáeindaskanni (PET)
d) Blásturspróf (Spirometria

A

d) Blásturspróf (Spirometria)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Verkur sem leiðir aftur í bak og upp í öxl er líklegast orsakaður af:

a) Botnlangabólgu
b) Gallsteinacolic (Gallkveisa)
c) Túrverkjum
d) Ristilpokabólgu (diverticulitis)

A

b) Gallsteinacolic (gallkveisa)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað af eftirtöldu er RÉTT?

a) Flestir hnútar sem finnast almennt í brjóstum kvenna eru illkynja
b) Fibroadenoma eru breytingar í brjósti þar sem algengið eykst með aldri
c) Best er að rannsaka fjarmeinvörp við brjóstakrabbamein með ómskoðun
d) Ekkert af ofantöldu

A

d) Ekkert af ofantöldu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvert eftirtalinna atriða á EKKI við um hjartaaðgerðir?

a) Fyrsta aðgerðin á Ísl var gerð 1986
b) Eru stundum framkvæmdar án aðstoðar hjarta- og lungnavélar
c) Gáttatif og nýrnaskaði eru meðal fylgikvilla
d) Bláæðagræðlingar hafa sýnt betri endingartíma en slagæðagræðingar –

A

b) Eru stundum framkvæmdar án aðstoðar hjarta- og lungnavélar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Við olnbogabrot (supracondylar) hjá börnum getur hendin orðið

a) Skökk vegna vitlaus gróanda
b) Hvít vegna lokunar á blóðrás
c) Lömuð vegna klemmu á Medianus taug
d) Hvít vegna sársauka

A

b) Hvít vegna lokunar á blóðrás

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvaða staðhæfing um blæðingar í meltingarvegi er röng?

a) Stundum er þörf á skurðaðgerð
b) Ristilspeglun er afar gagnleg í umfangsmikilli neðri blæðingu
c) Blóð og slím með hægðum sést hjá sjúklingum með ristilbólgusjúkdóma
d) Bólgueyðandi verkjalyf ætti að forðast hjá sjúklingum með ætisár í maga

A

b) Ristilspeglun er afar gagnleg í umfangsmikilli neðri blæðingu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Þú ert á kvöldvakt á hjúkrunarheimilinu Sólarlagi. Eldri kona, sem hefur farið í legnám kvartar um kviðverki og fer svo að kasta upp. Þú sérð á hjúkrunarnótum að hún hefur ekki haft hægðir sl. 3 daga og verið eitthvað slöpp.
Hvað af eftirtöldu á best við?

a) Hún hefur sennilega gleypt aðskotahlut
b) Garnastífla er klínísk greining og því er ekki þörf á neinum myndrannsóknum
c) Hún er líklega með garnastíflu vegna samvaxta hjá fyrri aðgerð
d) Hún þarf að komast í skurðaðgerð sem fyrst

A

c) Hún er líklega með garnastíflu vegna samvaxta hjá fyrri aðgerð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað af eftirfarandi á ekki við um vélindakrabbamein

a) Einkenni vélindakrabbameins geta verið erfiðleikar við kyngingu og þyngdartap
b) Flöguþekjukrabbamein er staðsett í efri hluta vélinda og er tengt áfengi og reykingum
c) Krabbamein í vélinda er algengara í konum
d) Kirtilfrumukrabbamein er að aukast í heiminum og eru tengd Barretts breytingum eða eftir bakflæði

A

c) Krabbamein í vélinda er algengara í konum (algengara í körlum)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga um sjúklinga með heltigöngu er röng

a) Æðavíkkun með stoðneti getur bætt einkenni sjúklings
b) ABI (ankle-brachial index) er líklega lækkaður
c) Sjaldgæft er að sjúklingur með heltigöngu hafi einkenni frá hjarta
d) Það skiptir máli að hjálpa þeim að hætta að reykja

A

c) Sjaldgæft er að sjúklingur með heltigöngu hafi einkenni frá hjarta

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Þú tekur á móti 70 ára gömlum KK á bráðamóttöku sem kemur inn með verki í kvið sem hafa staðið í sólarhring., byrjuðu við nafla en hafa nú færst í neðri hægri fjórðung
Hvað af eftirtöldu á best við?

a) Ef það er grunur um botnlangabólgu þarf að taka tölvusneiðmynd til að staðfesta greiningu
b) Blóðugur niðurgangur er einkennandi fyrir botnlangabólgu
c) Vegna aldurs þarf krabbamein í ristli í huga sem mismunagreiningu
d) Botnlangabólga er barnasjúkdómur og því mjög ólíklegt að það sé vandamálið

A

c) Vegna aldurs þarf krabbamein í ristli í huga sem mismunagreiningu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Þú tekur á móti 70 ára gömlum KK á bráðamóttöku sem kemur inn með verki í kvið sem hafa staðið í sólarhring., byrjuðu við nafla en hafa nú færst í neðri hægri fjórðung
Hvað af eftirtöldu á best við?

a) Ef það er grunur um botnlangabólgu þarf að taka tölvusneiðmynd til að staðfesta greiningu
b) Blóðugur niðurgangur er einkennandi fyrir botnlangabólgu
c) Vegna aldurs þarf krabbamein í ristli í huga sem mismunagreiningu
d) Botnlangabólga er barnasjúkdómur og því mjög ólíklegt að það sé vandamálið

A

c) Vegna aldurs þarf krabbamein í ristli í huga sem mismunagreiningu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

45 ára kona frá Kanada er á ferðalagi í Reykjadal og stígur óvart ofan í hver og hlýtur af því djúpan 2°hringbruna um ökklann og leitar því á LSH. Hvert af eftirtöldu er rétt varðandi skoðun og meðferð konunnar?

a) Fylgjast vel með púlsum og skyni í fótum næstu daga
b) Við djúpan 2°bruna skemmast allir taugaendur og því finnur hún ekki sársauka
c) Húðin hjá henni fölnar við þrýsting
d) Konan er ekki sjúkratryggð á Ísl og því ætti að vísa henni til læknis í Reykjanesbæ

A

a) Fylgjast vel með púlsum og skyni í fótum næstu daga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað af eftirfarandi á við um æðahnúta:

a) Valda oftast miklum verkjum
b) Stafa af æðakölkun
c) Stafa af göllum í einstefnulokum bláæða
d) Eru algengari hjá körlum en konum

A

c) Stafa af göllum í einstefnulokum bláæða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Eftirfarandi er rétt varðandi launeistu

a) Það þarf að gera aðgerð á þeim (orchidopexy) strax
b) Þeim fylgir ekki aukin hætta á ófrjósemi
c) Þeim fylgir aukin hætta á eistnakrabbameini
d) Eru til staðar hjá 70% fullburða drengja

A

c) Þeim fylgir aukin hætta á eistnakrabbameini

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Um krabbamein í ristli gildir eitt eftirtalinna:

a) Skimun er ekki hagkvæm
b) Flestir fá einkenni snemma í sjúkdómsferlinu
c) 5 ára lifun sjúklinga með sjúkdóm á stigi 1 er um 90%
d) Það er nóg að gera stutta ristilspeglun því flest æxli eru vinstra megin

A

c) 5 ára lifun sjúklinga með sjúkdóm á stigi 1 er um 90%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hver af eftirfarandi fullyrðingum er röng varðandi efnaskiptaaðgerðir (aðgerðir vegna ofþyngdar)

a) Lítill árangur er af magabandsaðgerðum (gastric binding) og magaermi (gastric sleeve)
b) Rannsóknir sýna að þeir sem gangast undir magahjáveituaðgerð (gastric bypass) missa um 80% af sinni ofþyngd á fyrsta árinu
c) Aðgerðirnar eru yfirleitt gerðar í kviðsjá og gefa mörg mjög góða raun í flestum tilfellum
d) Kæfisvefn er algengur fylgikvilli ofþyngdar og er yfirleitt það sem læknast fyrst

A

a) Lítill árangur er af magabandsaðgerðum (gastric binding) og magaermi (gastric sleeve) – ekki góður árangur af magabandsaðgerð en magaermi virkar ágætlega vel

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hver af eftirfarandi atriðum eiga við um meðferð við heltigöngu

a) Lyfjameðferð og göngur skipta máli
b) Stoðnet eru sett í æðar sjúklings með opinni skurðaðgerð
c) Allir sjúklingar með heltigöngu ættu að fara í skurðaðgerð
d) Allt ofangreint er rétt

A

a) Lyfjameðferð og göngur skipta máli

21
Q

Hver af neðangreindum er líklegasta orsök lostástands hjá sjúklingi sem lent hefur í bílslysi og er með eftirfarandi einkenni: Þandar hálsæðar, lágþrýsting og tilfærslu á barka

a) Þrýstiloftbrjóst
b) Rof á ósæð
c) Blóðbrjóst
d) Hjartaþröng

A

a) Þrýstiloftbrjóst

22
Q

Hvaða staðhæfing um blæðingar í meltingarvegi er rétt

a) Helicobacter pylori er nær alltaf þáttur í langvinnum gyllinæðum
b) Æðahnútar í vélinda sjást gjarnan í sjúklingum með brissjúkdóma
c) Mallory-Weiss rifur geta myndast við endurtekin og kraftmikil uppköst
d) Blæðing frá neðri meltingarvegi er mun algengari en efri

A

c) Mallory-Weiss rifur geta myndast við endurtekin og kraftmikil uppköst

23
Q

70 ára kona kemur á bráðamóttöku vegna bráðra kviðverkja sem byrjuðu fyrir sólarhring síðan. Hún er með sögu um gáttaflökt (a. Fib) og útæðasjúkdóm. Hún kom með sjúkrabíl á bmt. Hvað er mikilvægast að byrja á í uppvinnslu á þessum sjúklingi

a) Gefa sýklalyf
b) Drífa í myndatöku til að fá greiningu
c) Taka lífsmörk, fá sögu og skoða sjúkling
d) Setja upp vökva

A

c) Taka lífsmörk, fá sögu og skoða sjúkling

24
Q

Hvað eykur áhættuna á að fá utanlegsfóstur?

a) Að verða óléttur af tvíburum
b) Ef mamma þeirra hefur fengið utanlegsfóstur
c) Saga um ófrjósemi eða skaða á eggjaleiðurum
d) Fyrsta meðganga

A

c) Saga um ófrjósemi eða skaða á eggjaleiðurum

25
Q

Þegar meta á í skyndi hversu stór hluti af yfirborði líkamans er brunninn þá er gott að notast við „níu regluna“ eða „rule of nines“ 25 ára maður er brenndur á öllu bakinu og niður á rass, aftan á báðum fótum niður að ökklum og aftan á vinstri handlegg niður að fingrum en slapp annarsstaðar Hversu stórt hlutfall af líkamsyfirborði er brennt?

a) Um 15%
b) Um 30%
c) Um 40%
d) Um 60%

A

c) Um 40%

26
Q

PID – Hver af eftirfarandi fullyrðingum er röng?

a) Greining fæst staðfest með ómun um leggöng
b) Algengast meðal ungra kvenna
c) Getur valdið krónískum verkjum í móðurlífi
d) Veldur oft verkjum við kynlíf

A

a) Greining fæst staðfest með ómun um leggöng

27
Q

Við innri festingu á barnabrotum er gjarnan notað

a) Stálpinnar
b) Skrúfur
c) Mergnanaglar með þverskrúfum
d) Plötur

A

a) Stálpinnar

28
Q

Hvaða tegund krabbameins veldur flestum dauðsföllum á Íslandi

a) Lungnakrabbamein
b) Brjóstakrabbamein
c) Ristilkrabbamein
d) Nýrnakrabbamein

A

a) Lungnakrabbamein

29
Q

Besta myndgreining fyrir greiningu á gallsteinum er

a) Jáeindaskanni (PET)
b) Sneiðmynd (CT) með litarefni (kontrast)
c) Segulómskoðun (MRCP)
d) Ómskoðun

A

c) Segulómskoðun (MRCP)

30
Q

Mb. Perthés er

a) Lágvirulent sýking í mjaðmarlið hjá fullorðnum
b) Drep (avascular necrosis) í mjaðmarkúlu hjá börnum
c) Liðhlaup í mjaðmarlið
d) Vaxtarbólga í hnésinafestu hjá börnum

A

b) Drep (avascular necrosis) í mjaðmarkúlu hjá börnum

31
Q

Klumbufótur er

a) Krefst ekki meðferðar
b) Krefst meðferðar og gipsun hefst oftast á fyrstu 2 vikum eftir fæðingu
c) Óþekktur á Íslandi
d) Nánast eingöngu hjá börnum þar sem móðir er eldri en 38 ára

A

b) Krefst meðferðar og gipsun hefst oftast á fyrstu 2 vikum eftir fæðingu

32
Q

Við hvaða aldur byrjar hópleit/skimun fyrir brjóstakrabbameini kvenna í Íslandi
a) 25
b) 30
c) 40
d) 50

A

c) 40

33
Q

Sjúklingur þarf á húðágræðslu að halda vegna sárs á fæti. Hvert af eftirtöldum atriðum kemur ekki til með að hafa slæm áhrif á hversu vel tekst í þeirri meðferð

a) Sárið hefur verið meðhöndlað með sárasugu (VAC) á síðustu dögum
b) Sjúklingur er með lélega púlsa í fætinum
c) Í sárinu er vond lykt og mikið um hvítar skánir
d) Sjúklingur er á fullri blóðþynningu þegar húðágræðsla er framkvæmd

A

a) Sárið hefur verið meðhöndlað með sárasugu (VAC) á síðustu dögum

34
Q

Hvað er torsio testis?

a) Snúningur á launeista
b) Æxli við eistað
c) Snúningur á eistnalyppum
d) Snúningur á eista

A

d) Snúningur á eista

35
Q

Hvað af eftirtöldu er rangt varðandi kviðslit í nára?

a) Belti (herniubelti) getur minnkað einkenni frá nárakviðsliti (inguinal hernia)
b) Sjúklingar með nárakviðslit (inguinal hernia) eru alltaf með umtalsverða verki
c) Lærishaull (femoral hernia) er flokkur nárakviðslits sem alltaf krefst aðgerðar
d) Lærishaull (femoral hernia) er algengari hjá konum

A

b) Sjúklingar með nárakviðslit (inguinal hernia) eru alltaf með umtalsverða verki

36
Q

Hvað er besta meðferðin við útbreiddu blöðruhálskirtilskrabbameini (stig IV)?

a) Skurðaðgerð á blöðruhálskirtli
b) TURP
c) Hormónahvarfsmeðferð (anti-androgen meðferð)
d) Brottnám meinvarpa, t.d. á meinvörpum í beinum

A

c) Hormónahvarfsmeðferð (anti-androgen meðferð)

37
Q

Í hvaða röð koma eftirfarandi himnur, ef reiknað er utan frá og inn á við?

a) Periosteum, dura, subarachnoidal himna, pia
b) Pia, periosteum, subarachnoidal himna, dura
c) Dura, periosteum, pia, subarachnoidal
d) Pia, dura, subarachnoidal himna, periosteum

A

a) Periosteum, dura, subarachnoidal himna, pia

38
Q

Hvað er mikilvægasta fyrsta skref í mati á sjúklingi sem hlotið hefur alvarlegan áverka?

a) Meta súrefnismettun og gefa súrefni ef lág mettun
b) Meta meðvitundarástand sjúklings með Glasgow coma scale (GCS)
c) Tryggja opinn öndunarveg
d) Tryggja að blóðþrýstingur sé ekki lægri en 90 í systoliskum þrýsting

A

c) Tryggja opinn öndunarveg

39
Q

Hver eru gagnlegustu einkennin við greiningu á brjósklosi?

a) Náladofi, bakverkur og Babinski-viðbragð
b) Bakverkur, minnkuð sinaviðbrögð og náladofi
c) Bakverkur, ýkt sinaviðbrögð og þvagtregða
d) Leiðniverkur, náladofi og máttminnkun

A

d) Leiðniverkur, náladofi og máttminnkun

40
Q

Hvert eftirtalinna atriða hefur minnsta þýðingu við klínískt mat á blóðrás sjúklings eftir háorkuáverka?

a) Háræðafylling
b) Hjartahlustun
c) Blóðþrýstingur
d) Púls

A

b) Hjartahlustun

41
Q

Við axlarbrot (collum chirurgicum) hjá fullorðnum börnum ef oftast notað?

a) Plata og skrúfur
b) Gerviliður
c) Fetill
d) Collar‘n cuff

A

d) Collar‘n cuff

42
Q

Við tilfært framhandleggsbrot (báðar pípur) hjá fullorðnum er best að:

a) Setja handlegg í hálegu til varnar bólgu
b) Setja strax í spelku í 3 vikur
c) Setja pinna í brotin
d) Spengja brotið strax (akút) með skrúfum og plötum

A

d) Spengja brotið strax (akút) með skrúfum og plötum

43
Q

Hvað af eftirfarandi á við um bruna?

a) Við fullþykktarbruna þarf ekki alltaf að setja graft
b) Við yfirborðsbruna er einungis skaði á dermis
c) Við fullþykktarbruna þarf oft að svæfa sjúkling vegna verkja
d) Við 2 gráðu bruna er sjúklingurinn með verki

A

d) Við 2 gráðu bruna er sjúklingurinn með verki

44
Q

Hvert af eftirfarandi einkennum á ekki við um bakflæði?

a) Brjóstsviði
b) Mæði
c) Kyngingarerfiðleikar
d) Uppköst

A

b) Mæði

45
Q

Í hvaða hluta brjóstsins er algengast að brjóstakrabbamein myndist?

a) Í neðri innri fjórðuni
b) Í efri ytri fjórðungi
c) Í neðri ytri fjórðungi
d) Í efri innri fjórðungi

A

b) Í efri ytri fjórðungi

46
Q

Konur á hvaða aldri geta fengið ovarie torsion?

a) Konur eftir breytingaskeið
b) Börn
c) Konur á öllum aldri
d) Ungar konur

A

c) Konur á öllum aldri

47
Q

Viðhaldsvökvameðferð fyrir 75kg fullorðinn sjúkling er

a) 175 ml/klst
b) 75 ml/klst
c) 115 ml/klst
d) 105 ml/klst

A

c) 115 ml/klst

75-20+60 = 115

48
Q

Hvaða hluti æðakerfisins flytur stærstan hluta blóðs frá ganglimum til neðri holæðar (inferior vena cava)?

a) Æðahnútakerfið
b) Djúpa bláæðakerfið
c) Grunna bláæðakerfið (Vena saphena magna og vena saphena prava)
d) Arteria femoralis og arteria tibialis

A

b) Djúpa bláæðakerfið

49
Q

Hvað er gagnlegasta einkennið við greiningu á blæðingu frá æðagúl í heila?

a) Hnakkasífleiki
b) Rosalegur höfuðverkur sem kemur leiftursnöggt
c) Ógleði og uppköst
d) Morgunhöfuðverkur og ljósfælni

A

b) Rosalegur höfuðverkur sem kemur leiftursnöggt