4: Veirugreining Flashcards Preview

Veirufræði > 4: Veirugreining > Flashcards

Flashcards in 4: Veirugreining Deck (23)
Loading flashcards...
1

Í hvað skiptist greining veirusótta á rannsóknastofu?

Í leit að veiru/veiruhlutum í sýnum (með eða án ræktunar í frumum) og mælingar á mótefnum gegn veirum (bæði notast við rauðkorn og ýmsar merkingar. Mest gert á blóðsýnum.)

2

Dæmi um staðlaða aðkeypta frumustofna?

Apanýrnafrumur, krabbameinsfrumur, fósturlungnafíbróblstar o.fl.

3

Hvað er notað til að leita að veirun í frumuræktum?

M.a. frumuskemmdir, þ.e. CPE cytopathic effect.

4

Kostir og gallar veiruræktunar:

Næm og catch all, en seinleg og dýr, þarfnast virkrar veiru í sýni. Sumar veirur er ekki hægt að rækta, t.d. papilloma.

5

Hvaða aðferðum má beita til að þekkja veiru sem ræktast?

Neutralization (hlutleysispróf), hemadsorption, hemagglutination, mótefnaleit gegn veirum, PCR.

6

Í smásjá eru veirur skoðaðar með...

...neikvæðri litun - þá litast umhverfi veiranna.

7

Einn af göllum við mótefnaleit...

...er að við finnum bara það sem við erum að leita að.

8

Immunoassays mótefnaleit skiptist í...

...beint vs. óbeint próf (tvöfalt lag mótefna í óbeinu og það er nákvæmara en tekur lengri tíma).

9

Röð aðgerða (efna) í ELISA aðferð.

Mikrotiter plata húðuð með mótefni gegn veirunni, svo sýnið á og platan þvegin úr buffer. Næst ensímmerkt mótefni gegn veirunni, aftur þvegið (mótefnin bindast veirunni EF hún hefur bundist). Svo hvarfefni ensímsins, sem ensímið breytir þá í litað myndefni sem sýnir hvar veiran var.

10

Hvað er notað til að velja bút erfðaefnis í PCR?

Vísir (prímerar) og polymerasi. PCR mögnunarafurðin er svo rafdregin. PCR er realtime eða ekki.

11

Við túlkun PCR þarf að hafa í huga...

...að aðferðin er mjög næm og því líkur á fölsku jákvæðu svari. Þetta er meiri vandi í sýnum sem ekki eru steril (þ.e. mænuvökva og augnsýnum).

12

Í mótefnamælingum eru mótefni í sýni (oftast blóði) látin bindast...

...þekktri veiru eða veiruantigeni. Ýmsar aðferðir eru svo notaðar til að sjá hvort tengingin hafi átt sér stað.

13

Hvers vegna koma mótefnamælingar sér einstaklega vel við leit að hepA og parvo B19?

Því þar er veiruútskilnaður nær hættur þegar einkenni byrja. Líka gott í erfiðum sýnum.

14

Mótefnamælingar er erfitt að nota í...

...ónæmisbældum og blóðþegum.

15

Mótefnamælingar eru sérlega góðar fyrir...

...greiningu á hækkun mótefna milli bráð-og batasýnis, við IgM mótefnamælingar og mótefnamælingar á sjaldgæfum sjúkdómum.

16

Munurinn á gömlum mótefnamælingaaðferðum (komplementbindingspróf, hemagglutination inhibition HI próf) og ELISA og RIA er...

...að þær gömlu greina ekki í sundur IgG og IgM mótefni.

17

IgM mótefnamælingar eru...

...mikilvægar í greiningu nýrra sýkinga, því IgM myndast fljótt og haldast í 1-3 mánuði eftir sýkingu.

18

Rauðir hundar, mislingar, hettusótt, EB veira eru...

...einungis greind með mótefnamælingum.

19

Komplementsbindingspróf byggist á þeim eiginleika komplements að...

...bindast antigen-antibody complexi. Ef complexinn er á yfirborði frumu, springur hún og sem indikator er notaður ag-ab komplex á yfirborði rauðkorns. Svo er titer mótefna lesinn sem hæsta þynning sermis sem gefur hnapp í holu á plötunni.

20

Hvernig er ferill mótefna í mislingasýkingu?

IgM og IgG hækka, G hækkar meira og lækkar seinna, IgM hverfur oft en IgG ekki (ónæmi).

21

Hvað getur t.d. gefið falskt jákvætt fyrir IgM mótefnum í ELISA prófi?

Gigtarþáttur (rheumatoid factor) af IgM gerð - er í raun IgM mótefni gegn eigin mótefnum!

22

Sensitivity/næmi aðferðar er...

...líkur á að finna mótefnajákvæðan einstakling meðal 100 sýktra - t.d. ef 98%, þá koma 98 rétt út sem jákvæðir en 2 falskt neikvæðir. Mikilvægt að stilla hátt í prófum fyrir hættulegum sýkingum en vinsa svo falskt jákvæða út með öðrum aðferðum.

23

Specificity/sértækni aðferðar er...

...líkur á að finna mótefnaneikvæðan einstakling meðal 100 ósýktra. Ef 97%, þá mælast 97 mótefnalausir, rétt, en 3 falskt jákvæðir.