36: Filoviridae Flashcards Preview

Veirufræði > 36: Filoviridae > Flashcards

Flashcards in 36: Filoviridae Deck (13)
Loading flashcards...
1

Hvaða ætt tilheyrir Filoviridae? Hverjir voru fyrstu faraldrarnir?

Mononegavirales. Fyrsti var Marburgs sjúkdómur 1967, kom með öpum frá Úganda. 31 veiktist, 7 dóu úr blæðandi hitasótt (rannsóknarstofusýking). Ný filamentous veira fannst. Svipaður faraldur 1976 í Zaire og Sudan - Ebola.

2

Hvernig smitast filoviridae (veirur líkt og Ebola, t.d.)?

Með blóði, aerosol, biti? Náttúrulegur hýsill sennilega leðurblaka.

3

Hvernig er bygging Ebola veirunnar?

Hún er filoveira, með ssRNA. Skráir 7 gen.

4

Hverjar eru 5 undirtegundir Ebola?

Zaire - dánartíðni 50-90%
Sudan - dánartíðni 50%
Fílabeinsströnd - eitt smit, frá látnum simpansa.
Bundibugyo - dánartíðni 30%
Reston - Asíustofn, sýkir apa og þöglar sýkingar í mönnum.

5

Hver er náttúrulegur hýsill Ebola?

Hún er súna og berst fyrir slysni í menn. Er náttúrulega í ávaxtaleðurblökum (líklega).

6

Hvernig smitast fólk af Ebola frá villtum dýrum?

Veiða og tilreiða villt, smituð dýr. Komast í snertingu við smitað blóð/vessa/úrgang frá smituðum dýrum eða borða hrátt smitað kjöt.

7

Hvernig smitast Ebola milli manna?

Með snertismiti! Bein/óbein snerting við blóð, líkamsvessa smitaðra. Náin bein snerting við smitaða. Stunguóhöpp. Greftrunarsiðir, jarðarfarar með snertingu við hinn látna.

8

Hver eru einkenni Ebola sýkingar?

Mjög skyndilegt upphaf. Slappleiki, hiti, hrollur, höfuðverkur, lystarleysi, beinverkir. Hósti, hálsbólga, útbrot á andliti, búk og handleggjum.5 dögum seinna koma uppköst, niðurgangur, kviðverkir og alls konar blæðingar.

9

Hvernig lýsa sér blæðingar í Ebola?

Punktblæðingar í húð, marblettir, blæðingar frá stungustað og slímhúðum. Rosalegar lýsingar.

10

Bati eða dauði í Ebola.

Þeir sem lifa af sýna bata 6-11 dögum eftir veikindi. Fylgni milli alvarleika upphafsveikinda og dánartíðni, þeir sem deyja gera það oftast innan 2ja vikna.

11

Hvar fer Ebola veiran í dvala?

Hjá eftirlifandi er talið að hún geti lagst í dvala þar sem ónæmiskerfi kemst illa að, t.d. í eistum og fólk því smitandi í a.m.k. 3 mánuði.

12

Hvernig er Ebola greind?

Mögnun á erfðaefni í blóði með PCR mælingu. Oftast jákvætt daginn áður en einkenni birtast. Telst neikvætt eftir 2 próf með 3 daga millibili.

13

Bóluefni gegn Ebola?

A.m.k. 2 tegundir bóluefna í prófun, NIAID/GSK Adenoveiru typa 3 bóluefni, og kanadískt bóluefni sem byggir á vesiculer stomatit veiru. Bæði í klínískum prófunum. Zmap, Avigen, Brincidofovir, Lamivudin.