16 og 23: Flaviviridae Flashcards Preview

Veirufræði > 16 og 23: Flaviviridae > Flashcards

Flashcards in 16 og 23: Flaviviridae Deck (40)
Loading flashcards...
1

Flestar flaviviridae eru...

...arboveirur.

2

Hepatitis C er ólík öðrum flavi því hún er...

...ekki arboveira svo vitað sé. Hún hefur aldrei ræktast og var skilgreind með erfðatæknilegum aðferðum. Nú greind með t.d. PCR.

3

Hver eru einkenni Hepatitis C?

Meðgöngutími er 2-28 vikur, meðaltal 7,8 vikur. Veldur gulu, svipuð og aðrar veirulifrarbólgur. Sumir verða krónískt viremiskir og helmingur fær þrálátan lifrarsjúkdóm. 20-30% fá skorpulifur. Mörg súbklínísk tilfelli.

4

Hvernig smitast Hepatitis C?

3 smitleiðir (náttúruleg smitleið hérlendis óþekkt):
a) Blóðsmit - nú aðallega sprautufíklar, áður blóðgjafir.
b) Sexuelt smit - sjaldgæft.
c) Smit frá móður til barns (4%).

5

Hvert er algengi mótefna gegn Hepatitis C og hvar er það hæst?

Seroprevalence á heimsvísu er um 1%, hæst 20% í Egyptalandi.

6

Windowperiod í Hepatitis C er...

...2 vikur. Hættulegt upp á blóðgjafir að gera.

7

Þeir sem fá mild einkenni vegna Hepatitis C geta samt...

...þróað með sér þrálátan lifrarsjúkdóm og jafnvel skorpulifur.

8

Hve margir hafa sýkst af Hepatitis C hérlendis?

Meira en 1500 manns, langflestir sprautufíklar. Lágt algengi hér en meðferð í framtíðinni mun verða dýr.

9

Hver er Rx við Hepatitis C?

Interferon og ribavirin.

10

Hvernig er Hepatitis C greind?

Með mótefnamælingum (skimpróf, veiruprótínin eru þar erfðatæknilega framleidd). Með recombinant immunoblot assay staðfestingarprófum. PCR veirumagn er notað til að meta árangur meðferðar. Genótýpun einnig.

11

Hvor er algengari hérlendis, lifrarbólga B eða C og hvort er C algengari í konum eða körlum?

Lifrarbólga C, og hún er algengari í körlum.

12

Hverjir eru áhættuættir fyrir smiti af lifrarbólgu C?

Sprautufíkn - langmesta áhættan. Blóðþegar, blæðarar, kynmök gagnkynhneigðra og heilbrigðisstarfsmenn.

13

Hver er munurinn á lifrarbólgu B og C hvað varðar innflytjendur hérlendis?

Stærra hlutfall nýgreindra með lifrarbólgu B hérlendis eru innflytjendur en þeir sem greinast með lifrarbólgu C.

14

Hver er bygging flaviviridae?

Eru hnattlaga veirur með icosahedral nucleocapsid, hjúp og +RNA. Eru 40-90 nm í þvermál.

15

Hverjir eru sjúkdómar flaviveira?

Oft einkennalausar/litlar sýkingar (þótt flavi valdi líklega verri og útbreiddari sýkingum en nokkur önnur veiruætt). Hitasóttir, útbrot, liðeinkenni. Hitasóttir með blæðingum. Skert lifrarstarfsemi, lifrarbilun. Hhbólga, heilabólga, heila- og mænubólga.

16

Hvað er Dengue?

"Gömul" sýking, fyrst lýst 1780. Aðlöguð að manni sem aðalhýsli, þ.e. maður, moskító, maður. Í Asíu er líka: api, moskító, api.

17

Hvað heitir moskítóflugan sem ber Dengue? :)

Aedes Aegypti. Sýkist þegar hún bítur sýktan einstakling.

18

Hver eru sjúkdómseinkenni Dengue?

Ung

19

Hver eru sjúkdómseinkenni Dengue?

Ungbörn fá oft bara hita og útbrota. Eldri börn/fullorðnir fá ýmist væga hitasótt eða skyndilega háan hita, slæman höfuðverk, vöðva, liðverki, útbrot og brenglað bragðskyn.

20

Hvað er DHF, dengue hemorrhagic fever?

Mjög hár hiti í 2-7 daga, lifrarstækkun, hitakrampar, blæðingar, getur endað í blóðþrýstingslækkun, blóðrásarbilun og losti (DHHS, dengue hemorrhagic shock syndrome). Ef ekki Rx þá deyr fólk á 12-24 tímum.

21

Hve margir veikjast af dengue árlega?

Milli 50 og 100 milljónir, þar af ca. 500.000 fá DHF og þúsundir deyja. Ein aðalorsök spítalainnlagna og dauða meðal barna í SA Asíu.

22

Hvaða serotypur, antigenskt ólíkar, eru til af Dengue veirunni?

4 serotypur, DEN 1-DEN 4.

23

Hvaða serotypur, antigenskt ólíkar, eru til af Dengue veirunni?

4 serotypur, DEN 1-DEN 4. Valda allar sama sjúkdómi og hafa sömu faraldsfræði.DHF er talið geta stafað af sýkingu af einni serotypu í manni sem áður hefur sýkst af annarri serotypu - ónæmið fyrir henni geri sjúkdóminn þá verri.

24

Hverjar eru varnir gegn Dengue?

Ekki bóluefni til en í rannsókn (allar 4 serotypur í einu). Moskítóvarnir, varast að láta vatn standa í ílátum o.s.frv. Passa sig á krabbadýrum og fiskum sem éta lirfur í vatni.

25

Hvar er West Nile veira landlæg?

Í dýrum í Evrópu, Afríku og Asíu. Hefur ekki verið talin skæð í mönnum fyrr en nýlega (1995). Meira virulent stofn varð til, faraldrar af alvarlegum taugasjúkdómi í hestum, fuglum og mönnum.

26

West Nile veiran sem barst til USA 1999 er erfðafræðilega skyld þeirri sem...

...olli faraldri í gæsum í Ísrael 1997 til 2000. (Faraldurinn í Rússlandi 1999 var mannskæður en var ekki í fuglum).

27

Hvernig komst West Nile til Vesturheims?

Villtur farfugl? Ó/löglegur fuglainnflutningur til NY? Veirusýkt moskítófluga með flugvél? Manneskja með viremiu með flugvél? Gert viljandi?

28

Hvernig má fyrirbyggja West Nile?

Ekki mannabóluefni enn, hestabóluefni í framleiðslu. Moskítóvarnir. (veiran viðheldur sér í moskító og fuglum).

29

Hver eru einkenni West Nile sýkingar?

20% fá væg einkenni, hita, höfuðverk, útbrot og GI einkenni í 3-6 daga. Tæplega 1% sýktra fá heilabólgu með hita, hnakkastífleika, rugli, coma, máttleysi og lömunum (oft yfir 50 ára eða ónæmisbældir). Máttleysi áberandi.

30

Hvar finnst Yellow fever/mýgulusótt, hitabeltisgula og hverjir eru hýslar?

Afríku og Suður-Ameríku. Náttúrulegir hýslar eru prímatar (t.d. menn) og moskítóflugur bera hana á milli. Dularfullt að hún sé ekki á Indlandsskaga! Fluttist frá Afríku til Ameríku með þrælaskipum.

31

Hvernig ferla hefur yellow fever?

Api, moskíto, api (maður getur komið þar inn í) og
maður, moskító, maður.

32

Hvaðan kemur veiklaður stofn 17D af Yellow Fever og hvað er gert við hann?

Hann er notaður í lifandi bóluefni fyrir menn, eitt besta veirubóluefnið (t.d. fyrir ferðamenn). Kemur úr náunganum Asibi, var passerað í eggjum ca. 100 sinnum af Theiler og Smith.

33

Hver er hættan með Yellow Fever, faraldsfræðilega?

Hætta á alþjóðlegu hættuástandi - grípa verður til ónæmisaðgerða í Afríku og Ameríku, sem og betri moskítóvarna.

34

Hver eru einkenni Yellow fever?

Veirufjölgun er mest í lifur og þar verður aðalskaðinn, getur líka fjölgað sér í nýrum og hjarta. Veldur blæðingum og háum hita. 20-50% alvarlega veikra deyja á degi 7-10, vegna lifrarskemmda. Skæðastur af öllum arboveirum.

35

Hvernig veira er Japanese encephalitis, JE?

Náskyld West Nile veirunni, gengur í vatnafuglum, svínum og Culex moskító. Ein aðalorsök heilabólga á heimsvísu.

36

Hvernig bóluefni eru til fyrir Japanese encephalitis?

Tvær tegundir, annað japanskt og notað þar (og eitthvað annars staðar), hitt er kínverskt, notað í Kína og Thailandi.

37

Hvernig berst Tick borne encephalitis, TBE?

Eru nokkrar skyldar veirur innan flaviveira, berast með Ixodes maurum úr fuglum og nagdýrum, eru til í Evrópu, Asíu og N.Ameríku. Geta líka smitast með ómeðhöndlaðri geitamjólk eða öðrum dýrum með viremiu.

38

Fyrir hverju þarf að bólusetja fólk sem býr í skerjagarðinum í Svíþjóð og Finnlandi?

Tick borne encephalitis. Bóluefni einnig mikið notað t.d. í Mið-Evrópu. Þar er dánartala 1-2% og 10-20% eftirlifandi eru skertir. Til eru skæðari stofnar.

39

Fyrir hverju þarf að bólusetja fólk sem býr í skerjagarðinum í Svíþjóð og Finnlandi?

Tick borne encephalitis. Bóluefni einnig mikið notað t.d. í Mið-Evrópu. Þar er dánartala 1-2% og 10-20% eftirlifandi eru skertir. Til eru skæðari stofnar.

40

Hvers vegna hefur orðið aukning í arboveirusýkingum síðustu ár?

Fjölgun mannkyns, aukið þéttbýli, eyðing skóga, áveitur, stíflur. Lélegt húsnæði, skólpkerfi og sorphirða. Skortur á vatnsveitum - vatn geymt í ílátum við híbýli. Moskítóvörnum ekki sinnt. Flugsamgöngur. Alþjóðleg hjólbarðaviðskipti.