Lyfjafræði Flashcards

1
Q
  1. Hver af eftirtöldum fullyrðingum er rétt varðandi antagonista?

a. Er lyf sem sest á viðtaka og örvar hann
b. Er lyf sem binst viðtaka og sendir boð inn í frumuna
c. Er lyf sem binst viðtaka og hindrar hann frá því að bindast öðru efni
d. Er lyf sem hefur neikvæð áhrif á sjúkdóma

A

c. Er lyf sem binst viðtaka og hindrar hann frá því að bindast öðru efni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q
  1. Hvað af eftirfarandi geta verið viðtakar fyrir lyf?

a. Jónagöng, taugamót og boðefni
b. Ensím, burðarsameindir og taugamót
c. Burðarsameindir, jónagöng og boðefni
d. Ensím, burðarsameindir og jónagöng

A

d. Ensím, burðarsameindir og jónagöng

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q
  1. Hvert er algengasta ofnæmisviðbrögð við lyfjagjöf?

a. Húðbreytingar
b. Beinmergsbæling
c. Ógleði
d. Öndunarerfiðleikar

A

a. Húðbreytingar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q
  1. Hvað er krossofnæmi?

a. Þegar þú færð tvær tegundir af ofnæmisviðbrögðum á sama tíma
b. Annað nafn yfir sýklalyfjaofnæmi
c. Ofnæmi fyrir efnum sem eru skyld að sameindagerð
d. Ofnæmi fyrir tveimur mismunandi lyfjum sem einstaklingur tekur á sama tíma

A

c. Ofnæmi fyrir efnum sem eru skyld að sameindagerð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q
  1. Meðferð háþrýstings, eitt rétt svar.

a. Meðhöndlun hefst við 170/90
b. Almennt gildir að markmið meðferðar sé að ná blóðþrýsting undir 140/90
c. Ekki er þörf á lífsstílsbreytingum sem hluta af meðferð
d. Háþrýstingur hefur oftast mikil einkenni með sér í för

A

b. Almennt gildir að markmið meðferðar sé að ná blóðþrýsting undir 140/90

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q
  1. Háþrýstilyf, eitt rangt svar

a. ACE hemlar og ARB lyf hafa svipaða virkni (með því að hafa áhrif á ensímið angiotensin converting enzyme) Hafa óbein áhrif
b. Aukaverkanir beta blokka eru flestar beintengdar verkun þeirra
c. Beta blokkar geta verið sérhæfðir og virka þá bara á beta2 viðtaka
d. Oft er notað fleiri en eitt lyf í meðferð, t.d. þvagræsilyf og ACE hemill

A

c. Beta blokkar geta verið sérhæfðir og virka þá bara á beta2 viðtaka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q
  1. Blóð heila þröskuldur, ein röng staðhæfing

a. Aukinn fituleysanleiki lyfja eykur líkur þeirra á að komast yfir BBB
b. Einungis stórar sameindir komast yfir BBB með óvirkum flutningi
c. Lyf eru gjarnan flutt yfir BBB með flutningspróteinum
d. BBB getur bilað við streitu

A

b. Einungis stórar sameindir komast yfir BBB með óvirkum flutningi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q
  1. Hvert er aðal örvandi boðefnið í MTK?

a. Glútamat
b. GABA
c. Dópamín
d. Adrenalín

A

a. Glútamat

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q
  1. Viðtakar í miðtaugakerfi, ein rétt staðhæfing.

a. Jónatrópískir viðtakar eru hægari en G prótein viðtakar og binsast t.d. GABA og glútamat
b. Jónatrópískir viðtakar eru hraðari en G prótein viðtakar og bindast t.d. serótónín og dópamíni
c. G prótein viðtakar eru hraðari en jónatrópískir viðtakar og bindast t.d. GABA og glútamat
d. G prótein viðtakar eru hægari en jónatrópískir viðtakar og bindast t.d. serótónín og dópamín

A

d. G prótein viðtakar eru hægari en jónatrópískir viðtakar og bindast t.d. serótónín og dópamín

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q
  1. Sársaukataugar, ein röng staðhæfing

a. Eru af tveim gerðum, A-delta sem eru mýelínslíðraðar og C sem eru án mýelíns
b. Substance P er peptíð sem taugar losa er þær verða fyrir skaða og það ertir síðan sársaukataugar
c. Sársaukataugar eru allar mýelínslíðraðar því boð um sársauka verða að berast hratt
d. C taugar flytja boð hægar en A-delta taugar

A

c. Sársaukataugar eru allar mýelínslíðraðar því boð um sársauka verða að berast hratt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q
  1. Hvar í kerfinu virka Opíóðar sem verkjalyf?

a. Þeir hamla flutningi um sársaukaboð innan MTK
b. Þeir virka staðbundið á verki í ÚTK
c. Þeir blokka taugaboðefni á þeim stað sem áverki er
d. Þeir verka hamlandi á prostaglandín myndun á þeim stað sem áverki er

A

a. Þeir hamla flutningi um sársaukaboð innan MTK

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q
  1. Hvert af eftirfarandi útskýrir verkunarhátt bensó-lyfja?

a. Þau eru antagónistar sem hindra virkni taugaboðefna eins og glútamat og noradrenalín
b. Þau eru antagónistar sem setjast á GABA viðtaka og hindra GABA áhrif í líkama
c. Lyfin koma á töfluformi og hafa öll óvenju langan verkunartíma
d. Lyfið hefur ekki sjálfa virknina, heldur hvetur það líkama til að auka virkni GABA sem miðlar róandi og svefnáhrifum

A

d. Lyfið hefur ekki sjálfa virknina, heldur hvetur það líkama til að auka virkni GABA sem miðlar róandi og svefnáhrifum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q
  1. Z-lyfin (svefnlyf), ein röng staðhæfing

a. Eru notuð við tímabundnu svefnleysi
b. Hafa stuttan verkunartíma og virðast ekki trufla svefnstigin
c. Ráðlögð til notkunar vegna langtíma svefnleysi hjá öldruðum
d. Eru þolmyndandi og geta leitt til fíknar

A

c. Ráðlögð til notkunar vegna langtíma svefnleysi hjá öldruðum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q
  1. Hverjir eru 4 helstu flokkar Beta-lactam lyfja?

a. Monobactam, Penicillín, Vancomycin og Tetracycline
b. Tetracycline, Vancomycin, Penicillín og Cephalosporin
c. Penicillín, Cephalosporin, Carbapenem og Monobactam
d. Vancomycin, Tetracyclin, Vephalosporin og Carbapenem

A

c. Penicillín, Cephalosporin, Carbapenem og Monobactam

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q
  1. Hvert af eftirfarandi er ekki rétt varðandi Beta-laktamasa

a. Tegund af ónæmi sem bakteríur geta myndað gegn Beta-laktamlyfjum
b. Penisillínasi er ekki beta-laktamasi
c. Karbapenemasi er sterkasti beta-laktamasinn
d. Beta-laktamasi er ensím sem gerir beta-laktam sýklalyf óvirk

A

b. Penisillínasi er ekki beta-laktamasi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q
  1. Sýklalyf sem hafa áhrif á kjarnsýru baktería má ekki gefa samhliða járni, magnesíum, kalki eða fjölvítamíni, vegna þess að:

a. Það gæti valdið hættulega mikilli ógleði hjá sjúklingi
b. Sýrustig í maga hækkar við inntöku þessara vítamína og sýklalyfið gæti skemmst
c. Þessi vítamín ýta undir frásog sýklalyfsins og það yrði of mikið.
d. Lyfið binst við jákvæðar jónir og myndi frásog því minnka.

A

d. Lyfið binst við jákvæðar jónir og myndi frásog því minnka.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q
  1. Á hvaða fasa lyfjaprófana er hópurinn orðinn 300-5000 manns og lokamat er lagt á virkni lyfs?
    a. Fasa 1
    b. Fasa 2
    c. Fasa 3
    d. Fasa 4
A

c. Fasa 3

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q
  1. Hvert er algengasta form flutnings lyfja yfir himnur?

a. Flæði í gegnum fitulag (óvirkur)
b. Virkur flutningur með burðarpróteinum
c. Flutningur með himnupróteinum
d. Ekkert form er algengara en annað

A

a. Flæði í gegnum fitulag (óvirkur)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q
  1. Hvað af eftirfarandi er rétt varðandi veikar sýrur og veika basa?
    a. Veikir basar eru hlaðnir basísku þvagi
    b. Veikir basar eru hlaðnir í súru þvagi
    c. Veikar sýrur safnast fyrir þar sem pH er lágt
    d. Veikir basar safnast fyrir þar sem pH er hátt
A

b. Veikir basar eru hlaðnir í súru þvagi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q
  1. Um dreifingu lyfja er eftirfarandi rétt:
    a. Eftir því sem lyf dreifast meira, því styttri er helmingunartíminn
    b. Reiknað dreifirúmmál er nákvæmt og segir til um raunverulegt dreifirúmmál
    c. Ef einstaklingur hefur mikinn fituvef þá dreifast fitusækin lyf vel með blóði hans
    d. Reiknað dreifirúmmál getur hjálpað til að ákvarða skammtastærðir
A

d. Reiknað dreifirúmmál getur hjálpað til að ákvarða skammtastærðir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q
  1. Adrenvirk lyf, ein röng staðhæfing

a. Hafa mörg blandaða alfa og beta verkun
b. Noradrenalín hefur sterka alfa og beta verkun og er kjörlyf við ofnæmislosti
c. Geta verið sérhæfð og verkað á eina tegund viðtaka
d. Eru virk efni sem tengjast viðtökum og virkja þá

A

b. Noradrenalín hefur sterka alfa og beta verkun og er kjörlyf við ofnæmislosti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q
  1. Hver er virkni beta-blokka?

a. Þeir valda minnkaðri hjartsláttartíðni, slökun í sléttum vöðvafrumum æða og minnka þannig útfall hjarta og lækka blóðþrýsting.
b. Þeir auka hjartsláttartíðni en minnka samdráttarkraft hjarta og stuðla þannig að betri nýtingu súrefnis
c. Þeir stuðla að samdrætti í sléttum æðum, betri virkni hjartavöðva og hækka þannig blóðþrýsting

A

a. Þeir valda minnkaðri hjartsláttartíðni, slökun í sléttum vöðvafrumum æða og minnka þannig útfall hjarta og lækka blóðþrýsting.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q
  1. Hvaða tvo lyfjaflokka þekkist að nota við gláku?

a. And-kólínvirk lyf og Adrenvirk lyf
b. Kólínvirk lyf og And-adrenvirk lyf
c. And-adrenvirk lyf og And-kólínvirk lyf
d. Kólínvirk lyf og Adrenvirk lyf

A

b. Kólínvirk lyf og And-adrenvirk lyf

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q
  1. Hverjar eru ábendingar Statínlyfja?

a. Hækkun á blóðfitu, kransæðasjúkdómur, arfbundin blóðfituhækkun
b. Hjartaöng, kransæðasjúkdómur, lágur blóðþrýstingur
c. Lækkun á blóðfitu, lágur blóðþrýstingur, minnkaður samdráttarkraftur hjarta
d. Mikil hækkun á HDL (high density lipoprotein), atrial fibrillation, hár blóðþrýstingur

A

a. Hækkun á blóðfitu, kransæðasjúkdómur, arfbundin blóðfituhækkun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q
  1. Hvernig virka hraðverkandi nítröt (sprengitöflur)?

a. Þrengja kransæðar svo blóð renni greiðar til hjarta
b. Auka hjartsláttartíðni svo meira súrefni berist til útlima
c. Stuðla að æðasamdrætti og hækka blóðþrýsting
d. Víkka kransæðar og auka þannig súrefnisframboð til hjartavöðva

A

d. Víkka kransæðar og auka þannig súrefnisframboð til hjartavöðva

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q
  1. Hvaða tvær kenningar eru þekktar sem skýring á fíkn?

a. Glútamatkenningin og Delerium tremens
b. Dópamín kenningin og Glútamatkenningin
c. Delerium tremens og DSM-IV kenningin
d. Dópamínkenningin og GABA kenningin

A

b. Dópamín kenningin og Glútamatkenningin

27
Q
  1. Hver eru hin 3 stig fíknar í réttri röð – stig 1 til 3?

a. 1. Lotudrykkja og ofurölvun 2. Fráhvarseinkenni 3. Óviðráðanleg ílöngun og bremsuleysi
b. 1. Fráhvarseinkenni 2. Ofurölvun á virkum dögum 3. Áfengisdauði 4x í viku
c. 1. Óviðráðanleg ílöngun og bremsuleysi 2. Lotudrykkja og ofurölvun 3. Fráhvarfseinkenni
d. 1. Lotudrykkja og ofurölvun 2. Óviðráðanleg ílöngun og bremsuleysi 3. Fráhvarseinkenni

A

a. 1. Lotudrykkja og ofurölvun 2. Fráhvarseinkenni 3. Óviðráðanleg ílöngun og bremsuleysi

28
Q
  1. Staðdeyfilyf, ein röng skilgreining.

a. Verka með því að blokka natríumgöng í ertanlegum frumum
b. Lyfin eru starfsháð, þ.e. virka aðeins í frumum sem eru ertar
c. Adrenalíni er gjarnan blandað við staðdeyfilyf svo verkun þeirra sé ekki of löng
d. Lyf er notað í meira magni í utanbastsdeyfingum heldur en í mænudeyfingum

A

c. Adrenalíni er gjarnan blandað við staðdeyfilyf svo verkun þeirra sé ekki of löng

29
Q
  1. Hvaða flogaveikilyf vinnur bæði með Strategíu A og Strategíu B/C?

a. Karbamasepín
b. Levetiracetamum
c. Lamotrigín
d. Valproate

A

b. Levetiracetamum

30
Q
  1. Hvert er aðal flokkunarkerfi sýklalyfja?

a. Flokkun eftir Grams-litun
b. Flokkun eftir virknisviði
c. Flokkun eftir algengi
d. Flokkun eftir verkunarhætti

A

d. Flokkun eftir verkunarhætti

31
Q
  1. Hvenær ætti að notast við sýklalyfjameðferð í forvarnarskyni?

a. Hjá einstaklingum í sérstakri hættu fyrir ákveðinni sýkingu
b. Hjá börnum í leikskóla svo þau smiti ekki önnur börn
c. Alltaf þegar grunur liggur á að einstaklingur hafi smitast af bakteríu
d. Aldrei ætti að notast við sýklalyfjameðferð í forvarnarskyni

A

a. Hjá einstaklingum í sérstakri hættu fyrir ákveðinni sýkingu

32
Q
  1. Blóðþynnandi lyf, ein röng fullyrðing

a. Warfarín hindar verkun K-vítamíns í líkama
b. Heparín er fljótar að byrja að virka en Warfarín
c. Hægt er að snúa við verkun Warfaríns með Prótamíni
d. Heparín er bara til sem stungulyf

A

c. Hægt er að snúa við verkun Warfaríns með Prótamíni

33
Q
  1. Hvert þessara lyfja er notað við meðhöndlun á sykursýki 2?

a. Metformín
b. Insúlín
c. Aspirín
d. Warfarín

A

a. Metformín

34
Q
  1. Hvað er rangt varðandi umbrot lyfja?

a. Við fyrstu fasa lyfjahvörf geta myndast hættuleg, hvargjörn milliefni
b. Frumur hafa engin varnarkerfi til að verjast hættulegum efnum sem geta myndast við umbrot
c. Ensímið Cytochrome P450 gegnir hlutverki við umbrot
d. Umbrot lyfja getur leitt til myndunar á virka efni lyfsins

A

b. Frumur hafa engin varnarkerfi til að verjast hættulegum efnum sem geta myndast við umbrot

35
Q
  1. Hvert af eftirfarandi gegnir stærstu hlutverki í útskilnaði lyfja?

a. Nýru
b. Gall
c. Saur
d. Húð

A

a. Nýru

36
Q
  1. Hvað er rangt varðandi brotthvarf lyfja?

a. Brotthvarf flestra lyfja er háð blóðþéttni
b. 1.stigs brotthvarf er „reglan“ og minnkar þéttni lyfs alltaf um helming á ákveðinni tímaeiningu
c. 0.stigs brotthvarf er „reglan“ og minnkar þéttni lyfs alltaf um sama magn á ákveðinni tímaeiningu
d. Við 0.stigs brotthvarf er hraði brotthvarfs óháður upphafsstyrk

A

c. 0.stigs brotthvarf er „reglan“ og minnkar þéttni lyfs alltaf um sama magn á ákveðinni tímaeiningu (rétt staðhæfing fyrir utan að þetta sé „reglan“, 1.stigs er mun algengara og því „reglan“ og 0.stigs er undantekningin)

37
Q
  1. Um lyfjahvörf aldraðra, eitt rangt

a. Aldraðir hafa minnkaðan vöðvamassa og meiri fituvef sem hefur áhrif á dreifingu og frásog
b. Síunarhraði í nýrum breytist lítillega eftir fimmtugsaldurinn
c. Hafa aukið næmi í MTK gagnvart lyfjum
d. Fjöldi lyfja sem hver tekur hefur áhrif á virkni þeirra

A

b. Síunarhraði í nýrum breytist lítillega eftir fimmtugsaldurinn

38
Q
  1. Hvert er hlutverk hjálparefna?

a. Að undirbúa vefi líkamans fyrir innkomu lyfsins
b. Að hjálpa lyfinu að finna rétta viðtaka í líkama
c. Að auka stöðugleika lyfs og koma því í hentugt form
d. Að lengja geymsluþol svo lyf renni aldrei út

A

c. Að auka stöðugleika lyfs og koma því í hentugt form

39
Q
  1. Hvernig verka örvandi efni almennt, eins og t.d. amfetamín?

a. Þau örva losun boðefna eins og noradreanlín, dópamín og serótónín úr taugaendum og hindra endurupptöku þeirra.
b. Þau hindra losun boðefna eins og noradrenalín, dópamín og serótónín úr taugaendum og örva endurupptöku þeirra
c. Þau örva losun og endurupptöku boðefna eins og noradrenalín, dópamín og serótónín
d. Þau hindra losun og endurupptöku boðefna eins og noradrenalín, dópamín og serótónín

A

a. Þau örva losun boðefna eins og noradreanlín, dópamín og serótónín úr taugaendum og hindra endurupptöku þeirra.

40
Q
  1. Hvert er algengasta ólöglega efnið á Íslandi?

a. Kókaín
b. Kannabis
c. Ópíóðar
d. MDMA

A

b. Kannabis

41
Q
  1. SSRI lyf, ein rétt staðhæfing

a. Hafa litlar sem engar aukaverkanir
b. Örva losun á dópamíni sem leiðir til vellíðunartilfinningar
c. Oft þarf að bíða í allt að 2 vikur eftir verkun þar sem taugastarfsemi getur minnkað við upphaf meðferðar
d. Blokka framleiðslu serótóníns í heila

A

c. Oft þarf að bíða í allt að 2 vikur eftir verkun þar sem taugastarfsemi getur minnkað við upphaf meðferðar

42
Q
  1. Hvert af eftirfarandi á ekki við um Alzheimer‘s og meðferð þess?

a. Lyfjameðferð getur hægt á framgangi sjúkdóms
b. Lyfið Donepezil getur bætt vitræna getu á fyrri stigum sjúkdóms
c. Í lengra komnum sjúkdómi er hægt að bæta daglega færni með lyfinu Memantine
d. Lyfjameðferð snýr eingöngu að því að minnka einkenni sjúkdóms

A

d. Lyfjameðferð snýr eingöngu að því að minnka einkenni sjúkdóms

43
Q
  1. Hvað gerist í heila við Parkinson‘s sjúkdóm?

a. Dópamíndæla hrörnar með hækkandi aldri
b. Heili verður fyrir dópamínskort vegna hrörnunar í Substantia nigra
c. Undirstúka verður ónæm fyrir áhrifum dópamíns
d. Endurupptaka á dópamíni stöðvast fyrir tilstilli óhóflegrar áfengisnotkunar

A

b. Heili verður fyrir dópamínskort vegna hrörnunar í Substantia nigra

44
Q
  1. Hvað gildir almennt um notkun á sterahormónum sem lyfjum?

a. Við langtímameðferð sjást lítil einkenni aukaverkana
b. Eru mikið notaðir til verkjastillingar
c. Þeir valda alltaf miklum fráhvarseinkennum þegar notkun þeirra er hætt
d. Eru notaðir til skammtíma meðferðar eða sem uppbótarmeðferð vegna vanstarfsemi

A

d. Eru notaðir til skammtíma meðferðar eða sem uppbótarmeðferð vegna vanstarfsemi

45
Q
  1. Almennt um berkla, eitt rangt

a. Sýking getur verið virk eða leynd
b. Sýkja eingöngu lungu
c. Berklabakterían skiptir sér hægar en aðrar bakteríur
d. Geta myndað ónæmi gegn sýklalyfjum

A

b. Sýkja eingöngu lungu

46
Q
  1. Hvaða berklalyf er líklegast til að valda lifrarskaða sem aukaverkun?

a. Rifampine
b. Isoniazid
c. Pyrazinamide
d. Ethambutol

A

c. Pyrazinamide

47
Q
  1. Estrógen og Prógesterón sem lyf, ein staðhæfing röng.

a. Prógesterón er sjaldan notað eitt og sér sem getnaðarvörn
b. Estradíol er algengasta form estrógens í lyfjum
c. Samsett getnaðarvarnarlyf eru ekki eins traust og getnaðarvarnalyf með einu hormóni
d. Estrógen getur verið notað til varnar við beinþynningu

A

c. Samsett getnaðarvarnarlyf eru ekki eins traust og getnaðarvarnalyf með einu hormóni

48
Q
  1. Hvað er rétt varðandi aukaverkanir lyfja?

a. Kjarna Skemmdir koma snemma fram með miklum einkennum
b. Skammtaháðar aukaverkanir tengjast oft verkunarmáta lyfs
c. Líffærakerfi með hæga myndun frumna eru meira útsett fyrir aukaverkunum
d. Fráhvarfseinkenni eru ekki einn flokkur aukaverkana

A

b. Skammtaháðar aukaverkanir tengjast oft verkunarmáta lyfs

49
Q
  1. Náttúrulyf og lyfseðilsskyld lyf, ein rétt staðhæfing.

a. Þurfa bæði að standast jafnar kröfur um framleiðslu og gæðaeftirlit
b. Þurfa bæði að standast jafnar kröfur um þekkingu á verkunum og aukaverkunum
c. Það sem er náttúrulegt er alltaf hættulaust fyrir einstaklinga
d. Náttúrulyf geta ekki milliverkað lyfseðilsskyld lyf

A

a. Þurfa bæði að standast jafnar kröfur um framleiðslu og gæðaeftirlit

50
Q
  1. Lyfjameðferð astma, ein röng staðhæfing.

a. Stuttverkandi beta-adrenvirk lyf er gjarna fyrsta lyf við bráðu astmakasti
b. Meðferð skiptist í einkennameðferð og bólgueyðandi meðferð
c. Innöndunarsterum er ætlað að vinna á einkennum astma, en þeir vinna ekki á bólguferlinu sjálfu
d. Langverkandi beta-adrenvirk lyf eru gjarnan notuð fyrirbyggjandi við áreynsluastma

A

c. Innöndunarsterum er ætlað að vinna á einkennum astma, en þeir vinna ekki á bólguferlinu sjálfu

51
Q
  1. Hvað er FVC?

a. Mæling sem er notuð til að meta alvarleika astma og segir til um alvarleika bólgu í berkjum
b. Mæling sem er notuð til að meta alvarleika LLT og segir til um magn lofts sem einstaklingur getur blásið frá sér á 1 sekúndu
c. Mæling sem er notuð til að meta alvarleika astma og segir til um magn þess lofts sem einstaklingur getur andað frá sér eftir fulla innöndun
d. Mæling sem er notuð til að meta alvarleika LLT og segir til um magn þess lofts sem einstaklingur getur andað frá sér eftir fulla innöndun

A

d. Mæling sem er notuð til að meta alvarleika LLT og segir til um magn þess lofts sem einstaklingur getur andað frá sér eftir fulla innöndun

52
Q
  1. Hvert af eftirfarandi lýsir best
    andkólínvirkum lyfjum í meðferð við LLT?

a. Þau eru berkjuvíkkandi og draga úr vöðvavirkni í berkjum
b. Þau bindast M3 viðtökum á sléttum vöðvafrumum sem þá herpast saman
c. Virkni lyfjana er stutt og þarf að taka lyfið allt að 4x á dag
d. Lyfin eru samkeppnishindrar og keppast við noradrenalín um sæti á M3 viðtökum

A

a. Þau eru berkjuvíkkandi og draga úr vöðvavirkni í berkjum

53
Q
  1. Hver var algengasti eitrunarvaldur á Íslandi árið 2012?

a. Lífræn leysiefni
b. Hreinsiefni
c. Lyf og alkóhól
d. Verkjalyf

A

c. Lyf og alkóhól

54
Q
  1. Meðferð eitrana á sjúkrahúsi, ein röng staðhæfing.

a. Að hindra framgang eitrunar er alltaf í forgang
b. Getur verið sérhæfð ef skaðvaldur er þekktur
c. Mikilvægast er að tryggja öndunarveg
d. Saga, skoðun og rannsóknir er alltaf hluti af meðferð

A

a. Að hindra framgang eitrunar er alltaf í forgang

55
Q
  1. Hvað af eftirfarandi á ekki við um meðferð við geðrofi?

a. Haloperdol er stungulyf sem er t.d. notað til að sprauta fólk niður úr geðrofi
b. Clozapine virkar á margar gerðir viðtaka, sem veldur meiri líkum á aukaverkunum
c. Aukaverkanir geta svipað til Parkinsonlíkra einkenna
d. Meðferðarheldni er góð því einstaklingar skilja vel að þeir þurfi á meðferð að halda

A

d. Meðferðarheldni er góð því einstaklingar skilja vel að þeir þurfi á meðferð að halda

56
Q
  1. Hvaða lyfjaflokkur er líklegastur til að valda krabbameini í mönnum?

a. Krabbameinslyf
b. Kjarnsýru lyf
c. Ópíóðar
d. Bólgueyðandi lyf

A

a. Krabbameinslyf

57
Q
  1. Hvert af eftirfarandi er ekki algeng aukaverkun krabbameinslyfja?

a. Beinmergsbæling
b. Minnkuð sáragræðsla
c. Ógleði
d. Háþrýstingur

A

d. Háþrýstingur

58
Q
  1. Hverjar eru meginverkanir bólgueyðandi verkjalyfja?

a. Þau eru verkjastillandi, kvíðastillandi og bólgueyðandi
b. Þau eru bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi
c. Þau eru verkjastillandi og bólgueyðandi
d. Þau eru bólgueyðandi og hitalækkandi

A

b. Þau eru bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi

59
Q
  1. Hvað er rétt varðandi COX ensím?

a. COX2 ensím er í flestum vefjum líkama og er tjáð stöðugt í vef
b. COX1 ensím er bara í bólgufrumum og er aðeins tjáð við örvun
c. COX2 ensím er bara í bólgufrumum og er aðeins tjáð við örvun
d. COX1 er í flestum vefjum líkama og er aðeins tjáð við örvun

A

c. COX2 ensím er bara í bólgufrumum og er aðeins tjáð við örvun

60
Q
  1. Hver er verkunarmáti bólgueyðandi lyfja?

a. Þau hindra ensímið cyclo-oxigenasa (COX) sem eru mikilvæg fyrir framleislu prostaglandína (bólgumiðlar)
b. Þau virkja ensímið COX sem stöðvar framleiðslu prostaglandína
c. Þau hafa vökvalosandi áhrif og draga þannig úr bólgu
d. Þau hindra ensímið COX sem miðlar verkjaboðum til sársaukatauga.

A

a. Þau hindra ensímið cyclo-oxigenasa (COX) sem eru mikilvæg fyrir framleislu prostaglandína (bólgumiðlar)

61
Q
  1. Hver er verkunarmáti veirulyfja í inflúensu?

a. Þau hamla ensíminu neuromidasa sem hefur það hlutverk að fjölga veirum í líkama
b. Þau virkja ensímið neuromidasa sem stöðvar dreifingu og fjölgun veirunnar
c. Þau virkja átfrumur sem ráðast á hýsilfrumur sýktar af veirum
d. Þau hamla ensíminu neuromidasa sem hefur það hlutverk að klippa veirufrumu frá hýsilfrumu svo hún geti fjölgað sér.

A

d. Þau hamla ensíminu neuromidasa sem hefur það hlutverk að klippa veirufrumu frá hýsilfrumu svo hún geti fjölgað sér.

62
Q
  1. Hvenær er best að gefa veirulyf við inflúensu svo þau hafi tilætlaða verkun?

a. Innan 48 klst eftir smit
b. Um leið og einkenni koma fram
c. Skiptir ekki máli, munu alltaf verka sama hvað
d. Innan 12 klst eftir smit

A

??

63
Q
  1. Lyfjameðferð gegn HIV, ein röng fullyrðing.

a. Meðferð við virkri sýkingu er nánast alltaf samsett með þremur lyfjum
b. Hægt er að stöðva meðferð gegn virkri sýkingu þegar veirumagn hverfur úr blóði, þá er sýkingin horfin.
c. Varnarmeðferð eftir útsetningu stendur yfir í 28 daga
d. Meðferð gegn virkri sýkingu er ævilöng meðferð

A

b. Hægt er að stöðva meðferð gegn virkri sýkingu þegar veirumagn hverfur úr blóði, þá er sýkingin horfin.