Krabbamein Svala Flashcards

1
Q

Krabbamein

A
  • Myndast þegar breytingar verða á erfðaefni frumna og veldur því að þær starfa ekki lengur eins og heilbrigðar frumur af sama tagi. Frumurnar fara meðal annars að fjölga sér stjórnlaust og þannig myndast illkynja æxli
  • Getur vaxið útfrá öllum vefjum líkamans
  • Getur vaxið inn í nærliggjandi vefi og líffæri og sáð sér til fjarlægra staða í líkamanum (meinvörp) með sogæðum eða blóði
  • Er regnhlífarheiti/yfirheiti yfir marga ólíka sjúkdóma með ólíkar sjúkdómsmyndir (margar ólíkar undirtegundir)
  • Er langvinnur sjúkdómur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Brjóstakrabbamein

A

Sýnileg einkenni
* Krónískur verkur í brjósti eða geirvörtu
* Geirvartan snýr vitlaust
* Útbrot eða annar litur í kringum geirvörtu
* Breyting á stærð og lögun brjóstsins
* Breyting á áferð á brjósti
* Þykknun eða “ber” í brjóstinu
* Bólgumyndun í brjóstinu
* Undarleg útferð úr geirvörtunni

Möguleg meðferð
* Skurðaðgerð
* Geislameðferð

Lyfjameðferð
* Cytostatica
* Hormónameðferð
* Líftæknilyf
* Einkennameðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Lungnakrabbamein

A

Nokkur dæmi um einkenni
* Hósti/blóðhósti
* Mæði
* Megrun
* Slappleiki
* Hæsi
* Verkur í brjósti

Mögulegar meðferðir
* Skurðaðgerð
* Geislameðferð

Lyfjameðferð
* Cytostatica
* Líftæknilyf
* Einkennameðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Krabbamein í meltingavegi

A

Nokkur dæmi um einkenni
* Lystarleysi/mettast fljótt
* Megrun
* Slappleiki
* Ileus
* Breytingar á hægðum
* Melena
* Ascites

Mögulegar meðferðir
* Skurðaðgerð
* Geislameðferð
* Lyfjameðferð
* Einkennameðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Sýn og stefna krabbameinshjúkrunar

A

Endurspeglar í stefnu hjúkrunar á Landspítala

Veita sérhæfða, árangursríka og örugga hjúkrun

Byggja hjúkrunina á heildrænni sýn, faglegri umhyggju, vinnubrögðum, virðingu fyrir lífi, réttindum og mannhelgi

Vera leiðandi í krabbameinshjúkrun, hafa sérhæfða þekkingu, sérfræðiþekkingu og góð tök á þverfaglegu samstarfi og samskiptum

Vera heiðarleg og fagmannleg í samskiptum og eiga árangursíkt samstarf við aðrar fagstéttir og stofnanir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Áhersla meðferðar í sjúkdómsferlinu og stig líknarmeðferðar:

A

Full meðferð (FM)
Full meðferð að endurlífgunum (FME) (með eða án takmarkana)
Lífslokameðferð (LLM)- (Meðferðaráætlun fyrir deyjandi-MÁD)
Fylgd (við aðstandendur)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Samtal um meðferðarmarkmið og meðferðarstig

A

Mikilvægt að þekkja og sýna skilning á óskum og markmiðum sjúklings til að hægt sé að veita viðeigandi þjónustu

Er ferli og hefur það markmið að draga fram lífsgildi sjúklings, óskir hans og markmið meðferðar áður en hann verður of veikur til að tjá sig eða taka ákvarðanir

Lögð áhersla á að umræðan undirbúi sjúklinga til að taka ákvörðun um meðferð þegar á þarf að halda

Samtalið sjálft er mikilvægast í þessu ferli og æskilegur hluti þess er að ákveða meðferðarstig

Þarf að fara fram endurtekið í sjúkdómsferlinu, sérstaklega þegar breyting verður á ástandi sjúklings

Rannsóknir benda til að samtal um meðferðarmarkmið snemma í sjúkdómsferlinu bæti lífsgæði sjúklinga, dragi úr að veitt sé meðferð sem skilar litlum árangri, bæti líðan aðstandenda, dragi úr innlögnum og sé hagkvæm. Rannsóknir sýna að samtal um lífslok og meðferðarmarkmið auki ekki vanlíðan sjúklinga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Ráðleggingar varðandi samtal um horfur - það sem ætti að gera

A

Gefa skýrar og heiðarlegar upplýsingar um horfur

Gefa upplýsingar um horfur á einhverju bili þar sem talað er um óvissi, t.d. “Ég tel að tíminn sem þú átt geti verið einhverjar vikur til nokkrir mánuðir, en tíminn gæti verið styttri eða lengri”

Nýta þagnir

Bera kennsl á ræða tilfinningaleg viðbrögð

Leggja áherslu á lífsgæði, gildi og áhyggjuefni sjúklings

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Ráðleggingar varðandi samtal um horfur - það sem ætti EKKI að gera

A

Forðast að svara spurningum sjúklings um horfur

Gefa óljósar upplýsingar, t.d. “Þú ert með ólæknandi sjúkdóm” eða of nákvæmar upplýsingar “þú átt 6 mánuði eftir ólifaða”

Tala meira en helminginn af tímanum

Halda áfram að gefa upplýsingar þegar sjúklingur sýnir tilfinningaleg viðbrögð

Leggja eingöngu áherslu á læknisfræðilega hlið meðferðar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Lykilatriði

A

Einkenni eru algeng og hafa áhrif á líðan og lífsgæði sjúklinga

Greinið, metið og skráið einkenni og notið viðeigandi matstæki

Sjáið fyrir versnun á einkennum og breytið meðferð í samræmi við það

Metið árangur af meðferð

Meðferð einkenna byggist á þvergaglegri nálgun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Birtingarmynd krabbameina samfara versnandi sjúkdómi

A

þreyta, svefntruflanir, verkir, munnþurrkur, lystarleysi, skert minni, ógleði, einkenni vegna útlægs taugaskaða, ýmis húðeinkenni, kvíði, depurð og almenn vanlíðan

Mismunandi krabbamein hafa ólíka birtingarmynd í upphafi en einkennamynstur þeirra verður líkara með versnandi sjúkdómi.

Sjúklingarnir halda oft lengi líkamlegri og andlegri getu, en hrakar tiltölulega hratt á lokastigum sjúkdómsins. Það er því oft auðveldara að meta horfur þeirra en annarra sjúklinga með langvinnra sjúkdóma

Einkenni geta verið mismunandi eftir staðsetningu meinsins og eðli meðferðar en algeng einkenni hjá sjúklingum í krabbameinsmeðferð eru:

Sjúklingar með lokastigs krabbameinssjúkdóm finna fyrir hratt þverrandi líkamlegri og andlegri getu og færni, vaxandi magnleysi með þyngdartapi, lystarleysi og margvíslegum erfiðum einkennum eins og verkjum, andnauð, kvíða og þunglyndi, hægðatregðu, niðurgangi, ógleði og uppköstum og óráði

Krabbameinssjúklingar hafa að jafnaði meiri, útbreiddari og flóknari verki og þurfa hærri skammta ópíóíða og flóknari verkjalyfjameðferð en aðrir sjúkdómahópar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Kalsíumhækkun í blóði

A

Blóðkalsíumhækkun er algengasta lífshættulega efnaskiptaröskun hjá krabbameins-sjúklingum

Orsökin er oftast meinvörp í beinum, en helstu áhættuhóparnir eru:
* sjúklingar með mergæxli, brjósta-, nýrna-, lungna og skjaldkirtilskrabbamein

Um 20% sjúklinga með óeðlilega blóðkalsíumhækkun hafa ekki beinameinvörp

Hækkað kalsíum sést einnig t.d. við ofstarfsemi kalkirtla, þíasíð þvagræsilyfjanotkun, A vítamín eitrun og nýrnabilun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Einkenni kalsíumhækkunar í blóði

A

Algeng einkenni eru lasleiki, þróttleysi, lystarleysi, þorsti, ógleði, hægðatregða og flóðmiga

Alvarleg einkenni eru stöðug ógleði, uppköst, garnalömun, óráð, krampar, sljóleiki og meðvitundarleysi

Verkir geta aukist og verið undanfari blóðkalsíumhækkunar

Alltaf ætti að rannsaka einkenni sem vekja grun um blóðkalsíumhækkun

Mælið kreatínín (eða urea), reiknaðan gaukulsíunarhraða (eGFR), blóðsölt, lifrarpróf og frítt kalsíum í blóði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Það sem ber að hafa í huga áður en meðferð við kalsíumhækkun í blóði hefst

A

Nýuppgötvuð blóðkalsíumhækkun eða langvinn hækkun?

Hefur sjúklingur verið við góða líðan fyrir hækkunina?

Heilbrigðisstarfsfólk er sammála um að líkur eru á að meðferð gæti skilað langvarandi árangri?

Sjúklingur með lágt albumin í blóði getur haft hækkað S-kalsíum þar sem kalsíum er próteinbundið

Meðferð getur verið óviðeigandi hjá deyjandi sjúklingi við lífslok – leitið ráðgjafar ef í vafa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Meðferð við kalsíumhækkun í blóði

A

Meðferð fer eftir hversu hátt kalkgildið er og hversu hratt það hefur hækkað. Meðferðin sem hér er lýst miðast við ofkölkun blóðs af völdum krabbameinssjúkdóma
* Fyrsta meðferð er vökvagjöf í æð (IV) með saltvatni NaCl 0,9% (1-3L/24 klst.) og bisfosfónati en þvagræsilyf aðeins gefið ef merki um hjartabilun
* Markmið meðferðar er að minnka einkenni og lækka S-kalsíum eða frítt kalsíum niður í eðlilegt gildi
** Eðlilegt gildi fyrir S-kalsíum er 2,15 – 2,60 mmól/L og frítt kalsíum 1,13 – 1,33mmól/L (Landspítali)
* Vökvagjöf í æð (IV) með NaCl 0,9% og bífosónöt í æð (IV) er kjörmeðferð
**Byrjið að gefa 200-300ml/klst í fyrstu og aðlagið síðan hraða sem viðheldur þvagflæði 150- 200ml/klst.
* Fyrsta val á bífosfónati á Landspítala er inj. Pamidronate (dísodium pamidrónat) 60-90mg í æð (IV); (eða inj. Zóledrónik sýru 4mg í æð (IV))
* Íhugið að hætta notkun lyfja sem auka hættu á nýrnabilun samfara meðferð með bífosfónötum
** bólgueyðandi verkjalyf (NSAIDs), þvagræsilyf, tíazíð-þvagræsilyf, ACE-hemjara
* Kalsítónín er skjótvirkara (< 48 klst.) en bífosfónöt en áhrifaminna. Nota má það í byrjun með bífosfónötum í svæsinni ofkölkun
* Barksterar nýtast í ofkölkun af völdum steranæmra æxla eins og mergæxla og eitilfrumuæxla
* Ekki er lengur ráðlagt að nota þvagræsilyf í meðferð við ofkölkun vegna hættu á vökvaskorti og truflunar á saltbúskap

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

3 tegundir af óráði og rugli

A

Ofvirkni – eirðarleysi og æsingur/árásargirni
Vanvirkni – hljóðlátur, heldur sig til baka og er algengara form en oft vangreint eða greint sem þunglyndi
Blönduð mynd

17
Q

Almenn LM

A

Með almennri LM er vísað til þess að öllu heilbrigðisstarfsfólki beri að þekkja hugmyndafræði LM og það geti beitt heildrænni nálgun í umönnun og meðferð sjúklinga sem felur í sér að geta metið helstu þætti LM

18
Q

Sérhæfð LM

A

Sérhæfð LM er veitt þverfaglega af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sótt sér frekari sérmenntun, reynslu og þekkingu á sviði LM

19
Q

Samtal um meðferðarmarkmið og meðferðarstig

A

Samtal um meðferðarmarkmið snemma í sjúkdómsferlinu og ákvörðun meðferðarstigs

Hlusta á og virða óskir sjúklings

Taka þarf umræðuna um meðferðarmarkmið „reglulega“ í takt við þróunar sjúkdóms og líðan sjúklings

Fá leyfi frá sjúkling/aðstandendum hvort tala megi opinskátt um stöðu mála