15: Hepadnaviridae og deltavirus Flashcards Preview

Veirufræði > 15: Hepadnaviridae og deltavirus > Flashcards

Flashcards in 15: Hepadnaviridae og deltavirus Deck (25)
Loading flashcards...
1

Hvaða Hepadnaviridae er í mönnum? Hvað í dýrum?

Hepatitis B í mönnum.
Woodchuck hepatitis virus, ground squirrel hepatitis virus og duck hepatitis virus í dýrum.

2

Blumberg...

...lýsti antigeni í Ástralíubúa 1936 sem reyndist vera hluti hepatitis B veiru. Fékk Nóbel 1976.

3

Hvernig er strúktúr Hepatitis B veirunnar?

22 nm hnattlaga strúktur, HBsAg. Filament. Veiran sjálf er 42 nm hnattlaga strúktur - Dane particle, með HBsAg yst og HBcAg og HBeAg innar. Til súbtýpur af HBsAg. Veiran hefur ensím, m.a. reverse transcriptasa. Með lípíð bilayer úr hýsilfrumu.

4

Hvað er sérstakt við erfðaefni Hepatitis B?

Það er að hluta single stranded DNA en hluta double stranded. Short open strand og Long closed strand.

5

Til hvers má nota HBeAg?

Það er í samræmi við magn Dane einda, þ.e. veiranna sjálfra, og má því nota sem mælikvarða á smithættu og horfur krónískra bera.

6

Hvar er algengi hepatitis B/ HBsAg lægst og hæst á heimsvísu?

Lægst á Vesturlöndum, hæst í Suðaustur-Asíu, Polynesíu og Vestur-Afríku. 5-10% á Vesturlöndum.

7

Hverjir eru áhættuþættir fyrir hepatitis B?

Lágur socioeconomiskur status, lítil menntun, sprautuefnanotkun, díalýsa/gervinýra, vera á hælum, heilbrigðisstarfsfólk, samkynhneigðir karlar.

8

Hepatitis B er eingöngu í...

...mönnum.

9

Hvernig smitast Hepatitis B?

Tvær aðalsmitleiðir:
1) Með blóði, einkum við fæðingu.
2) Við kynmök.
Áður var smit með blóðgjöf algengt. Einnig er hætta á smiti við nálastungur, bæði af slysni, meðal sprautufíkla, við tattúveringar og tannlækniaðgerðir. Aerosol smit er sjaldgæft, ef það er þá til.

10

Getur maður smitast við daglega umgengni við króníska Hepatitis B bera?

Mjög lítil hætta er á því.

11

Hversu lengi helst HepB veiran "lifandi" í þurru blóði/plasma?

A.m.k. eina viku. Veiran er til staðar í flestum líkamsvessum, t.d. munnvatni, semen og vaginal sekresjónum og brjóstamjólk (getur jafnvel sýkt nýbura).

12

Hver er meðgöngutími HepB?

Meðg.tími 6 vikur til 6 mánuðir, meðaltal 100 dagar. Oft hægt að mæla HBsAg nokkru áður en einkenni koma fram.

13

Hver eru einkenni HepB?

a) Prodromal/fyrirboðaeinkenni: þreyta, slappleiki, meltingaróþægindi, stöku liðverkir, liðbólgur, maculopapuler og urticarial útbrot.
b) Gula - oft svo væg að hún greinist ekki. Fylgir flökurleiki, uppköst, verkur yfir lifrarstað og úrvinda. Stendur í 3-4 vikur.
c) Afturbati - tekur tekið marga mánuði.

14

Hvað er acute fulminant hepatitis?

0,2 til 0,5 % þeirra sem fá gulu vegna Hep B fá þetta og eru horfur þá mjög lélegar. 10% akút hepatitis B tilfella verða krónísk.

15

Hvaða kvilla fær sá helmingur fólks sem ekki losar sig við HepB veiruna á ca. ári?

Krónískan persistent hepatitis, krónískan aktívan hepatitis. Krónískt sýktir sjúklingar geta líka fengið immune complex sjúkdóma, t.d. glomerulonephritis, polyarteritis nodosa og arthralgiur og arthrita. Skorpulifur og lifrarkrabbi.

16

Hvernig lýsir sér ónæmissvar gegn HepB?

Anti HBc - IgM og IgG
Anti HBs - verndandi mótefni
Anti HBe.
Mælingar á antigenum og mótefnum eru notaðar til greiningar, einnig PCR til að meta árangur meðferðar.

17

Frumubundið ónæmi er mikilvægt...

...til að útrýma HepB veirunni úr líkamanum.

18

Hvernig má fyrirbyggja HepB?

Skima í blóðbönkum fyrir HBsAg, einnig fyrir líffæraflutninga. Meðhöndla blóðhluta þannig að veiran sýki þá ekki (t.d. factor 8 og gammaglóbúlín). Viðhafa varúðarráðstafanir við vinnu við blóð. Vara sig á nálum!

19

Hvaða bólusetningar eru til gegn HepB?

Gammaglóbúlín annars vegar og bóluefni framleitt með erfðatækni hins vegar (hluti HBsAg).

20

Hvað er Hepatitis Delta virus, HDV?

Mannaveira sem er háð Hepatitis B við margföldun og gerir bæði bráðan og krónískan HepB verri. Sömu smitleiðir og hjá HepB (en hér er sexuelt mikilvægara en vaginalt). Erfðaefni er ssRNA, hringlaga.

21

Hvernig eru sýkingar af völdum HDV?

2 gerðir: Coinfection (um leið og HepB sýking) og Superinfection (gerist í HepB berum, krónískt sýktum).

22

Hverju veldur coinfection HDV?

Acute hepatitis, sem gengur líkt og hepatitis B sýking væri ein að verki. Í þessum tilfellum verður þó fulminant hepatitis líklegri en ella.

23

Hverju veldur superinfection HDV?

Acute hepatitis í byrjun, líkt og coinfection, og jafnvel fulminant hepatitis. Þegar fram líða stundir gerir hún síðan krónískan HepB verri, þ.e. veldur krónískum aktívum hepatitis og cirrhosis.

24

Hvar er algengi HDV hæst?

Í Rúmeníu, Kolombíu, Venezúela og Mið-Afríku lýðveldinu. Annars svipuð útbreiðsla og HepB.

25

Hvernig er Hepatitis Delta Virus, HDV, greindur?

Með HDAg, anti-HD (bæði IgM og IgG). Ekki greint hérlendis. Fyrirbyggt með bólusetningu (t.d. til að fyrirbyggja HDV superinfection í HBVberum). Muna að varast blóðsull.